Gosfólkið hámar í sig pylsurnar í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2021 13:20 Loksins er komin þjónusta við gosstöðvarnar. Svangir ferðalangar kunna vel að meta það að geta fengið sér eitthvað í gogginn og heitt í kroppinn eftir göngu að eldgosinu. vísir/vilhelm Slysavarnadeildin Þórkatla hefur komið upp sölugámi, sem kallast Ellubúð, við göngustíginn, sem liggur að gosstöðvunum við Fagradalsfjall og hefur algerlega slegið í gegn. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu, segir að það hafi staðið lengi til að koma upp einhverri þjónustu en vegna anna hafi það ekki verið fært en á miðvikudag var þetta drifið upp. Rólegra hefur verið að undanförnu og þá fékkst mannskapur til að sinna þessu verkefni. „Já, það hefur verið mikið að gera. Fólk er að átta sig á því hvað er í gangi. Mest er að gera hjá okkur frá klukkan 11 að kvöldi og allt til klukkan hálf tvö þegar fólk er að koma niður af fjallinu. Þá er mesta traffíkin,“ segir Guðrún Kristín. Ljósmyndari Vísis kann vel að meta þjónustuna og hann vippaði sér inn fyrir afgreiðsluborðið í gær og hitti þar fyrir Sigrúnu Stefánsdóttur, Guðfinnu Einarsdóttur og Emmu Geirsdóttur en Sigrún og Emmar eru stjórnarkonur í Þórkötlu.vísir/vilhelm Pylsur og kaffi er það sem fólkið vill Vísir ræddi við Adolf Inga Erlingsson fararstjóra í vikunni sem telur einsýnt að eldgosið hafi og muni hafa aðdráttarafl á ferðamenn af áður óþekktri stærðargráðu. Guðrún Kristín segir að þau vilji mæta því. En hvað er svo á boðstólum í sölugámnum? „Við erum með pulsur og samlokur, gos, kaffi og súkkulaði. Og erum að gæla við þá hugmynd að bæta við kakói. Það er mikið um það spurt.“ Ekkert slær þó pylsur og svo kaffi út í vinsældum. „Ég veit ekki hvað við erum búin að selja margar pylsur. Þær eru langvinsælastar og alveg ótrúlegt hvað er hægt að borða af pylsum.“ En er þetta ekki á uppsprengdu verði? „Jú. Við ætlum að mokgræða á landanum. Neinei, við reynum að stilla verðinu í hóf en þetta er náttúrlega fjáröflun fyrir okkur og björgunarsveitina, en við reynum að vera ekki með verðið of hátt.“ Jenný Lovísa Árnadóttir og Sigrún voru kátar á vaktinni. Kók og súkkulaði gengur vel í mannskapinn sem kemur til að skoða gosið en vinsælast er kaffið og pylsurnar sem renna ofan í mannskapinn.vísir/vilhelm Búðin heitir í höfuðið á Elínu Pálfríði Það liggur fyrir að þetta eru langar vaktir sem þarf að standa og langt inn í nóttina. Þess vegna hefur ekki opnað fyrr en klukkan átta að kvöldi en að sögn Guðrúnar Kristínar stendur til að opna klukkan fjögur bæði á laugardaginn og sunnudag. En af hverju heitir búðin Ellubúð? Að sögn Guðrúnar Kristínar kom ekkert annað til greina. „Það er af því að konan sem gaf okkur gáminn hét Elín Pálfríður Alexandersdóttir, en hún er nú látin. Hún var ein af stofnendum Þórkötlu, deildarinnar. Hún var kölluð Ella og við skírðum gáminn Ellubúð eftir henni. Ekkert annað í stöðunni en að nefna gáminn í höfuðið á henni.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Verslun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu, segir að það hafi staðið lengi til að koma upp einhverri þjónustu en vegna anna hafi það ekki verið fært en á miðvikudag var þetta drifið upp. Rólegra hefur verið að undanförnu og þá fékkst mannskapur til að sinna þessu verkefni. „Já, það hefur verið mikið að gera. Fólk er að átta sig á því hvað er í gangi. Mest er að gera hjá okkur frá klukkan 11 að kvöldi og allt til klukkan hálf tvö þegar fólk er að koma niður af fjallinu. Þá er mesta traffíkin,“ segir Guðrún Kristín. Ljósmyndari Vísis kann vel að meta þjónustuna og hann vippaði sér inn fyrir afgreiðsluborðið í gær og hitti þar fyrir Sigrúnu Stefánsdóttur, Guðfinnu Einarsdóttur og Emmu Geirsdóttur en Sigrún og Emmar eru stjórnarkonur í Þórkötlu.vísir/vilhelm Pylsur og kaffi er það sem fólkið vill Vísir ræddi við Adolf Inga Erlingsson fararstjóra í vikunni sem telur einsýnt að eldgosið hafi og muni hafa aðdráttarafl á ferðamenn af áður óþekktri stærðargráðu. Guðrún Kristín segir að þau vilji mæta því. En hvað er svo á boðstólum í sölugámnum? „Við erum með pulsur og samlokur, gos, kaffi og súkkulaði. Og erum að gæla við þá hugmynd að bæta við kakói. Það er mikið um það spurt.“ Ekkert slær þó pylsur og svo kaffi út í vinsældum. „Ég veit ekki hvað við erum búin að selja margar pylsur. Þær eru langvinsælastar og alveg ótrúlegt hvað er hægt að borða af pylsum.“ En er þetta ekki á uppsprengdu verði? „Jú. Við ætlum að mokgræða á landanum. Neinei, við reynum að stilla verðinu í hóf en þetta er náttúrlega fjáröflun fyrir okkur og björgunarsveitina, en við reynum að vera ekki með verðið of hátt.“ Jenný Lovísa Árnadóttir og Sigrún voru kátar á vaktinni. Kók og súkkulaði gengur vel í mannskapinn sem kemur til að skoða gosið en vinsælast er kaffið og pylsurnar sem renna ofan í mannskapinn.vísir/vilhelm Búðin heitir í höfuðið á Elínu Pálfríði Það liggur fyrir að þetta eru langar vaktir sem þarf að standa og langt inn í nóttina. Þess vegna hefur ekki opnað fyrr en klukkan átta að kvöldi en að sögn Guðrúnar Kristínar stendur til að opna klukkan fjögur bæði á laugardaginn og sunnudag. En af hverju heitir búðin Ellubúð? Að sögn Guðrúnar Kristínar kom ekkert annað til greina. „Það er af því að konan sem gaf okkur gáminn hét Elín Pálfríður Alexandersdóttir, en hún er nú látin. Hún var ein af stofnendum Þórkötlu, deildarinnar. Hún var kölluð Ella og við skírðum gáminn Ellubúð eftir henni. Ekkert annað í stöðunni en að nefna gáminn í höfuðið á henni.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Verslun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24
Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41