Sextán stig gætu á sama tíma dugað inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 14:01 Haukarnir myndu fagna mest ef úrslitin yrðu eins og farið er yfir hér fyrir neðan. Hér fagna Hansel Atencia og Hilmar Pétursson körfu í sigurleik á móti Tindastól á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferðir Domino´s deildar karla í körfubolta eiga örugglega eftir að bjóða upp á mikla dramatík enda eru lið á sama tíma á barmi þess að komast í úrslitakeppnina og að falla úr deildinni. Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið. Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Sjá meira
Það eru rosalega margir möguleikar í stöðinni með öllum innbyrðis flækjunum ofan á það. Það yrði því mjög löng grein að fara yfir alla möguleikana í stöðunni. Vísir hefur því ákveðið að skoða einn möguleika á lokastöðunni sem er ef fjögur lið enda jöfn með sextán stig. Á því er vissulega raunhæfur möguleiki og lokaröðin gæti komið einhverjum á óvart því þar yrði náttúrulega til ný deild þar sem innbyrðis leikir allra liðanna fjögurra myndi ráða röðinni. Það væri mjög sérstakt ef fjögur lið endi jöfn með sextán stig í sætum átta, níu, tíu og ellefu. Það þýddi að sextán stig myndu á sama tíma duga inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin sem myndu sjá til þess að Þór Akureyri, ÍR, Njarðvík og Haukar (eða Höttur) myndu enda með sextán stig hvert. Þór Akureyri tapar bæði fyrir Haukum og Þór Þorl.= 16 stig ÍR tapar fyrir Njarðvík og KR = 16 stig Njarðvík vinnur ÍR en tapar fyrir Þór Þorl. = 16 stig Haukar vinna Hött og Þór Akureyri = 16 stig Ef úrslitin yrðu svona þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. 8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis) Haukar myndu því komast í úrslitakeppnina með þessum úrslitum en ÍR-ingar yrðu mörgum að óvörum að sætta sig við fall úr deildinni. ÍR liðið hefur þetta samt í sínum höndum ólíkt Haukamönnum en hættan fyrir Breiðhyltinga er engu síður fyrir hendi. Ef Hattarmenn vinna Hauka í kvöld og svo deildarmeistara Keflavíkur í lokaumferðinni þá myndu þeir líka enda með sextán stig. Það er hins vegar mikið að gerast til að þeir stöðvi magnaða sigurgöngu Keflvíkinga ekki nema ef deildarmeistararnir hvíli einhverja menn í lokaleiknum. Hattarmenn hafa reyndar verið öllum liðum erfiðir við að eiga á Egilsstöðum en tapað mörgum heimaleikjum naumlega. Verði Höttur með 16 stig en ekki Haukar þá myndu liðin raða sér þannig frá sætum átta til ellefu. Hattarmenn eiga því raunhæfa möguleika á sæti í úrslitakeppni. 8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis) Ef Njarðvíkingar myndu síðan líka vinna Þór Þorlákshöfn en hin úrslitin halda sér þá færu Njarðvíkingar í úrslitakeppnina en innbyrðis staða hinna væri þá enn jafnari þar sem stærð sigurleiks Hauka á Þór Akureyri gæti breytt ýmsu. 9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik) Yrðu Hattarmenn hluti af þessum þremur liðum með sömu úrslitum þá yrði lokaröðin svona: 9. sæti -ÍR 3-1 (+30) 10. sæti - Höttur 2-2 (-12) 11. sæti - Þór Ak. 1-3 (-18) Eins og áður sagði þá er þetta aðeins brot af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Eftir 21. umferðina sem fer fram í kvöld og annað kvöld þá verður auðveldara að sjá fyrir sér hvað getur gerst í lokaumferðinni á mánudagskvöldið.
8. sæti - Haukar 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - Þór Ak. 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - ÍR 16 stig (2-4 innbyrðis)
8. sæti - Höttur 16 stig (4-2 í innbyrðis leikjum liðanna) 9. sæti - Njarðvík 16 stig (3-3 innbyrðis) 10. sæti - ÍR 16 stig (3-3 innbyrðis) 11. sæti - Þór Ak. 16 stig (2-4 innbyrðis)
9. sæti - Þór Ak. 16 stig: 2-2 (+21, vantar Haukaleik) 10. sæti -ÍR 16 stig: 2-2 (-4) 11. sæti - Haukar 16 stig: 2-2 (-25, vantar Þórs Ak leik)
Dominos-deild karla Haukar Höttur ÍR Þór Akureyri UMF Njarðvík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Sjá meira