Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. maí 2021 07:01 Biden hafði áður boðað að daglegt líf yrði komið í fastar skorður 4. júlí. epa/Alex Edelman Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. Þá vill forsetinn bjóða upp á bóluefni fyrir börn á aldrinum tólf til sautján ára svo fljótt sem auðið er. Til að þetta gangi eftir þarf að vera búið að bólusetja 160 milljónir manna áður en fjórði júlí rennur upp og segja sérfræðingar það vel mögulegt, enda er búið að bólusetja um 105 milljónir nú þegar. Eins og staðan er í dag eru um það bil milljón einstaklingar bólusettir daglega í landinu. Það hefur hinsvegar hægt verulega á straumnum í bólusetningu undanfarnar vikur og segir Biden því mikilvægt að fá þá sem efast um gildi bólusetninga til að slást í hópinn. „Eftir tvo mánuði skulum við fagna sjálfstæði okkar sem þjóðar og sjálfstæði okkar frá þessari veiru. Við getum þetta. Við munum klára þetta,“ sagði forsetinn á mánudag. Stjórnvöld vestanhafs hafa opnað nýja vefsíðu til að aðstoða fólk við að finna stað þar sem það getur fengið bólusetningu. Þá hefur ný símaþjónusta einnig verið tekin í notkun, þar sem fólk getur gefið upp póstnúmer og fengið upplýsingar. Ef bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin heimilar bólusetningar barna, verður hægt að nálgast þær hjá barnalæknum og í 15 þúsund lyfjaverslunum. Um 17 milljón Bandaríkjamenn eru á aldrinum tólf til fimmtán ára og hefur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, sagt að líklega verði að bólusetja þann hóp áður en hægt verður að hverfa aftur til „eðlilegs lífs“. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Þá vill forsetinn bjóða upp á bóluefni fyrir börn á aldrinum tólf til sautján ára svo fljótt sem auðið er. Til að þetta gangi eftir þarf að vera búið að bólusetja 160 milljónir manna áður en fjórði júlí rennur upp og segja sérfræðingar það vel mögulegt, enda er búið að bólusetja um 105 milljónir nú þegar. Eins og staðan er í dag eru um það bil milljón einstaklingar bólusettir daglega í landinu. Það hefur hinsvegar hægt verulega á straumnum í bólusetningu undanfarnar vikur og segir Biden því mikilvægt að fá þá sem efast um gildi bólusetninga til að slást í hópinn. „Eftir tvo mánuði skulum við fagna sjálfstæði okkar sem þjóðar og sjálfstæði okkar frá þessari veiru. Við getum þetta. Við munum klára þetta,“ sagði forsetinn á mánudag. Stjórnvöld vestanhafs hafa opnað nýja vefsíðu til að aðstoða fólk við að finna stað þar sem það getur fengið bólusetningu. Þá hefur ný símaþjónusta einnig verið tekin í notkun, þar sem fólk getur gefið upp póstnúmer og fengið upplýsingar. Ef bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin heimilar bólusetningar barna, verður hægt að nálgast þær hjá barnalæknum og í 15 þúsund lyfjaverslunum. Um 17 milljón Bandaríkjamenn eru á aldrinum tólf til fimmtán ára og hefur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, sagt að líklega verði að bólusetja þann hóp áður en hægt verður að hverfa aftur til „eðlilegs lífs“.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira