Sagan af krumpaða miðanum Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. maí 2021 15:01 Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Lífið er dásamlegt ferðalag og merkilegt að upplifa það þegar gamall krumpaður minnismiði geti, áratugi eftir að hafa legið ofan í kassa í kjallara, lifnað við og orðið partur af hreyfiafli samfélagslegra álitaefna og samtals. Á Þjóðfundinum, fyrir ríflega áratug, hafði einhver þátttakandi skrifað á minnismiðann sinn „ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings“. Hvort minnisatriðið hafi gert sitt gagn á sínum tíma veit ég ekki en ofan í kassa fór miðinn. Áratug seinna er krumpaði miðinn orðinn hluti af samtímalistaverki á gafli Hafnarborgar í Hafnarfirði, orðinn Gaflari. Rétt eins og farið var með daglaunamennina sem húktu við gaflinn í gamla daga í von um vinnu, hékk krumpaði miðinn á gaflinum í von um að einhver tæki eftir sér, í von um að geta gert gagn, verið í vinnu eins og hinir upprunalegu Gaflarar. Á einhverjum tímapunkti þótti það ekki nógu fínt að hafa Gaflarana húkandi upp við gaflinn, það var ekki nógu smart fyrir ört stækkandi bæjarfélag og Gaflararnir voru flæmdir frá gaflinum. Okkar nýjasti Gaflari fékk að hanga á gaflinum í tvo daga áður en hann var rifinn niður, var þar í meintu leyfisleysi, þótti ekki vera „próper“ list , frekar aðskotahlutur eða skemmdarverk. Þessi gjörningur bæjarstjóra að rífa niður listaverk án þess að hika vekur upp margar áleitnar spurningar. Þær spurningar sem vakna eru t.d: Hvað er ritskoðun? Er gjörningur bæjarstjóra stjórnarskrárbrot? Er honum þá stætt að vera í embætti? Hvert er hlutverk bæjarstjóra og hvar liggja mörk valdsviðs hans? Getur bæjarstjóri trompað ákvarðanir embættismanna utan skrifstofutíma og tekið mál í sínar hendur? Hvað er list? Hvar á list að vera? Hver ákveður hvað list sé? Hvað er listasafn? Er listasafn bara innra byrði hússins? Hvenær er hús listasafn og hvenær hættir það að vera listasafn? Hver er stefna listasafnsins? Hver ber ábyrgð á listrænni stjórnun listasafnsins? Viljum við hafa lifandi listasafn og listsköpun í Hafnarfirði? Hvaða leyfi þarf listviðburður og listamenn að hafa til að sýna list sína? Hvernig er ferlið? Viljum við iðka tjáningarfrelsið? Á bæjarstjóri eða bæjarstjórn að ákveða hvar megi sýna og hvað? Viljum við að bæjarstjóri hafi alræðisvald? Getur sá sem gefur bænum húsnæði undir listasafn skilyrt bæinn hvað megi sýna og hvar? Viljum við vera forpokað samfélag sem samþykkir bara te, skonsur og landslagsmálverk, eða viljum við vera framsækið og frjótt samfélag sem þolir að dansað sé á línunni og viðteknum venjum ögrað? Viljum við vera með heimóttaskap? Viljum við láta taka okkur alvarlega? Það vakna ótal spurningar. Eitt er samt víst að krumpaði miðinn sem virtist ætla að enda tilveru sína í pappakassa í kjallara hefur náð að vekja heilt samfélag af værum blundi og krefja það í samtal um það hvernig samfélag við viljum skapa til framtíðar. Viljum við búa við geðþóttavald stjórnmálamanna eða viljum búa í frjálsu, opnu og framsæknu samfélagi sem þorir að tjá á fjölbreyttan máta sem ber virðingu fyrir listum, tjáningarfrelsi og lýðræðinu. Á sjötta áratug síðustu aldar voru abstraktmálarar lamdir í klessu fyrir það eitt að mála klessumálverk og kalla það list. Í dag birtist fyrirlitningin gagnvart samtímalist á annan hátt. Öll tyrranía byrjar með einu skrefi. Tökum aldrei það skref. Það er nefnilega stór munur á því að bera virðingu fyrir Göflurum og því að ganga af göflunum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun