Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 99-106 | Gestirnir flugu upp töfluna eftir ótrúlegan sigur Andri Már Eggertsson skrifar 6. maí 2021 22:45 Njarðvíkingar fögnuðu vel og innilega í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Leikur ÍR og Njarðvíkur var hreint út sagt frábær skemmtun. Bæði lið voru fyrir leik í fallhættu en að sama skapi áttu bæði góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 106-99 Njarðvík í vil. Sigurinn lyftir Njarðvík upp í 8. sæti. Að mati Loga Gunnarssonar var þetta einn mikilvægasti sigur í sögu Njarðvíkur. Fyrsti leikhluti var jafn, liðin skiptust á að taka forskot leiksins en aldrei var langt á milli liða. Evan Christopher Singletary lokaði fyrsta leikhluta með flautu þrist og ÍR tveimur stigum yfir. Annar leikhluti var í algeri eigu Njarðvíkinga. Logi Gunnarsson átti rosalegan kafla, hann gerði 8 stig í röð fyrir Njarðvík sem fékk Borche þjálfara ÍR til að taka leikhlé. Logi byrjaði leikinn á bekknum en skilaði 14 stigum í fyrri hálfleik. Logi Gunnarsson er minnti heldur betur á sig í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Bæði lið voru mikið í þriggja stiga skotunum í fyrri hálfleik. Alls voru 15 þriggja stiga skot sem fóru ofan í. ÍR hitti úr 8 á meðan Njarðvík hitti úr 7. Staðan í hálfleik var 48 - 57. Leikurinn var sveiflukenndur, Njarðvík komst 14 stigum yfir í upphafi sem virtist kveikja á ÍR ingum sem áttu frábært áhlaup sem gerði það að verkum að þeir voru komnir yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Staðan var 89-88 ÍR í vil þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af leiknum, þá tóku Njarðvík öll völd á vellinum og lönduðu að lokum sínum öðrum sigri í röð. Lokatölur leiksins voru 99 - 106. Njarðvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Njarðvík? Þegar leikurinn var sem jafnastur í lokinn, fór Njarðvík að tak betri ákvarðanir en ÍR. Njarðvík fór að gera meira af því sem var búið að virka fyrir þá líkt og að finna Hester inn í teignum á meðan ÍR fór að taka erfið skot. Njarðvík endaði á að vinna 4. leikhluta 19 - 28 og áttu því sigurinn skilið. Hverjir stóðu upp úr? Þó Logi Gunnarsson hafi hvorki byrjaði hvorki né endaði leikinn, kom hann með frábæra innkomu og skilaði 20 stigum. Antonio Hester hefur verið á milli tannana á mörgum. Hann sýndi hvers megnugur hann er í kvöld. Var drjúgur á loka mínútunum og skilaði alls 27 stigum ásamt því að taka 8 fráköst. Evan Christopher Singletary var besti leikmaður ÍR í kvöld. Skoraði nokkrar mikilvægar körfur sem skiluðu því miður engu í kvöld, skoraði alls 30 stig og gaf 10 stoðsendingar. Evan Christopher Singletary átti flottan leik í liði ÍR.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? ÍR tók ansi mörg þriggja stiga skot eða 31 talsins sem skilaði 38 prósent nýtingu. Þeir fóru að brenna sífellt meira þegar leikurinn var sem jafnastur sem var dýrkeypt fyrir þá. Það vantaði Colin Pryor í lið ÍR sem er ansi stórt skarð að fylla og fundu ÍR ingar fyrir því varnarlega. Njarðvík gerði 106 stig í leiknum sem er allt of mikið hefðu þeir viljað vinna leikinn. Hvað gerist næst? Spennan er gríðarleg fyrir lokaumferðina og verður spennandi að fylgjast með hvernig lokaniðurstaða deildarinnar raðast upp. Í Njarðtaksgryfjunni mætast Njarðvík og Þór Þorlákshöfn klukkan 19:15. Á sama tíma mætast KR og ÍR í DHL höllinni. Borche: Vorum lélegir í vörn allan leikinn Þjálfari ÍR var ekki sáttur við varnarleik sinna manna.Vísir/Hulda Margrét „Vörnin okkar var ekki góð í kvöld, það vantaði Colin Pryor og spiluðum við bara enga vörn allan leikinn. Þegar Njarðvík var í vandræðum og vantaði stig, var alltaf