Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 11:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur til að ná aðeins betur stjórn á stöðu faraldursins innanlands en Svandís ákvað að framlengja núgildandi aðgerðir um eina viku. Þetta sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís telur að forsendur verði til þess að taka skref til afléttingar á aðgerðum innanlands í næstu viku í samræmi við áætlanir stjórnvalda. Tekur hún þar undir það sem sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til ráðherra. „Þó að vel hafi gengið að halda faraldrinum í skefjum hér að undanförnu þá tel ég ráðlegt að fara varlega í allar afléttingar á takmörkunum innanlands þannig að ekki komi bakslag í útbreiðslu sýkinga. Hins vegar eru, að öllum líkindum, allar forsendur til þess að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar á komandi vikum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Muni líklega hefja bólusetningu með slembiúrtaki Svandís sagði það mjög jákvætt að smit hafi fyrst og fremst verið að greinast í sóttkví undanfarna daga. Þá hafi bólusetning gengið vel og tekið fram úr áætlunum ríkisstjórnarinnar. Svandís vonast til að geta haldið áfram að aflétta aðgerðum innanlands sem fyrst. Ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekin á allra næstu dögum en niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til að með þeim hætti verði hægt að ná hjarðónæmi fyrr. Að sögn Svandísar verður að öllum líkindum ákveðið að fara dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa lýkur. Samanborið við núverandi áætlun gæti slík aðferð að jafnaði flýtt eða seinkað bólusetningu einstaklinga um tvær vikur. Núgildandi takmarkanir Áfram mun almennt vera tuttugu manna hámarksfjöldi í hverju rými út 12. maí næstkomandi. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að taka á móti helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk þess sem íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar án áhorfenda. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, eru heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga eru 30 manns en 100 manns mega vera viðstaddir útfarir. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til klukkan 21 og hafa að hámarki 30 gesti í rými með 2 metra nálægðarmörkum. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Bein útsending: Svandís ræðir breytingar á aðgerðum innanlands Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 4. maí 2021 10:32 Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur til að ná aðeins betur stjórn á stöðu faraldursins innanlands en Svandís ákvað að framlengja núgildandi aðgerðir um eina viku. Þetta sagði hún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís telur að forsendur verði til þess að taka skref til afléttingar á aðgerðum innanlands í næstu viku í samræmi við áætlanir stjórnvalda. Tekur hún þar undir það sem sóttvarnalæknir sagði í minnisblaði sínu til ráðherra. „Þó að vel hafi gengið að halda faraldrinum í skefjum hér að undanförnu þá tel ég ráðlegt að fara varlega í allar afléttingar á takmörkunum innanlands þannig að ekki komi bakslag í útbreiðslu sýkinga. Hins vegar eru, að öllum líkindum, allar forsendur til þess að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar á komandi vikum,“ segir í minnisblaði Þórólfs. Muni líklega hefja bólusetningu með slembiúrtaki Svandís sagði það mjög jákvætt að smit hafi fyrst og fremst verið að greinast í sóttkví undanfarna daga. Þá hafi bólusetning gengið vel og tekið fram úr áætlunum ríkisstjórnarinnar. Svandís vonast til að geta haldið áfram að aflétta aðgerðum innanlands sem fyrst. Ákvörðun um hvort farið verði í slembiúrtak í bólusetningum verður tekin á allra næstu dögum en niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til að með þeim hætti verði hægt að ná hjarðónæmi fyrr. Að sögn Svandísar verður að öllum líkindum ákveðið að fara dreift í aldurshópana eftir að bólusetningu forgangshópa lýkur. Samanborið við núverandi áætlun gæti slík aðferð að jafnaði flýtt eða seinkað bólusetningu einstaklinga um tvær vikur. Núgildandi takmarkanir Áfram mun almennt vera tuttugu manna hámarksfjöldi í hverju rými út 12. maí næstkomandi. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að taka á móti helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk þess sem íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar án áhorfenda. Sviðslistir, þar með talið kórastarf, eru heimilar með allt að 50 manns á sviði og 100 sitjandi gestum í hverju hólfi, auk annarra skilyrða. Hámarksfjöldi við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga eru 30 manns en 100 manns mega vera viðstaddir útfarir. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til klukkan 21 og hafa að hámarki 30 gesti í rými með 2 metra nálægðarmörkum. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Bein útsending: Svandís ræðir breytingar á aðgerðum innanlands Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 4. maí 2021 10:32 Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57
Bein útsending: Svandís ræðir breytingar á aðgerðum innanlands Nú stendur yfir reglulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 4. maí 2021 10:32
Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. 29. apríl 2021 17:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent