Þurfti að grátbiðja um keisaraskurð í þriggja daga fæðingu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. maí 2021 06:00 Svava Guðrún Helgadóttir deilir einlægt reynslu sinni og upplifun af erfiðri meðgöngu og fæðingu í viðtalsliðnum Móðurmál. „Fyrst um sinn hugsaði ég að uppköstin tækju enda eftir tólf vikur, síðan tuttugu vikur og þannig hélt ég áfram að telja. Að lokum var ég farin að segja í gríni að ég vissi allavega að ég yrði hætt að kasta upp eftir fjörutíu vikur,“ segir Svava Guðrún Helgadóttir í viðtali við Vísi. Svava Guðrún og kærasti hennar Hákon Atli Hallfreðsson eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun síðasta árs. Meðgangan sjálf var enginn dans á rósum þó svo að allt hafi farið vel á endanum en Svava þurfti að takast á við mikla ógleði og uppköst nánast alla meðgönguna. Svava stundar nám í heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Hákon Atli starfar sem styrktar- og fótboltaþjálfari hjá FH. „Þegar ég hef lokið meistararitgerðinni minni er stefnan sett á það að klára master í klínsískri sálfræði og tvinna þetta nám mitt saman við eitthvað áhugavert starf í framtíðinni.“ Ég hef mikinn áhuga á því að vinna með einstaklingum sem orðið hafa fyrir áföllum og ofbeldi á sinni lífsleið og hef unnið undanfarin ár með ungmennum með fjölþættan vanda. Það hefur verið bæði gefandi og gríðarlega áhugavert starf sem hefur bæði kennt mér mikið um sjálfa mig og aðra. Svava stundar nám í heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Hún stefnir einnig á mastersnám í klínískri sálfræði. Fyrsta bylgja heimsfaraldurs hófst á síðari hluta meðgöngunnar og segist Svava þá aðallega hafa óttast það að hún myndi hafa áhrif á fæðinguna sjálfa. Ég var hrædd um að það yrðu sett einhver höft á viðveru Hákonar í fæðingunni en svo fór ekki. Ég endaði í bráðakeisaraskurði og því urðum við að dvelja tvær nætur á sængurlegudeild. Einmitt daginn sem við erum útskrifuð greinist einstaklingur sem hafði dvalið þar inni og þá voru gerðar nýjar ráðstafanir. „Sem betur fer rétt sluppum við og fengum að vera saman fjölskyldan þennan tíma sem við dvöldum þar. Þegar heim var komið héldum við okkur í litlu búbblunni okkar og fengum auðvitað nánast engar heimsóknir þar sem mælst var á móti því.“ Þó svo að henni hafi fundist yndislegt að vera bara þrjú saman segist Svava hafa saknað þess að geta ekki fengið nánustu ættingja í heimsókn til þess að deila gleðinni. „Við reyndum þó að gera eins gott úr þessu og mögulegt var og vorum svo heppin að eiga fólk í okkar innsta hring sem kom dag eftir dag með eitthvað skemmtilegt sem það skildi eftir fyrir utan hurðina. Síðan var Facetime mikið notað til þess að kynna nýjasta fjölskyldumeðliminn fyrir fólkinu sínu.“ Kristín Björg kom í heiminn í byrjun fyrstu bylgju heimsfaraldurs og segir Svava það hafa verið töluvert erfitt að geta ekki fengið nánustu ættingja í heimsókn til þess að deila gleðinni. Hér fyrir neðan svarar Svava spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. „Við erum ólétt!“ Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég var komin nokkra daga framyfir minn reglulega tíðahring og ákvað því að taka óléttupróf en ég er vön því að vera frekar regluleg. Ég tek próf, við bíðum aðeins og í fljótfærni horfum við bæði á það og sjáum aðeins eina sýnilega línu. Þar sem við bjuggumst ekki endilega við því að prófið yrði jákvætt létum við þar við sitja og lögðum það frá okkur. Eftir smá tíma fer ég fram þar sem prófið liggur á borðinu, ég horfi á það og sé, mér til mikillar undrunar, tvær línur. Í framhaldi kalla ég mjög eftirminnilega á Hákon: „Við erum ólétt!“. Hákon sprettur fram á ógnarhraða og við gleðjumst innilega yfir þessum fréttum enda var barn mjög velkomið. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég fór mjög fljótlega að finna fyrir virkilega mikilli ógleði og kastaði mikið upp, eitthvað sem átti eftir að fylgja mér meirihluta meðgöngunnar. Ég fann líka fyrir mikilli þreytu og fannst ég ólík sjálfri mér, kannski ekkert óeðlilegt þegar maður nær að halda svo litlu niðri. Ég held að það sem hafi virkilega haldið mér gangandi hafi verið trúin á því að þetta tæki enda og yrði vel þess virði. Svava er stolt af líkama sínum eftir að hafa gengið í gegnum meðgöngu og fæðingu. Hún segist óska þess að hún hefði alltaf geta séð hann í því ljósi sem hún gerir í dag. Aldrei verið stoltari af líkama sínum Fyrst um sinn hugsaði ég að uppköstin tækju enda eftir tólf vikur, síðan tuttugu vikur og þannig hélt ég áfram að telja. Að lokum var ég farin að segja í gríni að ég vissi allavega að ég yrði hætt að kasta upp eftir fjörutíu vikur. Ég held að það hafi hjálpað svolítið að hafa smá húmor fyrir þessu ástandi öllu saman þó svo að suma daga hafi það vissulega reynst mér snúið. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég viðurkenni fúslega að það voru ákveðin viðbrigði að sjá líkamann breytast eins og hann gerði. Ég hafði óstjórnlega mikla matarlyst, borðaði hratt og mikið og naut þess til hins ítrasta. Ég fann auðvitað fyrir miklu orkuleysi, var eðlilega mikið þyngri á mér en vanalega en á sama tíma var ég meðvituð um þá hörkuvinnu sem fælist í því að búa til einstakling. Þó svo að líkaminn sé eðlilega gjörbreyttur eftir meðgöngu, fæðingu, skurðaðgerð og brjóstagjöf og verði líklega aldrei nákvæmlega eins og hann var hef ég aldrei verið stoltari af honum. Ég vildi að ég hefði alltaf séð hann í því ljósi sem ég geri núna. Mér finnst hann hreinlega magnaður og sjálfsagt að hann beri þess merki að hafa eignast barn. Það má því segja að eftir þetta ferli hafi ég fundið fyrir nýtilfundinni virðingu fyrir líkamanum mínum og því sem hann er fær um að gera. Svava segist mjög ánægð með þá heilbrigðisþjónustu sem hún fékk á meðgöngunni og hún hafi alltaf upplifað sig í öruggum höndum. Eitt glas af klökum fyrir svefninn Hvernig finnst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Bara virkilega vel. Ég var með frábæra ljósmóður í mæðraverndinni sem mér fannst virkilega gott að tala við og ég upplifði mig alltaf í öruggum höndum. Þá var ég með stórkostlega heimaljósmóður sem var virkilega mikill stuðningur fyrir okkur fyrstu dagana eftir fæðinguna. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Guð já! Ég var svo innilega svöng alla meðgönguna. Ég man til þess að stundum vaknaði ég og það fyrsta sem kom upp í kollinn á mér var hversu mikið ég hlakkaði til þess að borða þann daginn. Þar voru kolvetni af ýmsu tagi mér ofarlega í huga. Á þessum níu mánuðum hefur líklega sést oftar til mín á pylsuvögnum bæjarins en góðu hófi gegnir. Svo ég tali nú ekki um klakana sem ég gjörsamlega hámaði í mig í tíma og ótíma. Það er mér mjög minnisstætt þegar Hákon fór út í Hagkaup klukkan eitt að nóttu til til þess eins að kaupa klaka því ég sá ekki fyrir mér að geta sofnað án þess að innbyrða eitt glas af klökum fyrir svefninn, furðulegra gerist það ekki. Sameinuðu mikilvægustu konurnar í nafninu Kristín Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei, nefnilega ekki. Þegar við komumst að því að stelpa væri á leiðinni var nafnavalið fremur einfalt. Sá möguleiki var fyrir hendi að dóttir okkar yrði alnafna ömmu sinnar, mömmu Hákonar og gæti líka verið skírð í höfuðið á mömmu minni, Sveinbjörgu. Þá heitir systir mín Birna Kristín, besta vinkona mín Kristín og elskulega amma mín sem ég eyddi bróðurpartinum af meðgöngu minni hjá, Kristjóna, en hún lést skömmu eftir að Kristín Björg fæddist. Við höfðum því þann möguleika að sameina margar af okkar mikilvægustu konum í einu nafni og það fannst mér ótrúlega dýrmætt. Það var líka virkilega gaman að geta fært tengdamömmu minni eina alnöfnu. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Yfirleitt bara spurningar tengdar líðan minni og svo þeir sem þekktu það hvernig meðgangan mín hafði verið spurðu svolítið út í ógleðina og hvort ég væri ekki örugglega hætt að kasta upp. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Í raun undirbjuggum við okkur ekki mikið undir fæðinguna þannig lagað séð. Ég er að vissu leyti þakklát fyrir það þar sem ég tel að ekkert námskeið eða neitt slíkt hefði getað undirbúið okkur fullkomlega undir það hvernig fæðingin þróaðist. Ég hef stundum heyrt það útundan mér að konur upplifi ákveðin vonbrigði ef fæðingin til að mynda endar ekki á þann hátt sem þær sáu fyrir sér eða um er að ræða einhver inngrip. Litla stúlkan fékk nafnið Kristín Björg og er hún alnafna föðurömmu sinnar. Ég skil vel að í því geti verið fólgin ákveðin vonbrigði og það er eðlilegt. Mín reynsla er samt sem áður sú að það er engin leið að segja til um það hvernig fæðingin fer, við erum svo ólíkar og það sama má segja um fæðingar. Maður þarf því svolítið að taka því sem kemur og vinna með það. Ég er því mjög glöð yfir því að hafa farið inn í fæðinguna án allra væntinga og fyrirfram ákveðinna hugmynda um það hvernig ferlið ætti að vera. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Það var klárlega sú tilfinning að finna fyrir einstaklingi vaxa og dafna innra með sér. Mér fannst eitthvað svo notaleg tilfinningin að hafa hana alltaf með mér hvert sem ég fór, vera einhvern veginn aldrei einsömul. Tilfinningin sem fylgdi því að finna fyrir öllum hreyfingunum, spá og spekúlera í því hvernig manneskja hún yrði og yfirhöfuð bara njóta þeirra forréttinda sem það eru að fá að vera ólétt. Í alla staði ólýsanlegt ferli. Gangsetning ellefu dögum eftir settan dag Hvernig gekk fæðingin sjálf? Það má alveg segja að ég sé í raun enn í dag svolítið eftir mig eftir fæðinguna enda tók hún verulega á, bæði andlega og líkamlega. Ég var sett af stað þegar ég var komin ellefu daga fram yfir settan dag. Ég mætti upp á deild og fékk þar töflur sem áttu að koma mér af stað og fór svo aftur heim. Við tók þramm um Álftanesið, þar sem við búum, þvert og endilangt þar sem planið var svo sannarlega að eignast stelpuna okkar sem allra fyrst og vonandi án frekari inngripa. Það kom þó ekki til með að vera raunin þar sem að á þriðja degi gangsetningar hafði mjög lítið gerst. Ég fann fyrir einhverjum verkjum en ekkert til þess að tala um. Við mætum þá upp á deild og fáum þær upplýsingar að við förum ekki þaðan út fyrr en eftir fæðinguna og nú verði allt gert til þess að koma henni af stað. Ellefu dögum eftir settan dag fór Svava í gagnsetningu sem gekk mjög treglega. Mænudeyfingin virkaði ekki Þarna er útvíkkun ekki ennþá orðin mikil þrátt fyrir tvo daga í gangsetningu og sett var upp blaðra sem hafði það hlutverk að auka útvíkkunina svo að mögulegt væri að sprengja belginn. Í framhaldinu missti ég vatnið en næstu klukkustundir hélt framgangurinn áfram að vera lítill og ákveðið var að setja hríðaörvandi dreypi í æð til þess að auka enn fremur á hríðarnar. Á þessum tímapunkti var sársaukinn orðinn það mikill að ákveðið var að setja upp mænudeyfingu sem ég tók af öllu hjarta fagnandi enda orðin dauðþreytt og mikið verkjuð. Það vildi þó ekki betur til en svo að mænudeyfingin er fyrir mistök sett í æð, strax tekin út og sett upp aftur. Það voru því vissulega mikil vonbrigði þegar mænudeyfingin virkaði svo ekki. Þegar hér er komið við sögu eru verkirnir orðnir óbærilegir og minningarnar í ákveðinni móðu. Eftir dágóðan tíma í þessu ástandi urðu ljóðsmæðurnar varar við að nánast ekkert varar við hríðar ef slakað var á hríðaörvandi efninu en um leið og það var sett af stað aftur urðu verkirnir harðir og miklir. Þá var Kristín Björg jafnframt farin að sýna mikil streitumerki og leið ekki vel frekar en móðurinni. Reynt var að setja upp mænudeyfingu aftur en án árangurs, hún hreinlega virkaði ekki á mig. Mænudeyfingin virkaði ekki á Svövu svo að hún þurfti að fara í svæfingu fyrir bráðakeisarann. Grátbað læknana um keisaraskurð Á þessum tímapunkti man ég eftir því að hafa fundið fyrir óstjórnlegri hræðslu, að ekki væri allt eins og það ætti að vera. Ég hafði einhvernveginn á tilfinningunni að það eina rétta í stöðunni væri að fara í bráðakeisara. Sér í lagi í ljósi þess að þarna voru liðnar um það bil nítján klukkustundir frá því að fæðingin hófst á þriðja degi gangsetningar. Fæðingarlæknir bar undir okkur hvort að við vildum bíða örlítið lengur og sjá hvort að einhver framgangur yrði en við Hákon vorum sammála um að við vildum fara beint í keisaraskurð og grátbað ég læknana um að svo mætti verða. Sú ákvörðun endaði síðan með því að vera hin eina rétta þar sem að í ljós kom að Kristín Björg var aldrei á leiðinni niður fæðingarveginn. Hún var pikkföst í grindinni og var aðeins að ýtast neðar inn í hana með tilheyrandi óþægindum fyrir okkur báðar. Þrátt fyrir að vel sæist á henni að hún hefði átt í miklum átökum við komu sína í heiminn endaði hún á því að koma fullkomlega heilbrigð til okkar og ég held að ég geti ekki líst tilfinningunni sem því fylgdi að upplifa svona óendanlega gleði, ást og létti í kjölfar svona mikils ótta. Lítil falleg stelpa loksins komin í fangið á móður sinni sem er hér nývöknuð eftir svæfingu. Sárt að fá ekki barnið í fangið strax eftir fæðingu Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Þegar ég loksins fékk hana í fangið var tilfinningin ólýsanleg, skilyrðislaus ást er það fyrsta sem ég fann fyrir. Ég endaði með því að vera svæfð fyrir keisaraskurðinn þar sem ekki var hægt að setja upp deyfingu hjá mér. Hákon gat því ekki verið viðstaddur fæðinguna og þurfti að fara inn í annað herbergi. Í framhaldi af keisaraskurðinum var farið með Kristínu Björgu beint í fang pabba síns. Eftir á að hyggja var sú upplifun kannski ekki lík þeim upplifunum kvenna í kringum mig sem höfðu líst þeirri ólýsanlegu tilfinningu að sjá barnið sitt koma í heiminn og fá það um leið í fangið eftir öll átökin. Að vissu leyti fannst mér svolítið sárt að fá ekki að upplifa þá stund en á sama tíma var á einhvern hátt svo mikið yfirsterkari sú tilfinning um að allt hefði farið vel. Það er líka ótrúlega dýrmæt minning að sjá Kristínu Björgu svona agnarsmáa í fanginu á pabba sínum þar sem hún starði í augun hans og fá svo í framhaldinu loksins að upplifa þá langþráðu stund að fá hana í fangið. Það er varla hægt að hugsa um þetta allt saman án þess að tárast. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Örugglega að finna fyrir þessu sterka móðureðli sem ég fann strax svo vel fyrir og vissi ekki að ég hefði innra með mér. Ég held ég hafi strax fundið fyrir einhverjum tilgangi sem ég hafði ekki kynnst á sama hátt áður. Þá fann ég um leið fyrir svo sterkri og mikilli ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum litla einstakling og vissi frá og með fyrstu mínútu að það væri ekkert undir sólinni sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera fyrir hana. Rúmir tólf mánuðir eru liðnir og þessi tilfinning hefur bara orðið sterkari. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já, það má kannski alveg segja það. Í samfélaginu okkar er auðvitað ákveðin pressa víða með tilliti til óteljandi þátta og þetta er kannski einn af þeim. Ég held bara að maður þurfi að svolítið að finna sinn milliveg í þessu öllu saman og forðast það að bera sig saman við næsta mann og það sem hann er að gera. Við fengum sumt lánað, keyptum annað notað í bland við nýja hluti og fatnað. Svava segir það hafi komið mikið á óvart hversu fljótt hún hafi fundið fyrir ábyrgðartilfinningunni og sterku móðureðli. Ekki sjálfgefið að geta gefið brjóst Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að fara þá leið? Hún gekk svona upp og ofan. Það er óhætt að segja að öll vinnan í kringum brjóstagjöfina og í raun allt henni tengt hafi komið mér mikið á óvart. Í raun fannst mér brjóstagjöfin oft á tíðum mjög krefjandi. Kristín Björg var mjög ákveðin með það hvar og hvenær hún vildi taka brjóst. Þá þurfti ég mikið að pumpa mig samhliða brjóstagjöfinni þar sem mér fannst ég missa hana svolítið niður ef ég gerði það ekki. Við áttum sannarlega margar mjög dýrmætar og notalegar stundir í brjóstagjöfinni en um leið voru líka margir dagar sem tóku svolítið á. Við náðum þó að halda henni gangandi í níu og hálfan mánuð sem ég er virkilega þakklát fyrir. Ég vil þó taka það fram að ég veit frá fyrstu hendi af þeirri miklu pressu sem er víða í samfélaginu með tilliti til brjóstagjafar. Hvert sem litið er fáum við mæður þau skilaboð að brjóstamjólk sé sú allra besta fæða sem barnið okkar getur fengið og okkar hlutverk sé svolítið að láta brjóstagjöfina ganga upp. Það finnst mér vera óraunhæfar kröfur til kvenna þar sem staðreyndin er einfaldlega sú að brjóstagjöf gengur ekki alltaf upp sama hversu mikið konur leggja á sig. Svo eru ekki allar konur kjósa það að gefa brjóst. Svava segist þakklát fyrir að hafa getað gefið brjóst en Kristín Björg var á brjósti til níu og hálfs mánaða. Aðstæður eru ólíkar og það að geta gefið brjóst er ekki sjálfgefið. Þegar brjóstagjöf ekki gengur er að sjálfsögðu ekki neitt annað í stöðunni en að veita barninu það sem það þarfnast með öðru móti. Ég heyrði einhversstaðar á meðgöngunni þegar verið var að tala um brjóstagjöf að ef barni væri veitt það næstbesta það sem eftir væri af lífi þess kæmi það til með að lifa virkilega góðu lífi. Þesssi setning er mjög viðeigandi hér. Ekki neitt sem heitir að vera hin fullkomna móðir Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, það finnst mér. Ég held að sambandið sé á einhvern hátt nánara og innilegra eftir þessa reynslu. Við höfum gengið í gegnum hana saman frá fyrsta degi og mér finnst það bara hafa styrkt sambandið og þroskað það. Bæði meðgangan og fæðingin var auðvitað mjög krefjandi og ég upplifði það mjög sterkt hversu dýrmætt það var að hafa mann mér við hlið sem studdi mig alla daga og stappaði í mig stálinu sama hvert ástandið var á mér. Þá hefur mér jafnframt fundist ótrúlega magnað að sjá Hákon í þessu nýja hlutverki og er ennþá þakklátari fyrir hann þegar ég sé hann takast á við föðurhlutverkið á þann hátt sem hann gerir. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Kannski fyrst og síðast að treysta eigin innsæi og fylgja því þegar kemur að barninu. Allir eru boðnir og búnir til þess að veita þér hin ýmsu ráð er varða allt á milli himins og jarðar en enginn þekkir barnið þitt betur en þú sjálf. Mér fannst gott að reyna að mæta sjálfri mér af skilningi og reyna að forðast það að vera of hörð við mig. Það er ekki til neitt sem heitir hin fullkomna móðir sem gerir alltaf allt rétt. Maður reynir alla daga að gera sitt besta og það er það besta sem maður getur gert á hverjum tíma fyrir sig. Í því samhengi er mikilvægt að fylgja hjartanu og treysta því að það leiði mann þangað sem maður á að fara. Þá hefur mér jafnframt fundist ótrúlega mikilvægt að njóta augnabliksins og reyna eftir fremsta megni að vera hér og nú. Ég hef aldrei upplifað það eins sterkt og síðastliðið ár hversu hratt tíminn líður. Þessi tími með barninu er svo dýrmætur og maður fær hann aldrei aftur. Það eru auðvitað hæðir og lægðir í þessu öllu saman, erfiðir tímar og auðveldari tímar. Stundum óendanleg gleði og hamingja og síðan miklar áhyggjur af hinu og þessu sem halda jafnvel fyrir manni vöku þegar maður þarf hvað mest á svefninum að halda. Móðurhlutverkið er sannarlega krefjandi en svo gefandi og magnað á sama tíma jafnast ekkert í heiminum á við það. Svava og Hákon Atli nánari og sterkari eftir að hafa orðið foreldrar. Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. maí 2021 14:06 „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ „Ég verð að segja að ég leyfði heimsfaraldrinum að hafa mjög mikil áhrif á mína upplifun af meðgöngu og sængurlegu, það situr smá í mér,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir í viðtali við Vísi. 3. apríl 2021 13:10 Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ „Það kom mér á óvart hvað ég varð stolt af sjálfri mér. Allar þessar nýju tilfinningar komu líka á óvart þrátt fyrir að hafa heyrt um þær. Hvað það er hægt að elska mikið og hvað ég þráði frá fyrsta degi að veita henni alla heimsins ást og öryggi,“ segir Jóna Kristín Birgisdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 17. mars 2021 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Svava Guðrún og kærasti hennar Hákon Atli Hallfreðsson eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun síðasta árs. Meðgangan sjálf var enginn dans á rósum þó svo að allt hafi farið vel á endanum en Svava þurfti að takast á við mikla ógleði og uppköst nánast alla meðgönguna. Svava stundar nám í heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Hákon Atli starfar sem styrktar- og fótboltaþjálfari hjá FH. „Þegar ég hef lokið meistararitgerðinni minni er stefnan sett á það að klára master í klínsískri sálfræði og tvinna þetta nám mitt saman við eitthvað áhugavert starf í framtíðinni.“ Ég hef mikinn áhuga á því að vinna með einstaklingum sem orðið hafa fyrir áföllum og ofbeldi á sinni lífsleið og hef unnið undanfarin ár með ungmennum með fjölþættan vanda. Það hefur verið bæði gefandi og gríðarlega áhugavert starf sem hefur bæði kennt mér mikið um sjálfa mig og aðra. Svava stundar nám í heilbrigðisvísindum með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Hún stefnir einnig á mastersnám í klínískri sálfræði. Fyrsta bylgja heimsfaraldurs hófst á síðari hluta meðgöngunnar og segist Svava þá aðallega hafa óttast það að hún myndi hafa áhrif á fæðinguna sjálfa. Ég var hrædd um að það yrðu sett einhver höft á viðveru Hákonar í fæðingunni en svo fór ekki. Ég endaði í bráðakeisaraskurði og því urðum við að dvelja tvær nætur á sængurlegudeild. Einmitt daginn sem við erum útskrifuð greinist einstaklingur sem hafði dvalið þar inni og þá voru gerðar nýjar ráðstafanir. „Sem betur fer rétt sluppum við og fengum að vera saman fjölskyldan þennan tíma sem við dvöldum þar. Þegar heim var komið héldum við okkur í litlu búbblunni okkar og fengum auðvitað nánast engar heimsóknir þar sem mælst var á móti því.“ Þó svo að henni hafi fundist yndislegt að vera bara þrjú saman segist Svava hafa saknað þess að geta ekki fengið nánustu ættingja í heimsókn til þess að deila gleðinni. „Við reyndum þó að gera eins gott úr þessu og mögulegt var og vorum svo heppin að eiga fólk í okkar innsta hring sem kom dag eftir dag með eitthvað skemmtilegt sem það skildi eftir fyrir utan hurðina. Síðan var Facetime mikið notað til þess að kynna nýjasta fjölskyldumeðliminn fyrir fólkinu sínu.“ Kristín Björg kom í heiminn í byrjun fyrstu bylgju heimsfaraldurs og segir Svava það hafa verið töluvert erfitt að geta ekki fengið nánustu ættingja í heimsókn til þess að deila gleðinni. Hér fyrir neðan svarar Svava spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. „Við erum ólétt!“ Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég var komin nokkra daga framyfir minn reglulega tíðahring og ákvað því að taka óléttupróf en ég er vön því að vera frekar regluleg. Ég tek próf, við bíðum aðeins og í fljótfærni horfum við bæði á það og sjáum aðeins eina sýnilega línu. Þar sem við bjuggumst ekki endilega við því að prófið yrði jákvætt létum við þar við sitja og lögðum það frá okkur. Eftir smá tíma fer ég fram þar sem prófið liggur á borðinu, ég horfi á það og sé, mér til mikillar undrunar, tvær línur. Í framhaldi kalla ég mjög eftirminnilega á Hákon: „Við erum ólétt!“. Hákon sprettur fram á ógnarhraða og við gleðjumst innilega yfir þessum fréttum enda var barn mjög velkomið. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég fór mjög fljótlega að finna fyrir virkilega mikilli ógleði og kastaði mikið upp, eitthvað sem átti eftir að fylgja mér meirihluta meðgöngunnar. Ég fann líka fyrir mikilli þreytu og fannst ég ólík sjálfri mér, kannski ekkert óeðlilegt þegar maður nær að halda svo litlu niðri. Ég held að það sem hafi virkilega haldið mér gangandi hafi verið trúin á því að þetta tæki enda og yrði vel þess virði. Svava er stolt af líkama sínum eftir að hafa gengið í gegnum meðgöngu og fæðingu. Hún segist óska þess að hún hefði alltaf geta séð hann í því ljósi sem hún gerir í dag. Aldrei verið stoltari af líkama sínum Fyrst um sinn hugsaði ég að uppköstin tækju enda eftir tólf vikur, síðan tuttugu vikur og þannig hélt ég áfram að telja. Að lokum var ég farin að segja í gríni að ég vissi allavega að ég yrði hætt að kasta upp eftir fjörutíu vikur. Ég held að það hafi hjálpað svolítið að hafa smá húmor fyrir þessu ástandi öllu saman þó svo að suma daga hafi það vissulega reynst mér snúið. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég viðurkenni fúslega að það voru ákveðin viðbrigði að sjá líkamann breytast eins og hann gerði. Ég hafði óstjórnlega mikla matarlyst, borðaði hratt og mikið og naut þess til hins ítrasta. Ég fann auðvitað fyrir miklu orkuleysi, var eðlilega mikið þyngri á mér en vanalega en á sama tíma var ég meðvituð um þá hörkuvinnu sem fælist í því að búa til einstakling. Þó svo að líkaminn sé eðlilega gjörbreyttur eftir meðgöngu, fæðingu, skurðaðgerð og brjóstagjöf og verði líklega aldrei nákvæmlega eins og hann var hef ég aldrei verið stoltari af honum. Ég vildi að ég hefði alltaf séð hann í því ljósi sem ég geri núna. Mér finnst hann hreinlega magnaður og sjálfsagt að hann beri þess merki að hafa eignast barn. Það má því segja að eftir þetta ferli hafi ég fundið fyrir nýtilfundinni virðingu fyrir líkamanum mínum og því sem hann er fær um að gera. Svava segist mjög ánægð með þá heilbrigðisþjónustu sem hún fékk á meðgöngunni og hún hafi alltaf upplifað sig í öruggum höndum. Eitt glas af klökum fyrir svefninn Hvernig finnst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Bara virkilega vel. Ég var með frábæra ljósmóður í mæðraverndinni sem mér fannst virkilega gott að tala við og ég upplifði mig alltaf í öruggum höndum. Þá var ég með stórkostlega heimaljósmóður sem var virkilega mikill stuðningur fyrir okkur fyrstu dagana eftir fæðinguna. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Guð já! Ég var svo innilega svöng alla meðgönguna. Ég man til þess að stundum vaknaði ég og það fyrsta sem kom upp í kollinn á mér var hversu mikið ég hlakkaði til þess að borða þann daginn. Þar voru kolvetni af ýmsu tagi mér ofarlega í huga. Á þessum níu mánuðum hefur líklega sést oftar til mín á pylsuvögnum bæjarins en góðu hófi gegnir. Svo ég tali nú ekki um klakana sem ég gjörsamlega hámaði í mig í tíma og ótíma. Það er mér mjög minnisstætt þegar Hákon fór út í Hagkaup klukkan eitt að nóttu til til þess eins að kaupa klaka því ég sá ekki fyrir mér að geta sofnað án þess að innbyrða eitt glas af klökum fyrir svefninn, furðulegra gerist það ekki. Sameinuðu mikilvægustu konurnar í nafninu Kristín Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei, nefnilega ekki. Þegar við komumst að því að stelpa væri á leiðinni var nafnavalið fremur einfalt. Sá möguleiki var fyrir hendi að dóttir okkar yrði alnafna ömmu sinnar, mömmu Hákonar og gæti líka verið skírð í höfuðið á mömmu minni, Sveinbjörgu. Þá heitir systir mín Birna Kristín, besta vinkona mín Kristín og elskulega amma mín sem ég eyddi bróðurpartinum af meðgöngu minni hjá, Kristjóna, en hún lést skömmu eftir að Kristín Björg fæddist. Við höfðum því þann möguleika að sameina margar af okkar mikilvægustu konum í einu nafni og það fannst mér ótrúlega dýrmætt. Það var líka virkilega gaman að geta fært tengdamömmu minni eina alnöfnu. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Yfirleitt bara spurningar tengdar líðan minni og svo þeir sem þekktu það hvernig meðgangan mín hafði verið spurðu svolítið út í ógleðina og hvort ég væri ekki örugglega hætt að kasta upp. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Í raun undirbjuggum við okkur ekki mikið undir fæðinguna þannig lagað séð. Ég er að vissu leyti þakklát fyrir það þar sem ég tel að ekkert námskeið eða neitt slíkt hefði getað undirbúið okkur fullkomlega undir það hvernig fæðingin þróaðist. Ég hef stundum heyrt það útundan mér að konur upplifi ákveðin vonbrigði ef fæðingin til að mynda endar ekki á þann hátt sem þær sáu fyrir sér eða um er að ræða einhver inngrip. Litla stúlkan fékk nafnið Kristín Björg og er hún alnafna föðurömmu sinnar. Ég skil vel að í því geti verið fólgin ákveðin vonbrigði og það er eðlilegt. Mín reynsla er samt sem áður sú að það er engin leið að segja til um það hvernig fæðingin fer, við erum svo ólíkar og það sama má segja um fæðingar. Maður þarf því svolítið að taka því sem kemur og vinna með það. Ég er því mjög glöð yfir því að hafa farið inn í fæðinguna án allra væntinga og fyrirfram ákveðinna hugmynda um það hvernig ferlið ætti að vera. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Það var klárlega sú tilfinning að finna fyrir einstaklingi vaxa og dafna innra með sér. Mér fannst eitthvað svo notaleg tilfinningin að hafa hana alltaf með mér hvert sem ég fór, vera einhvern veginn aldrei einsömul. Tilfinningin sem fylgdi því að finna fyrir öllum hreyfingunum, spá og spekúlera í því hvernig manneskja hún yrði og yfirhöfuð bara njóta þeirra forréttinda sem það eru að fá að vera ólétt. Í alla staði ólýsanlegt ferli. Gangsetning ellefu dögum eftir settan dag Hvernig gekk fæðingin sjálf? Það má alveg segja að ég sé í raun enn í dag svolítið eftir mig eftir fæðinguna enda tók hún verulega á, bæði andlega og líkamlega. Ég var sett af stað þegar ég var komin ellefu daga fram yfir settan dag. Ég mætti upp á deild og fékk þar töflur sem áttu að koma mér af stað og fór svo aftur heim. Við tók þramm um Álftanesið, þar sem við búum, þvert og endilangt þar sem planið var svo sannarlega að eignast stelpuna okkar sem allra fyrst og vonandi án frekari inngripa. Það kom þó ekki til með að vera raunin þar sem að á þriðja degi gangsetningar hafði mjög lítið gerst. Ég fann fyrir einhverjum verkjum en ekkert til þess að tala um. Við mætum þá upp á deild og fáum þær upplýsingar að við förum ekki þaðan út fyrr en eftir fæðinguna og nú verði allt gert til þess að koma henni af stað. Ellefu dögum eftir settan dag fór Svava í gagnsetningu sem gekk mjög treglega. Mænudeyfingin virkaði ekki Þarna er útvíkkun ekki ennþá orðin mikil þrátt fyrir tvo daga í gangsetningu og sett var upp blaðra sem hafði það hlutverk að auka útvíkkunina svo að mögulegt væri að sprengja belginn. Í framhaldinu missti ég vatnið en næstu klukkustundir hélt framgangurinn áfram að vera lítill og ákveðið var að setja hríðaörvandi dreypi í æð til þess að auka enn fremur á hríðarnar. Á þessum tímapunkti var sársaukinn orðinn það mikill að ákveðið var að setja upp mænudeyfingu sem ég tók af öllu hjarta fagnandi enda orðin dauðþreytt og mikið verkjuð. Það vildi þó ekki betur til en svo að mænudeyfingin er fyrir mistök sett í æð, strax tekin út og sett upp aftur. Það voru því vissulega mikil vonbrigði þegar mænudeyfingin virkaði svo ekki. Þegar hér er komið við sögu eru verkirnir orðnir óbærilegir og minningarnar í ákveðinni móðu. Eftir dágóðan tíma í þessu ástandi urðu ljóðsmæðurnar varar við að nánast ekkert varar við hríðar ef slakað var á hríðaörvandi efninu en um leið og það var sett af stað aftur urðu verkirnir harðir og miklir. Þá var Kristín Björg jafnframt farin að sýna mikil streitumerki og leið ekki vel frekar en móðurinni. Reynt var að setja upp mænudeyfingu aftur en án árangurs, hún hreinlega virkaði ekki á mig. Mænudeyfingin virkaði ekki á Svövu svo að hún þurfti að fara í svæfingu fyrir bráðakeisarann. Grátbað læknana um keisaraskurð Á þessum tímapunkti man ég eftir því að hafa fundið fyrir óstjórnlegri hræðslu, að ekki væri allt eins og það ætti að vera. Ég hafði einhvernveginn á tilfinningunni að það eina rétta í stöðunni væri að fara í bráðakeisara. Sér í lagi í ljósi þess að þarna voru liðnar um það bil nítján klukkustundir frá því að fæðingin hófst á þriðja degi gangsetningar. Fæðingarlæknir bar undir okkur hvort að við vildum bíða örlítið lengur og sjá hvort að einhver framgangur yrði en við Hákon vorum sammála um að við vildum fara beint í keisaraskurð og grátbað ég læknana um að svo mætti verða. Sú ákvörðun endaði síðan með því að vera hin eina rétta þar sem að í ljós kom að Kristín Björg var aldrei á leiðinni niður fæðingarveginn. Hún var pikkföst í grindinni og var aðeins að ýtast neðar inn í hana með tilheyrandi óþægindum fyrir okkur báðar. Þrátt fyrir að vel sæist á henni að hún hefði átt í miklum átökum við komu sína í heiminn endaði hún á því að koma fullkomlega heilbrigð til okkar og ég held að ég geti ekki líst tilfinningunni sem því fylgdi að upplifa svona óendanlega gleði, ást og létti í kjölfar svona mikils ótta. Lítil falleg stelpa loksins komin í fangið á móður sinni sem er hér nývöknuð eftir svæfingu. Sárt að fá ekki barnið í fangið strax eftir fæðingu Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Þegar ég loksins fékk hana í fangið var tilfinningin ólýsanleg, skilyrðislaus ást er það fyrsta sem ég fann fyrir. Ég endaði með því að vera svæfð fyrir keisaraskurðinn þar sem ekki var hægt að setja upp deyfingu hjá mér. Hákon gat því ekki verið viðstaddur fæðinguna og þurfti að fara inn í annað herbergi. Í framhaldi af keisaraskurðinum var farið með Kristínu Björgu beint í fang pabba síns. Eftir á að hyggja var sú upplifun kannski ekki lík þeim upplifunum kvenna í kringum mig sem höfðu líst þeirri ólýsanlegu tilfinningu að sjá barnið sitt koma í heiminn og fá það um leið í fangið eftir öll átökin. Að vissu leyti fannst mér svolítið sárt að fá ekki að upplifa þá stund en á sama tíma var á einhvern hátt svo mikið yfirsterkari sú tilfinning um að allt hefði farið vel. Það er líka ótrúlega dýrmæt minning að sjá Kristínu Björgu svona agnarsmáa í fanginu á pabba sínum þar sem hún starði í augun hans og fá svo í framhaldinu loksins að upplifa þá langþráðu stund að fá hana í fangið. Það er varla hægt að hugsa um þetta allt saman án þess að tárast. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Örugglega að finna fyrir þessu sterka móðureðli sem ég fann strax svo vel fyrir og vissi ekki að ég hefði innra með mér. Ég held ég hafi strax fundið fyrir einhverjum tilgangi sem ég hafði ekki kynnst á sama hátt áður. Þá fann ég um leið fyrir svo sterkri og mikilli ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum litla einstakling og vissi frá og með fyrstu mínútu að það væri ekkert undir sólinni sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera fyrir hana. Rúmir tólf mánuðir eru liðnir og þessi tilfinning hefur bara orðið sterkari. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já, það má kannski alveg segja það. Í samfélaginu okkar er auðvitað ákveðin pressa víða með tilliti til óteljandi þátta og þetta er kannski einn af þeim. Ég held bara að maður þurfi að svolítið að finna sinn milliveg í þessu öllu saman og forðast það að bera sig saman við næsta mann og það sem hann er að gera. Við fengum sumt lánað, keyptum annað notað í bland við nýja hluti og fatnað. Svava segir það hafi komið mikið á óvart hversu fljótt hún hafi fundið fyrir ábyrgðartilfinningunni og sterku móðureðli. Ekki sjálfgefið að geta gefið brjóst Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að fara þá leið? Hún gekk svona upp og ofan. Það er óhætt að segja að öll vinnan í kringum brjóstagjöfina og í raun allt henni tengt hafi komið mér mikið á óvart. Í raun fannst mér brjóstagjöfin oft á tíðum mjög krefjandi. Kristín Björg var mjög ákveðin með það hvar og hvenær hún vildi taka brjóst. Þá þurfti ég mikið að pumpa mig samhliða brjóstagjöfinni þar sem mér fannst ég missa hana svolítið niður ef ég gerði það ekki. Við áttum sannarlega margar mjög dýrmætar og notalegar stundir í brjóstagjöfinni en um leið voru líka margir dagar sem tóku svolítið á. Við náðum þó að halda henni gangandi í níu og hálfan mánuð sem ég er virkilega þakklát fyrir. Ég vil þó taka það fram að ég veit frá fyrstu hendi af þeirri miklu pressu sem er víða í samfélaginu með tilliti til brjóstagjafar. Hvert sem litið er fáum við mæður þau skilaboð að brjóstamjólk sé sú allra besta fæða sem barnið okkar getur fengið og okkar hlutverk sé svolítið að láta brjóstagjöfina ganga upp. Það finnst mér vera óraunhæfar kröfur til kvenna þar sem staðreyndin er einfaldlega sú að brjóstagjöf gengur ekki alltaf upp sama hversu mikið konur leggja á sig. Svo eru ekki allar konur kjósa það að gefa brjóst. Svava segist þakklát fyrir að hafa getað gefið brjóst en Kristín Björg var á brjósti til níu og hálfs mánaða. Aðstæður eru ólíkar og það að geta gefið brjóst er ekki sjálfgefið. Þegar brjóstagjöf ekki gengur er að sjálfsögðu ekki neitt annað í stöðunni en að veita barninu það sem það þarfnast með öðru móti. Ég heyrði einhversstaðar á meðgöngunni þegar verið var að tala um brjóstagjöf að ef barni væri veitt það næstbesta það sem eftir væri af lífi þess kæmi það til með að lifa virkilega góðu lífi. Þesssi setning er mjög viðeigandi hér. Ekki neitt sem heitir að vera hin fullkomna móðir Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Já, það finnst mér. Ég held að sambandið sé á einhvern hátt nánara og innilegra eftir þessa reynslu. Við höfum gengið í gegnum hana saman frá fyrsta degi og mér finnst það bara hafa styrkt sambandið og þroskað það. Bæði meðgangan og fæðingin var auðvitað mjög krefjandi og ég upplifði það mjög sterkt hversu dýrmætt það var að hafa mann mér við hlið sem studdi mig alla daga og stappaði í mig stálinu sama hvert ástandið var á mér. Þá hefur mér jafnframt fundist ótrúlega magnað að sjá Hákon í þessu nýja hlutverki og er ennþá þakklátari fyrir hann þegar ég sé hann takast á við föðurhlutverkið á þann hátt sem hann gerir. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Kannski fyrst og síðast að treysta eigin innsæi og fylgja því þegar kemur að barninu. Allir eru boðnir og búnir til þess að veita þér hin ýmsu ráð er varða allt á milli himins og jarðar en enginn þekkir barnið þitt betur en þú sjálf. Mér fannst gott að reyna að mæta sjálfri mér af skilningi og reyna að forðast það að vera of hörð við mig. Það er ekki til neitt sem heitir hin fullkomna móðir sem gerir alltaf allt rétt. Maður reynir alla daga að gera sitt besta og það er það besta sem maður getur gert á hverjum tíma fyrir sig. Í því samhengi er mikilvægt að fylgja hjartanu og treysta því að það leiði mann þangað sem maður á að fara. Þá hefur mér jafnframt fundist ótrúlega mikilvægt að njóta augnabliksins og reyna eftir fremsta megni að vera hér og nú. Ég hef aldrei upplifað það eins sterkt og síðastliðið ár hversu hratt tíminn líður. Þessi tími með barninu er svo dýrmætur og maður fær hann aldrei aftur. Það eru auðvitað hæðir og lægðir í þessu öllu saman, erfiðir tímar og auðveldari tímar. Stundum óendanleg gleði og hamingja og síðan miklar áhyggjur af hinu og þessu sem halda jafnvel fyrir manni vöku þegar maður þarf hvað mest á svefninum að halda. Móðurhlutverkið er sannarlega krefjandi en svo gefandi og magnað á sama tíma jafnast ekkert í heiminum á við það. Svava og Hákon Atli nánari og sterkari eftir að hafa orðið foreldrar.
Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. maí 2021 14:06 „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ „Ég verð að segja að ég leyfði heimsfaraldrinum að hafa mjög mikil áhrif á mína upplifun af meðgöngu og sængurlegu, það situr smá í mér,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir í viðtali við Vísi. 3. apríl 2021 13:10 Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ „Það kom mér á óvart hvað ég varð stolt af sjálfri mér. Allar þessar nýju tilfinningar komu líka á óvart þrátt fyrir að hafa heyrt um þær. Hvað það er hægt að elska mikið og hvað ég þráði frá fyrsta degi að veita henni alla heimsins ást og öryggi,“ segir Jóna Kristín Birgisdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 17. mars 2021 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. maí 2021 14:06
„Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ „Ég verð að segja að ég leyfði heimsfaraldrinum að hafa mjög mikil áhrif á mína upplifun af meðgöngu og sængurlegu, það situr smá í mér,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir í viðtali við Vísi. 3. apríl 2021 13:10
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ „Það kom mér á óvart hvað ég varð stolt af sjálfri mér. Allar þessar nýju tilfinningar komu líka á óvart þrátt fyrir að hafa heyrt um þær. Hvað það er hægt að elska mikið og hvað ég þráði frá fyrsta degi að veita henni alla heimsins ást og öryggi,“ segir Jóna Kristín Birgisdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 17. mars 2021 20:00