Sport

Tom Brady færði Tampa Bay ekki bara titilinn heldur var hann guðsgjöf fyrir vörusölu félagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady og  Rob Gronkowski fagna sigri Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl.
Tom Brady og  Rob Gronkowski fagna sigri Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl. Getty/Mike Ehrmann

Liðin hans Tom Brady fagna sigri bæði innan og utan vallar. Það sannaðist einu sinni enn þegar hann mætti til Flórída.

Tom Brady var ekki lengi að breyta Tampa Bay Buccaneers liðinu í sigurvegara því kappinn stýrði liðinu til sigurs í Super Bowl á sínu fyrsta tímabili. Það fylgir ekki bara árangur inn á vellinum þegar maður eins og Brady mætir á svæðið.

Nú er búið að taka saman tölur um hvernig félögum gekk í vörusölu sinni og þar komu í ljós athyglisverðar staðreyndir.

Það urðu nefnilega allir vitlausir í Tampa Bay Buccaneers vörur þegar Tom Brady var orðinn leikmaður liðsins.

Tampa Bay var aðeins í 28. sæti yfir vörusölu á tímabilinu á undan en með Brady þá hoppaði félagið upp í efsta sætið. Þetta kom fram hjá Michael Rubin, stjórnarformanni Fanatics.

Það var 1200 prósent meiri sala á Tampa Bay Buccaneers vörum árið 2020 heldur en árið á undan. Þetta er stærsta stökk í sögu Fanatics.

Sala á vörum tengdum Tom Brady sjálfum setti líka nýtt met frá apríl 2020 til mars 2021 en enginn leikmaður hefur selt jafnmikið af vörum í sögu NFL. Brady sló þar ársgamalt met Patrick Mahomes.

Tom Brady hætti hjá New England Patriots eftir tuttugu ár og sex titla. Hann vann sinn sjöunda meistaratitil í febrúar síðastliðnum en enginn leikmaður hefur unnið fleiri og enginn leikstjórnandi hefur unnið fleiri en fjóra.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×