einhver sem mætti og tók á skarið," sagði Borche þjálfari ÍR. Besti kafli ÍR í leiknum var í þriðja leikhluta, ÍR unnu þann leikhluta með 11 stigum og var Borche ánægður með þann hluta leiksins. „Við virðumst alltaf getað spilað vel í þriðja leikhluta, með þessum kafla komum við okkur aftur inn í leikinn en það dugði ekki til." Loka mínútur leiksins voru jafnar og spennandi en síðustu fjórar mínútur leiksins spilaði Njarðvík talsvert betur og því tap ÍR inga niðurstaðan. „Við gerðum mistök í vörninni sem þeir refsuðu okkur fyrir, sóknarlega vorum við of æstir og tókum skot í fljótfærni sem við klikkuðum á og því endaði leikurinn með sigri Njarðvíkur," sagði Borche að lokum. Leikmenn Njarðvíkur sýndu úr hverju þeir eru gerðir í kvöld Einar Árni hafði góða ástæðu til að fagna í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Ég er svakalega stoltur af liðinu, að mæta á þennan völl og gera 106 stig er virkilega vel gert. Við sýndum úr hverju við erum gerðir í kvöld, þessir strákar eru með stórt hjarta og er ég virkilega ánægður með framlagið frá öllum mínum leikmönnum," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leik. Njarðvíkingar voru í vandræðum með spilamennsku ÍR í þriðja leikhluta á báðum endum vallarins og fannst Einari hans menn mátt vera klókari. „Þeir ýttu okkur úr því sem við vildum gera, við fórum að spila eins og þeir vildu að við myndum gera, ÍR er vel spilandi lið og er erfitt að eiga við þá þegar þeir eru í svona ham." Þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni er enn margt sem getur gerst og eru margar sviðsmyndir á lofti sem Einar var full meðvitaður um. „Ég var búinn að velta fyrir mér margar sviðsmyndir fyri leikinn í kvöld, við erum bæði í fallbaráttu ásamt því að hafa tækifæri á að komast í úrslitakeppnina og ætlum við að gera allt í okkar valdi stendur til að vinna leikinn á mánudaginn," sagði Einar að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla UMF Njarðvík ÍR
Leikur ÍR og Njarðvíkur var hreint út sagt frábær skemmtun. Bæði lið voru fyrir leik í fallhættu en að sama skapi áttu bæði góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 106-99 Njarðvík í vil. Sigurinn lyftir Njarðvík upp í 8. sæti. Að mati Loga Gunnarssonar var þetta einn mikilvægasti sigur í sögu Njarðvíkur. Fyrsti leikhluti var jafn, liðin skiptust á að taka forskot leiksins en aldrei var langt á milli liða. Evan Christopher Singletary lokaði fyrsta leikhluta með flautu þrist og ÍR tveimur stigum yfir. Annar leikhluti var í algeri eigu Njarðvíkinga. Logi Gunnarsson átti rosalegan kafla, hann gerði 8 stig í röð fyrir Njarðvík sem fékk Borche þjálfara ÍR til að taka leikhlé. Logi byrjaði leikinn á bekknum en skilaði 14 stigum í fyrri hálfleik. Logi Gunnarsson er minnti heldur betur á sig í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Bæði lið voru mikið í þriggja stiga skotunum í fyrri hálfleik. Alls voru 15 þriggja stiga skot sem fóru ofan í. ÍR hitti úr 8 á meðan Njarðvík hitti úr 7. Staðan í hálfleik var 48 - 57. Leikurinn var sveiflukenndur, Njarðvík komst 14 stigum yfir í upphafi sem virtist kveikja á ÍR ingum sem áttu frábært áhlaup sem gerði það að verkum að þeir voru komnir yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Staðan var 89-88 ÍR í vil þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af leiknum, þá tóku Njarðvík öll völd á vellinum og lönduðu að lokum sínum öðrum sigri í röð. Lokatölur leiksins voru 99 - 106. Njarðvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Njarðvík? Þegar leikurinn var sem jafnastur í lokinn, fór Njarðvík að tak betri ákvarðanir en ÍR. Njarðvík fór að gera meira af því sem var búið að virka fyrir þá líkt og að finna Hester inn í teignum á meðan ÍR fór að taka erfið skot. Njarðvík endaði á að vinna 4. leikhluta 19 - 28 og áttu því sigurinn skilið. Hverjir stóðu upp úr? Þó Logi Gunnarsson hafi hvorki byrjaði hvorki né endaði leikinn, kom hann með frábæra innkomu og skilaði 20 stigum. Antonio Hester hefur verið á milli tannana á mörgum. Hann sýndi hvers megnugur hann er í kvöld. Var drjúgur á loka mínútunum og skilaði alls 27 stigum ásamt því að taka 8 fráköst. Evan Christopher Singletary var besti leikmaður ÍR í kvöld. Skoraði nokkrar mikilvægar körfur sem skiluðu því miður engu í kvöld, skoraði alls 30 stig og gaf 10 stoðsendingar. Evan Christopher Singletary átti flottan leik í liði ÍR.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? ÍR tók ansi mörg þriggja stiga skot eða 31 talsins sem skilaði 38 prósent nýtingu. Þeir fóru að brenna sífellt meira þegar leikurinn var sem jafnastur sem var dýrkeypt fyrir þá. Það vantaði Colin Pryor í lið ÍR sem er ansi stórt skarð að fylla og fundu ÍR ingar fyrir því varnarlega. Njarðvík gerði 106 stig í leiknum sem er allt of mikið hefðu þeir viljað vinna leikinn. Hvað gerist næst? Spennan er gríðarleg fyrir lokaumferðina og verður spennandi að fylgjast með hvernig lokaniðurstaða deildarinnar raðast upp. Í Njarðtaksgryfjunni mætast Njarðvík og Þór Þorlákshöfn klukkan 19:15. Á sama tíma mætast KR og ÍR í DHL höllinni. Borche: Vorum lélegir í vörn allan leikinn Þjálfari ÍR var ekki sáttur við varnarleik sinna manna.Vísir/Hulda Margrét „Vörnin okkar var ekki góð í kvöld, það vantaði Colin Pryor og spiluðum við bara enga vörn allan leikinn. Þegar Njarðvík var í vandræðum og vantaði stig, var alltaf einhver sem mætti og tók á skarið," sagði Borche þjálfari ÍR. Besti kafli ÍR í leiknum var í þriðja leikhluta, ÍR unnu þann leikhluta með 11 stigum og var Borche ánægður með þann hluta leiksins. „Við virðumst alltaf getað spilað vel í þriðja leikhluta, með þessum kafla komum við okkur aftur inn í leikinn en það dugði ekki til." Loka mínútur leiksins voru jafnar og spennandi en síðustu fjórar mínútur leiksins spilaði Njarðvík talsvert betur og því tap ÍR inga niðurstaðan. „Við gerðum mistök í vörninni sem þeir refsuðu okkur fyrir, sóknarlega vorum við of æstir og tókum skot í fljótfærni sem við klikkuðum á og því endaði leikurinn með sigri Njarðvíkur," sagði Borche að lokum. Leikmenn Njarðvíkur sýndu úr hverju þeir eru gerðir í kvöld Einar Árni hafði góða ástæðu til að fagna í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Ég er svakalega stoltur af liðinu, að mæta á þennan völl og gera 106 stig er virkilega vel gert. Við sýndum úr hverju við erum gerðir í kvöld, þessir strákar eru með stórt hjarta og er ég virkilega ánægður með framlagið frá öllum mínum leikmönnum," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leik. Njarðvíkingar voru í vandræðum með spilamennsku ÍR í þriðja leikhluta á báðum endum vallarins og fannst Einari hans menn mátt vera klókari. „Þeir ýttu okkur úr því sem við vildum gera, við fórum að spila eins og þeir vildu að við myndum gera, ÍR er vel spilandi lið og er erfitt að eiga við þá þegar þeir eru í svona ham." Þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni er enn margt sem getur gerst og eru margar sviðsmyndir á lofti sem Einar var full meðvitaður um. „Ég var búinn að velta fyrir mér margar sviðsmyndir fyri leikinn í kvöld, við erum bæði í fallbaráttu ásamt því að hafa tækifæri á að komast í úrslitakeppnina og ætlum við að gera allt í okkar valdi stendur til að vinna leikinn á mánudaginn," sagði Einar að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.