Guardiola: Ég mun ekki segja eitt orð um PSG við leikmennina mína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 12:30 Pep Guardiola er búinn að bíða lengi eftir því að koma Manchester City alla leið í Meistaradeildinni. AP/Steve Paston Leikmenn Manchester City eiga að einbeita að sér sjálfum en ekki mótherjunum í Paris Saint-Germain í undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Manchester City er í dauðafæri að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í kvöld þegar franska liðið Paris Saint-Germain kemur í heimsókn á Etihad leikvanginn í seinni leik liðanna. City vann fyrri leikinn 2-1 í París. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði blaðamönnum frá því að hann ætli ekki að segja eitt orð um PSG við leikmennina sína í aðdraganda leiksins. With @ManCity one game away from reaching the @ChampionsLeague final, manager Pep Guardiola insists they will be only focusing on themselves as he refuses to even mention opponents @PSG_English ahead of Tuesday's semi-final second leg! #UCLhttps://t.co/yOyolxEryi— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) May 4, 2021 „Við þurfum bara að einbeita okkur af því sem við þurfum að gera. Ég sagði ekki eitt orð um þá,“ sagði Pep Guardiola. Það hefur verið óvissa um þátttöku Kylian Mbappe, framherja PSG, í leiknum í kvöld en stjóri City er ekki í neinum vafa. „Hann mun spila þennan leik. Ég hlakka til að sjá hann spila. Fyrir fótboltann og fyrir leikinn þá vona ég að hann spili,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola calmer than ever as he bids to finally end Champions League semi-final hurt https://t.co/3LdnN0eFSi— The Independent (@Independent) May 3, 2021 „Þetta er í fyrsta sinn sem flestir okkar eru hér í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ég veit hvað við erum að spila um. Í þessum leikjum þá máttu ekki vera með of mikið af tilfinningum. Þú þarft að vera rólegur og vita hvað þú átt að gera,“ sagði Guardiola. „Ég þarf ekki að segja neinum það hversu mikilvægt þetta er. Það vita allir hvort sem það eru leikmenn, þjálfarateymið, starfsmenn eða jafnvel kokkarnir,“ sagði Guardiola. Leikur Manchester City og Paris Saint-Germain hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15 á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Manchester City er í dauðafæri að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í kvöld þegar franska liðið Paris Saint-Germain kemur í heimsókn á Etihad leikvanginn í seinni leik liðanna. City vann fyrri leikinn 2-1 í París. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði blaðamönnum frá því að hann ætli ekki að segja eitt orð um PSG við leikmennina sína í aðdraganda leiksins. With @ManCity one game away from reaching the @ChampionsLeague final, manager Pep Guardiola insists they will be only focusing on themselves as he refuses to even mention opponents @PSG_English ahead of Tuesday's semi-final second leg! #UCLhttps://t.co/yOyolxEryi— FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) May 4, 2021 „Við þurfum bara að einbeita okkur af því sem við þurfum að gera. Ég sagði ekki eitt orð um þá,“ sagði Pep Guardiola. Það hefur verið óvissa um þátttöku Kylian Mbappe, framherja PSG, í leiknum í kvöld en stjóri City er ekki í neinum vafa. „Hann mun spila þennan leik. Ég hlakka til að sjá hann spila. Fyrir fótboltann og fyrir leikinn þá vona ég að hann spili,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola calmer than ever as he bids to finally end Champions League semi-final hurt https://t.co/3LdnN0eFSi— The Independent (@Independent) May 3, 2021 „Þetta er í fyrsta sinn sem flestir okkar eru hér í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ég veit hvað við erum að spila um. Í þessum leikjum þá máttu ekki vera með of mikið af tilfinningum. Þú þarft að vera rólegur og vita hvað þú átt að gera,“ sagði Guardiola. „Ég þarf ekki að segja neinum það hversu mikilvægt þetta er. Það vita allir hvort sem það eru leikmenn, þjálfarateymið, starfsmenn eða jafnvel kokkarnir,“ sagði Guardiola. Leikur Manchester City og Paris Saint-Germain hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15 á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira