„Hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2021 13:50 Katrín Tanja með falleg skilaboð. „Kertið í ár er, þú ert ljós í mínu lífi, þú lýsir upp daginn. Hugmyndin kom frá litlum miða en amma skrifaði ljóð fyrir mig rétt áður en hún dó árið 2016,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir tvöfaldur heimsmeistari í Cross Fit í myndbandi á Facebook-síðu Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Katrín valdi fallegan texta í skilaboðakertið í ár. Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn á heimsleikunum árið 2016 með þessum orðum „þetta er fyrir þig“. Ljóðið sem Katrín talar um er eftirfarandi: Hugsaðu til himins, hafðu fæturna á jörðinni og hjartað á réttum stað. Mundu. Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. „Þetta eru orð sem ég reyni að lifa eftir á hverjum einasta degi. Hennar bestu eiginleiki var sá að hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í. Hún hafði þann eiginleika, sem mér finnst svo fallegur, að henni gat látið öllum líða eins og þeir séu mikilvægir. Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég á svo ótrúlega mikið af konum sem eru það fyrir mig. Mig langar að gefa mömmu minni þetta kerti og systur minni sem núna er mamma og það á mæðradaginn því þær eru þetta í mínu lífi og lýsa upp minn dag.“ Á morgun fer fram athöfn tengdu þessu átak á Bessastöðum og hefst hún klukkan ellefu. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til náms í því markmiði að auka möguleika þeirra á að finna störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 73 konum styrki til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt rúmlega 300 styrki. Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafa verið sérstakir velunnarar sjóðsins undanfarin ár og tekið dyggan þátt í að vekja athygli á honum og því hlutverki hans að styrkja tekjulágar konur til mennta. Líkt og áður bætist nýr velunnari í hópinn í ár, en það er að þessu sinni Katrín Tanja. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú fjórða árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Ís-blómi, Netto.is og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 1. maí til 15. maí. CrossFit Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Katrín valdi fallegan texta í skilaboðakertið í ár. Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn á heimsleikunum árið 2016 með þessum orðum „þetta er fyrir þig“. Ljóðið sem Katrín talar um er eftirfarandi: Hugsaðu til himins, hafðu fæturna á jörðinni og hjartað á réttum stað. Mundu. Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. „Þetta eru orð sem ég reyni að lifa eftir á hverjum einasta degi. Hennar bestu eiginleiki var sá að hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í. Hún hafði þann eiginleika, sem mér finnst svo fallegur, að henni gat látið öllum líða eins og þeir séu mikilvægir. Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég á svo ótrúlega mikið af konum sem eru það fyrir mig. Mig langar að gefa mömmu minni þetta kerti og systur minni sem núna er mamma og það á mæðradaginn því þær eru þetta í mínu lífi og lýsa upp minn dag.“ Á morgun fer fram athöfn tengdu þessu átak á Bessastöðum og hefst hún klukkan ellefu. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til náms í því markmiði að auka möguleika þeirra á að finna störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 73 konum styrki til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt rúmlega 300 styrki. Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafa verið sérstakir velunnarar sjóðsins undanfarin ár og tekið dyggan þátt í að vekja athygli á honum og því hlutverki hans að styrkja tekjulágar konur til mennta. Líkt og áður bætist nýr velunnari í hópinn í ár, en það er að þessu sinni Katrín Tanja. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú fjórða árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Ís-blómi, Netto.is og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 1. maí til 15. maí.
CrossFit Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira