NBA dagsins: Segir að hin liðin í deildinni séu skíthrædd við Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 15:00 Stephen Curry var frábær í sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans í nótt. 41 stig, átta þristar og átta stoðsendingar. AP/Gerald Herbert Stephen Curry hefur boðið upp á skotsýningu á endurkomutímabilinu sínu eftir að hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Curry skoraði 41 stig í nótt þegar Golden State Warriors vann mikilvægan 123-104 sigur á New Orleans Pelicans en liðin eru að keppa á svipuðum slóðum um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Þetta var níundi leikur Curry á leiktíðinni þar sem hann skorað fjörutíu stig eða meira þar af í sjötta sinn í síðustu fimmtán leikjum. Stórskyttan skoraði átta þrista í leiknum en hann átti einnig átta stoðsendingar á félaga sína. Draymond Green, liðsfélagi Stephen Curry, bauð sjálfur upp á þrennu í leiknum en talaði vel um skotbakvörðinn sinn eftir leik. „Í hvert skipti sem þú ferð inn á völlinn með Steph Curry þá hefur þú ákveðið forskot,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. „Hin liðin eru skíthrædd við hann og þá skiptir ekki máli hvar hann er á vellinum eða hvert hann fer. Maður sem þannig aðdráttarafl færir liði sínu mikinn þunga,“ sagði Green. „Ég vildi ekki vilja mæta liði með Steph Curry innanborðs. Við vitum öll hvað hann getur gert. Gæinn getur tekið yfir leik og gert öllum liðum í NBA deildinni erfitt fyrir,“ sagði Draymond Green sem var með 15 stoðsendingar, 13 fráköst og 10 stig í nótt. Curry, sem er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á tímabilinu, var með 37,3 stig að meðaltali í apríl þar sem hann setti nýtt met með því að skora 96 þriggja stiga körfur. Hann hefur síðan skorað 71 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í maí. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigurleik Golden State Warriors en eins má sjá þegar Los Angeles Lakers vann Denver Nuggets, þegar Russel Westbrook bauð upp á tröllaþrennu í sigri Washington Wizards á Indiana Pavcers (14 stig, 21 frákast og 24 stoðsendingar) sem og reynsluboltann Derrick Rose fara á kostum í tólfta sigri New York Knicks í síðustu þrettán leikjum. Þá fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar úr allri NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 3. maí 2021) NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Curry skoraði 41 stig í nótt þegar Golden State Warriors vann mikilvægan 123-104 sigur á New Orleans Pelicans en liðin eru að keppa á svipuðum slóðum um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Þetta var níundi leikur Curry á leiktíðinni þar sem hann skorað fjörutíu stig eða meira þar af í sjötta sinn í síðustu fimmtán leikjum. Stórskyttan skoraði átta þrista í leiknum en hann átti einnig átta stoðsendingar á félaga sína. Draymond Green, liðsfélagi Stephen Curry, bauð sjálfur upp á þrennu í leiknum en talaði vel um skotbakvörðinn sinn eftir leik. „Í hvert skipti sem þú ferð inn á völlinn með Steph Curry þá hefur þú ákveðið forskot,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. „Hin liðin eru skíthrædd við hann og þá skiptir ekki máli hvar hann er á vellinum eða hvert hann fer. Maður sem þannig aðdráttarafl færir liði sínu mikinn þunga,“ sagði Green. „Ég vildi ekki vilja mæta liði með Steph Curry innanborðs. Við vitum öll hvað hann getur gert. Gæinn getur tekið yfir leik og gert öllum liðum í NBA deildinni erfitt fyrir,“ sagði Draymond Green sem var með 15 stoðsendingar, 13 fráköst og 10 stig í nótt. Curry, sem er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á tímabilinu, var með 37,3 stig að meðaltali í apríl þar sem hann setti nýtt met með því að skora 96 þriggja stiga körfur. Hann hefur síðan skorað 71 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í maí. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigurleik Golden State Warriors en eins má sjá þegar Los Angeles Lakers vann Denver Nuggets, þegar Russel Westbrook bauð upp á tröllaþrennu í sigri Washington Wizards á Indiana Pavcers (14 stig, 21 frákast og 24 stoðsendingar) sem og reynsluboltann Derrick Rose fara á kostum í tólfta sigri New York Knicks í síðustu þrettán leikjum. Þá fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar úr allri NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 3. maí 2021)
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum