Geta tekið annan titil í Safamýri: „Þurfum allar að eiga toppleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2021 10:30 Hulda Bryndís Tryggvadóttir og samherjar hennar fagna góðri vörn. vísir/hulda margrét KA/Þór sækir Fram heim í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í dag. Norðankonur nálgast leikinn eins og hvern annan þótt mikið sé undir. Liðin eru jöfn að stigum, bæði með tuttugu, en KA/Þór er fyrir ofan Fram vegna sigurs, 27-23, í fyrri leik liðanna. Vegna þeirra úrslita nægir Akureyringum því jafntefli í Safamýrinni í dag til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við nálgumst þennan leik eins og hvern annan í deildinni. Við förum í alla leiki til að vinna og það er ekkert öðruvísi með þennan leik,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, við Vísi. „Við vitum að Fram er með gríðarlega sterkt lið og við þurfum allar að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum.“ Meistaraleikurinn skiptir ekki máli KA/Þór er þegar búið að vinna einn titil í Safamýrinni á tímabilinu. Norðankonur sigruðu Frammara í Meistarakeppni HSÍ síðasta haust, 23-30. Hulda segir að sá sigur gefi lítið þegar út í leikinn í dag verður komið. „Það var óvænt en er búið og deildarkeppnin er öðruvísi. Við vitum innst inni að við getum farið í Safamýrina og unnið en þessi leikur aðstoðar okkur ekki neitt með þennan leik. Þetta er allt annar leikur,“ sagði Hulda. KA/Þór fagnar sigri í Meistarakeppninni í byrjun september á síðasta ári.vísir/hag Hún segir engu breyta þótt KA/Þór dugi jafntefli í leiknum í dag. Liðið ætli að spila til sigurs eins og alltaf. „Við erum ekki að fara að spila upp á jafntefli. Við erum ekki með þannig hugarfar. Við viljum vinna leikinn,“ sagði Hulda. KA/Þór hefur spilað tvo leiki eftir síðasta hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 25-25, í endurteknum „draugamarksleik“ og vann svo Val, 21-19. Huldu finnst KA/Þór hafa komið vel undan hléinu. Eru í góðu formi „Við spiluðum gegn Stjörnunni og fengum þar einn aukaleik fyrir framhaldið. Svo náðum við góðum úrslitum á móti Val og virkuðum í fínu formi. Við æfðum vel, gerðum það sem mátti og erum í þokkalegu standi,“ sagði Hulda. Hún segir að „draugamarkið“ fræga í Mýrinni og allir eftirmálar þess hafi ekki truflað leikmenn KA/Þórs. „Það hafði engin áhrif á hópinn sjálfan. Leikmennirnir lokuðu á þetta og það voru aðrir í þessu fyrir okkur,“ sagði Hulda. Rut best í deildinni KA/Þór hefur gengið mjög vel í vetur og aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum. Leikmannahópurinn er mjög svipaður og í fyrra fyrir utan Rut Jónsdóttur sem hefur gjörbreytt liði KA/Þórs eftir komuna frá Danmörku. „Allir sjá að Rut er besti leikmaðurinn í deildinni og það eru þvílík forréttindi að fá að spila með henni,“ sagði Hulda. Rut Jónsdóttir hefur gert gott lið KA/Þórs enn betra.vísir/hulda margrét „Við höfum ekki verið örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan og ég sjálf spilað þar. Þannig að Rut var púslið sem vantaði. Svo eru aðrir leikmenn árinu eldri og reynslunni ríkari og við erum að uppskera.“ Hulda segir að Rut geri aðra leikmenn í kringum sig betri. „Hún dregur mikið í sig og er geggjaður leikmaður. Það er frábært að spila með henni,“ sagði Hulda að lokum. Leikur Fram og KA/Þórs hefst klukkan 13:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Fleiri fréttir Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Sjá meira
Liðin eru jöfn að stigum, bæði með tuttugu, en KA/Þór er fyrir ofan Fram vegna sigurs, 27-23, í fyrri leik liðanna. Vegna þeirra úrslita nægir Akureyringum því jafntefli í Safamýrinni í dag til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við nálgumst þennan leik eins og hvern annan í deildinni. Við förum í alla leiki til að vinna og það er ekkert öðruvísi með þennan leik,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, við Vísi. „Við vitum að Fram er með gríðarlega sterkt lið og við þurfum allar að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum.“ Meistaraleikurinn skiptir ekki máli KA/Þór er þegar búið að vinna einn titil í Safamýrinni á tímabilinu. Norðankonur sigruðu Frammara í Meistarakeppni HSÍ síðasta haust, 23-30. Hulda segir að sá sigur gefi lítið þegar út í leikinn í dag verður komið. „Það var óvænt en er búið og deildarkeppnin er öðruvísi. Við vitum innst inni að við getum farið í Safamýrina og unnið en þessi leikur aðstoðar okkur ekki neitt með þennan leik. Þetta er allt annar leikur,“ sagði Hulda. KA/Þór fagnar sigri í Meistarakeppninni í byrjun september á síðasta ári.vísir/hag Hún segir engu breyta þótt KA/Þór dugi jafntefli í leiknum í dag. Liðið ætli að spila til sigurs eins og alltaf. „Við erum ekki að fara að spila upp á jafntefli. Við erum ekki með þannig hugarfar. Við viljum vinna leikinn,“ sagði Hulda. KA/Þór hefur spilað tvo leiki eftir síðasta hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 25-25, í endurteknum „draugamarksleik“ og vann svo Val, 21-19. Huldu finnst KA/Þór hafa komið vel undan hléinu. Eru í góðu formi „Við spiluðum gegn Stjörnunni og fengum þar einn aukaleik fyrir framhaldið. Svo náðum við góðum úrslitum á móti Val og virkuðum í fínu formi. Við æfðum vel, gerðum það sem mátti og erum í þokkalegu standi,“ sagði Hulda. Hún segir að „draugamarkið“ fræga í Mýrinni og allir eftirmálar þess hafi ekki truflað leikmenn KA/Þórs. „Það hafði engin áhrif á hópinn sjálfan. Leikmennirnir lokuðu á þetta og það voru aðrir í þessu fyrir okkur,“ sagði Hulda. Rut best í deildinni KA/Þór hefur gengið mjög vel í vetur og aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum. Leikmannahópurinn er mjög svipaður og í fyrra fyrir utan Rut Jónsdóttur sem hefur gjörbreytt liði KA/Þórs eftir komuna frá Danmörku. „Allir sjá að Rut er besti leikmaðurinn í deildinni og það eru þvílík forréttindi að fá að spila með henni,“ sagði Hulda. Rut Jónsdóttir hefur gert gott lið KA/Þórs enn betra.vísir/hulda margrét „Við höfum ekki verið örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan og ég sjálf spilað þar. Þannig að Rut var púslið sem vantaði. Svo eru aðrir leikmenn árinu eldri og reynslunni ríkari og við erum að uppskera.“ Hulda segir að Rut geri aðra leikmenn í kringum sig betri. „Hún dregur mikið í sig og er geggjaður leikmaður. Það er frábært að spila með henni,“ sagði Hulda að lokum. Leikur Fram og KA/Þórs hefst klukkan 13:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Fleiri fréttir Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Sjá meira