Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Víkingur 1-1 | Stál í stál á Skaganum Andri Gíslason skrifar 8. maí 2021 22:47 vísir/hulda ÍA og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Norðurálsvellinum fyrr í kvöld. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir strax á fyrstu mínútu en Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði metin úr vítaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það var ekki mikið um sambabolta á Akranesi í kvöld en vindur var mikill og völlurinn erfiður. Bæði lið voru í miklum erfiðleikum að halda boltanum sín á milli og var mikið um langar sendingar. Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og strax á fyrstu mínútu náði Helgi Guðjónsson að koma boltanum í netið eftir hamagang í teig Skagamanna í kjölfar hornspyrnu frá Pablo Punyed. Ekki var mikið um marktækifæri í fyrri hálfleik en voru Víkingar eilítið hættulegri í sínum aðgerðum. Í seinni hálfleik voru það Skagamenn sem herjuðu á mark Víkinga en Þórður Ingason sem stóð sig frábærlega í marki Víkinga kom í veg fyrir að Skagamenn jöfnuðu metin. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar Skagamenn fá hornspyrnu og upp úr henni endar boltinn í hönd varnarmanns Víkinga og víti dæmt. Þórður Þorsteinn Þórðarson steig á punktinn og setti hann fast í hornið þar sem Þórður Ingason kom engum vörnum við. Jafntefli var því niðurstaðan á Norðurálsvelli og geta bæði lið gengið sátt í burtu með stig. Af hverju varð jafntefli? Hægt er að segja að Víkingar hafi átt fyrri hálfleikinn hér í dag en Skagamenn þann síðari. Hvorugt liðið náði að skapa sér mikið af góðum marktækifærum þó skotin hafi verið þónokkuð mörg. Hverjir stóðu upp úr ? Þórður Ingason í marki Víkinga átti frábæran leik í dag og þótt hann hafi ekki verið sáttur í leikslok getur hann gengið sáttur frá verki hér í dag. Brynjar Snær Pálsson var ansi líflegur í liði ÍA og átti nokkrar tilraunir á markið sem hefðu getað endað inni ef það væri ekki fyrir stórleik Þórðar í markinu. Hvað gekk illa? Bæði lið voru í miklum erfðileikum að halda boltanum innan síns liðs sem er skiljanlegt þar sem aðstæður voru ekki upp á sitt besta. Hvað gerist næst? ÍA fer í Kaplakrika og mætir FH en þeir mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á sunnudagskvöld. Víkingur heimsækir Stjörnuna í Garðabæ og má búast þar við hörkuleik. Jóhannes: Við hefðum alveg átt skilið 3 stig hér í dag Jóhannes Karl, þjálfari ÍA var nokkuð sáttur með stigið gegn Víkingum í kvöld og var heilt yfir ánægður með sína menn. „Við fengum mark á okkur mjög snemma og það getur verið erfitt en við létum það ekki slá okkur útaf laginu og héldum haus. Við héldum áfram að spila okkar leik og ég var ánægður með það og einnig hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og sköpuðum okkur fullt af fínum færum. Hefðum við skorað fyrr í seinni hálfleiknum þá hefði leikurinn getað þróast öðruvísi því mér fannst Víkingarnir fara og við þrýstum þeim neðarlega á völlinn og þeir sköpuðu sér svosem engin færi nema þá þetta mark sem þeir skora.“ Skagamenn náðu ekki að skapa sér mörg góð færi en áttu þó nokkur skot á markið þar sem Þórður Ingason markvörður Víkinga varði vel. „Þórður varði í þrígang á fjær eftir fyrirgjafir sem voru góð færi. Það var virkilega gert hjá honum og hann hélt þeim inni í leiknum. En við gáfumst ekki upp og héldum áfram og náðum markinu en svona í heildina fannst mér við dóminera leikinn og hefðum alveg að mínu mati átt skilið 3 stig hér í dag“ Skagamenn fara í Kaplakrika í næstu umferð og býst Jóhannes við ansi erfiðum leik þar. „Þetta er allt gríðarlega erfiðir leikir. Byrjum úti á móti Val, fáum svo Víkingana hingað og FH úti þar á eftir. Þetta eru allt krefjandi verkefni en við teljum okkur geta farið í Krikann og náð í stig þar. Við viljum fara inn í alla leiki til að ná í stig að minnsta kosti“ Arnar: Getum sýnt mun betri fótbolta en við gerðum í dag Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur eftir jafnteflið gegn ÍA fyrr í kvöld en taldi þó að þetta hafi sanngjörn niðurstaða „Þetta var svekkjandi, en maður er búinn að vera lengi í þessum leik. Þeir sóttu svolítið á okkur og voru að dæla boltanum inn í teig. Ég tel að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða en auðvitað svekkjandi að fá á sig mark á þennan hátt í lokin þegar við vorum búnir að lifa af frá því á fyrstu mínútu. Þetta var súrt en maður tekur stigið. Þetta er erfiður heimavöllur heim að sækja og ég tala nú ekki um þegar aðstæður eru svona.“ Aðstæður voru erfiðar á Norðurálsvellinum í kvöld og var ekki boðið upp á mjög fallegan fótbolta. „Þetta var bara baráttuleikur. Bæði lið börðust en þetta var ekki fallegur fótbolti. Þetta var svona vetrarfótbolti á grasi nota bene, ekki gervigrasi. Þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið. Það var fínn karakter og baráttuhugur í báðum liðum en ég held að bæði lið og sérstaklega við getum sýnt mun betri fótbolta en við sýndum hér í dag.“ Víkingar hafa byrjað mótið vel og eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. „Þetta er búið að vera fín byrjun. Þetta eru “tricky“ leikir, heimaleikur á móti nýliðum og sama hvað hver segir og búið að spá Skagamönnum falli og allt það en að koma hingað er alltaf mjög erfitt og að taka stig hérna er ekki alsæmt.“ Þórður: Þetta var bara vitleysisleikur Þórður Ingason markvörður Víkinga átti stórleik í markinu en var svekktur í lok leiks. „Já þetta var mjög svekkjandi að fá á sig svona víti í lokin eftir að hafa barist allan leikinn. Þetta var bara svekkjandi en þetta gerist.“ Fótboltinn sem var spilaður í kvöld var ekki sá fallegasti en það var mikil barátta að hálfu beggja liða. „Þetta var náttúrulega bara einhver vitleysisleikur. Völlurinn, vindurinn og sólin og maður sá ekki neitt. Þetta var bara barátta og við stóðum ekki vel í því, þetta var ekki fótbolti en það var andi í liðinu.“ Víkingar eru með fjögur stig og telur Þórður að það gefi þeim góðan byr fyrir næstu leiki „Við komum bara með sjálfstraust inn í leikinn á móti Stjörnunni og ætlum að reyna að fá 3 stig þar.“ Pepsi Max-deild karla ÍA Víkingur Reykjavík
ÍA og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á Norðurálsvellinum fyrr í kvöld. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir strax á fyrstu mínútu en Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði metin úr vítaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það var ekki mikið um sambabolta á Akranesi í kvöld en vindur var mikill og völlurinn erfiður. Bæði lið voru í miklum erfiðleikum að halda boltanum sín á milli og var mikið um langar sendingar. Víkingar byrjuðu leikinn af krafti og strax á fyrstu mínútu náði Helgi Guðjónsson að koma boltanum í netið eftir hamagang í teig Skagamanna í kjölfar hornspyrnu frá Pablo Punyed. Ekki var mikið um marktækifæri í fyrri hálfleik en voru Víkingar eilítið hættulegri í sínum aðgerðum. Í seinni hálfleik voru það Skagamenn sem herjuðu á mark Víkinga en Þórður Ingason sem stóð sig frábærlega í marki Víkinga kom í veg fyrir að Skagamenn jöfnuðu metin. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu venjulegs leiktíma þegar Skagamenn fá hornspyrnu og upp úr henni endar boltinn í hönd varnarmanns Víkinga og víti dæmt. Þórður Þorsteinn Þórðarson steig á punktinn og setti hann fast í hornið þar sem Þórður Ingason kom engum vörnum við. Jafntefli var því niðurstaðan á Norðurálsvelli og geta bæði lið gengið sátt í burtu með stig. Af hverju varð jafntefli? Hægt er að segja að Víkingar hafi átt fyrri hálfleikinn hér í dag en Skagamenn þann síðari. Hvorugt liðið náði að skapa sér mikið af góðum marktækifærum þó skotin hafi verið þónokkuð mörg. Hverjir stóðu upp úr ? Þórður Ingason í marki Víkinga átti frábæran leik í dag og þótt hann hafi ekki verið sáttur í leikslok getur hann gengið sáttur frá verki hér í dag. Brynjar Snær Pálsson var ansi líflegur í liði ÍA og átti nokkrar tilraunir á markið sem hefðu getað endað inni ef það væri ekki fyrir stórleik Þórðar í markinu. Hvað gekk illa? Bæði lið voru í miklum erfðileikum að halda boltanum innan síns liðs sem er skiljanlegt þar sem aðstæður voru ekki upp á sitt besta. Hvað gerist næst? ÍA fer í Kaplakrika og mætir FH en þeir mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á sunnudagskvöld. Víkingur heimsækir Stjörnuna í Garðabæ og má búast þar við hörkuleik. Jóhannes: Við hefðum alveg átt skilið 3 stig hér í dag Jóhannes Karl, þjálfari ÍA var nokkuð sáttur með stigið gegn Víkingum í kvöld og var heilt yfir ánægður með sína menn. „Við fengum mark á okkur mjög snemma og það getur verið erfitt en við létum það ekki slá okkur útaf laginu og héldum haus. Við héldum áfram að spila okkar leik og ég var ánægður með það og einnig hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og sköpuðum okkur fullt af fínum færum. Hefðum við skorað fyrr í seinni hálfleiknum þá hefði leikurinn getað þróast öðruvísi því mér fannst Víkingarnir fara og við þrýstum þeim neðarlega á völlinn og þeir sköpuðu sér svosem engin færi nema þá þetta mark sem þeir skora.“ Skagamenn náðu ekki að skapa sér mörg góð færi en áttu þó nokkur skot á markið þar sem Þórður Ingason markvörður Víkinga varði vel. „Þórður varði í þrígang á fjær eftir fyrirgjafir sem voru góð færi. Það var virkilega gert hjá honum og hann hélt þeim inni í leiknum. En við gáfumst ekki upp og héldum áfram og náðum markinu en svona í heildina fannst mér við dóminera leikinn og hefðum alveg að mínu mati átt skilið 3 stig hér í dag“ Skagamenn fara í Kaplakrika í næstu umferð og býst Jóhannes við ansi erfiðum leik þar. „Þetta er allt gríðarlega erfiðir leikir. Byrjum úti á móti Val, fáum svo Víkingana hingað og FH úti þar á eftir. Þetta eru allt krefjandi verkefni en við teljum okkur geta farið í Krikann og náð í stig þar. Við viljum fara inn í alla leiki til að ná í stig að minnsta kosti“ Arnar: Getum sýnt mun betri fótbolta en við gerðum í dag Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur eftir jafnteflið gegn ÍA fyrr í kvöld en taldi þó að þetta hafi sanngjörn niðurstaða „Þetta var svekkjandi, en maður er búinn að vera lengi í þessum leik. Þeir sóttu svolítið á okkur og voru að dæla boltanum inn í teig. Ég tel að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða en auðvitað svekkjandi að fá á sig mark á þennan hátt í lokin þegar við vorum búnir að lifa af frá því á fyrstu mínútu. Þetta var súrt en maður tekur stigið. Þetta er erfiður heimavöllur heim að sækja og ég tala nú ekki um þegar aðstæður eru svona.“ Aðstæður voru erfiðar á Norðurálsvellinum í kvöld og var ekki boðið upp á mjög fallegan fótbolta. „Þetta var bara baráttuleikur. Bæði lið börðust en þetta var ekki fallegur fótbolti. Þetta var svona vetrarfótbolti á grasi nota bene, ekki gervigrasi. Þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið. Það var fínn karakter og baráttuhugur í báðum liðum en ég held að bæði lið og sérstaklega við getum sýnt mun betri fótbolta en við sýndum hér í dag.“ Víkingar hafa byrjað mótið vel og eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. „Þetta er búið að vera fín byrjun. Þetta eru “tricky“ leikir, heimaleikur á móti nýliðum og sama hvað hver segir og búið að spá Skagamönnum falli og allt það en að koma hingað er alltaf mjög erfitt og að taka stig hérna er ekki alsæmt.“ Þórður: Þetta var bara vitleysisleikur Þórður Ingason markvörður Víkinga átti stórleik í markinu en var svekktur í lok leiks. „Já þetta var mjög svekkjandi að fá á sig svona víti í lokin eftir að hafa barist allan leikinn. Þetta var bara svekkjandi en þetta gerist.“ Fótboltinn sem var spilaður í kvöld var ekki sá fallegasti en það var mikil barátta að hálfu beggja liða. „Þetta var náttúrulega bara einhver vitleysisleikur. Völlurinn, vindurinn og sólin og maður sá ekki neitt. Þetta var bara barátta og við stóðum ekki vel í því, þetta var ekki fótbolti en það var andi í liðinu.“ Víkingar eru með fjögur stig og telur Þórður að það gefi þeim góðan byr fyrir næstu leiki „Við komum bara með sjálfstraust inn í leikinn á móti Stjörnunni og ætlum að reyna að fá 3 stig þar.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti