Friðum refinn: 7 punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 4. maí 2021 10:01 Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Dýr Alþingi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Refurinn er eina upprunalega og náttúrulega landspendýrið á Íslandi. Um 9.000 refir eru nú til á Íslandi. Í gær svaraði umhverfisráðherra fyrirspurn minni á Alþingi um refaveiðar. Skoðum 7 punkta sem þar komu fram: Árlega eru drepnir um 5-7.000 refir. Veiði á refum hefur aukist á hverju ári allt þetta kjörtímabil og var mest í fyrra þegar yfir 7.200 refir voru drepnir. Rúmlega 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarin 10 ár og þar af 18.000 yrðlingar. Stjórnvöld hafa varið um þúsund milljónum króna í refaveiðar undanfarinn áratug. Það er svipaður kostnaður og árlegur rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða eða dæmigerðs framhaldsskóla í landinu. Kostnaður skattgreiðanda við að niðurgreiða refaveiðar hefur aukist um helming á 10 árum og hefur aldrei verið hærri en í fyrra. Samkvæmt stjórnvöldum eru til litlar upplýsingar um fjárhagslegt tjón sem refir valda þrátt fyrir að hafa kallað eftir slíkum upplýsingum í mörg ár. Umhverfisstofnun hefur meira að segja bent á að „nær engar upplýsingar“ hafi borist til sín vegna tjóns ef frá eru taldar nokkrar tilkynningar um tjón í æðarvarpi. Því kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn minni á Alþingi að Umhverfisstofnun telji „að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum“ með núverandi fyrirkomulagi. Heimskautarefurinn hefur verið á Íslandi í árþúsundir en elstu leifar sem hafa fundist hérlendis eru um 3.500 ára gamlar. Íslenski refastofninn hefur að mestu verið erfðafræðilega aðskilinn frá öðrum stofnum frá því ísöld lauk og er hann því sérstakur vegna langvarandi einangrunar og aðlögunar að sérstökum aðstæðum hérlendis. Nú eru refaveiðar bannaðar á mjög fáum stöðum á landinu. Ég legg því til að við friðum refinn um allt land. En valdi refurinn tjóni t.d. í æðarvarpi hljótum við að geta bætt það tjón með beinum hætti í staðinn fyrir að stráfella refinn í þúsunda tali á hverju ári. Fjölbreytni dýralífs á Íslandi er afar lítil og við hljótum að geta verndað þennan upprunalega landnema Íslands. Höfundur er alþingismaður.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun