Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. Þóranna vill að verklag lögreglu verði endurskoðað og hert verði á eftirliti með sakamönnum. Í Kompás ræðir Þóranna Helga um morðið á eiginmanni sínum sem átti sér stað við heimili þeirra í Rauðagerði. „Ég sendi Armando skilaboð um að taka úr þurrkaranum, og hann sendir á mig: Já, ekkert stress. Ég er hjá vini mínum og kem heim eftir smá stund! Ég segi bara: Ok, sjáumst eftir smá! Og svo, bara tuttugu mínútum seinna, fæ ég köllun um að hringja á sjúkrabíl sem ég geri og þegar ég er komin niður þá sé ég að hann liggur þarna fyrir framan hjá okkur,” segir Þóranna Helga þegar hún lýsir einu óhugnarlegasta augnabliki lífs síns. Ein stærsta rannsókn lögreglu Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqiri, 33 ára karlmaður frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði í Reykjavík. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum, víðsvegar um líkamann, meðal annars í höfuðið. Fljótlega bárust fréttir af því að málið tengdist mögulega skipulagðri glæpastarfsemi sem leiddi til einnar umfangsmestu rannsóknar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðist í. „Segja má að allt embættið hafi verið undirlagt meira og minna við þessa rannsókn,” sagði Halla Bergþóra Gunnarsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, á blaðamannafundi vegna málsins. Fljótlega bárust fréttir af því að málið tengdist mögulega skipulagðri glæpastarfsemi sem leiddi til einnar umfangsmestu rannsóknar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðist í. Fjórtán sakborningar Angjelin Sterkaj er talinn hafa myrt Armando. Hann kemur frá Albaníu en hefur búið á Íslandi í sjö ár. Hann hefur játað við yfirheyrslu hjá lögreglu. Þrettán til viðbótar eru með stöðu sakbornings, tíu karlar og þrjár konur. Málið er nú komið á borð Héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. Kærasta Angjelin, sem kemur frá Portúgal, er meðal sakborninga en grunur leikur á að hún hafi elt Armando og fylgst með ferðum hans kvöldið örlagaríka. Þá er önnur kona meðal sakborninga sem kemur frá Ítalíu. Einnig tveir menn frá Rúmeníu, einn frá Spáni, einn frá Eistlandi, einn frá Serbíu og ein kona frá Albaníu. Þá eru tveir karlmenn sem voru vinir Armando meðal sakborninga, annar frá Hvíta-Rússlandi og hinn frá Albaníu. Stuttu eftir morðið var karlmaður frá Litháen handtekinn í íbúð í Garðabæ. Íbúðin var í umráðum Íslendings, sem einnig er með stöðu sakbornings í málinu. Fjórtan eru með stöðu sakbornings í málinu. Skipulagt eða skyndiákvörðun? Rannsókn lögreglu hefur meðal annars snúið að því hver það var sem tók ákvörðun um að fremja verknaðinn og hverjir séu samverkamenn. Var þetta skipulagt eða skyndiákvörðun? Samkvæmt upplýsingum Kompáss bendir allt til þess að málið snúist um deilur tveggja glæpahópa og að morðið hafi ekki verið skyndiákvörðun. Á blaðamannafundi sem lögreglan hélt í lok mars, sex vikum eftir morðið, kom fram að lögregla telji Armando tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Lögregla hefur þó ekki viljað gefa upp að hvaða leyti. Málið fengið mjög á fjölskylduna Rauðagerðismálið hefur yfirbragð mikillar hörku og raunveruleika sem hinn almenni borgari tengir ekki við. En í Rauðagerði bjó Armando ásamt eiginkonu sinni, sem komin er 33 vikur á leið með barn þeirra, og eins og hálfs árs gömlum syni þeirra. Í Rauðagerði bjó Armando, ásamt eiginkonu sinni, sem komin er 33 vikur á leið af barni þeirra, og eins og hálfs árs gömlum syni þeirra. Málið hefur fengið mjög á fjölskylduna en það var bróðir Þórönnu og vinur hans, sem búa á neðri hæðinni í húsinu í Rauðagerði, sem komu fyrstir að Armando látnum. „Ég læt strák sem býr á neðri hæðinni fá son minn og ég og bróðir minn byrjum hjartahnoð,” segir Þóranna sem segir þessa stund hafa verið gríðarlega erfiða og að hún hafi verið mjög hrædd. Heyrðu ekki í byssunni og sáu engan Heyrðu þið einhver hljóð? „Engin hljóð, en við heyrðum eitthvað og strákarnir voru nýkomnir heim, bróðir minn og vinur hans, þannig að þeir heyra eitthvað og eru bara: „Hvað var þetta?“ En það sem þeir heyrðu líklegast var þegar hann dettur á hurðina,” segir Þóranna en Armando var skotinn níu sinnum er hann stóð við bílskúrshurðina. Sáu þið einhvern á vettvangi? „Nei, sáum engan,“ segir hún. Málið hefur eðlilega tekið mikið á fjölskylduna. Þóranna lýsir morðinu á eiginmanni sínum sem aftöku. Vísir/Vilhelm „Það mátti enginn segja mér neitt“ Þrír sjúkrabílar komu innan nokkurra mínútna og Armando var fluttur í burtu í einum þeirra. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir skömmu síðar. Þóranna segist hafa fengið litlar upplýsingar á næstu mínútum og tíminn hafi verið gríðarlega lengi að líða. Þögnin hafi verið óbærileg. „Ég veit hvað það þýðir. Það er verið að bíða eftir einhverjum til að segja mér. Það er eins og hver mínúta verður tíu mínútur og ég átta mig alveg á því, ég er að bíða eftir einhverju slæmu. Það er ofboðslega erfitt. Maður gerir sér grein fyrir því að það er eitthvað virkilega virkilega slæmt að og það mátti enginn segja mér neitt,“ segir Þóranna sem loks var tilkynnt af rannsóknarlögreglumanni að Armando væri látinn. Þóranna og Armando kynntust á Grikklandi árið 2014. Stóðu í ströngu svo Armando fengi að vera á Íslandi Þóranna og Armando kynntust á Grikklandi árið 2014 þar sem hann hafði unnið í tíu ár. Þau urðu ástfangin og ákváðu að stofna líf saman á Íslandi. Þá hófst mikil barátta við Útlendingastofnun um rétt hans til að fá að búa hér á landi þar sem hann var með albanskt vegabréf. Skilaboðin sem þau fengu frá Útlendingastofnun voru skýr; þau yrðu að gifta sig. „Ég var brjáluð út í Útlendingastofnun. Þetta var maður sem ég vildi vera með en ég ætlaði að gifta mig á mínum forsendum, ekki ykkar. Svo bara giftum við okkur í janúar 2015 og keyptum okkur íbúð stuttu seinna og allt gengið upp á við eftir það,“ segir Þóranna og bætir við að þau hafi eytt miklum tíma í að gera upp íbúðina enda hafi Armando verið gríðarlega handlaginn og nánast gert allt sjálfur. Fjölskyldan var nýflutt í húsið í Rauðagerði þegar harmleikurinn dundi yfir. Voru að gera upp Rauðagerði þegar harmleikurinn dundi yfir Armando fékk því að vera hér enda giftur íslenskri konu. Hann hóf starfsferil sinn á Íslandi hjá Nóa Síríusi þar sem hann vann í ár áður en hann gerðist öryggisvörður. Árið 2019 stofnaði hann dyravarðafyrirtæki ásamt vinum sínum. Þóranna er löglærð og starfar hjá flugfélaginu Air- Atlanta. Armando ásamt nýfæddum syni hans og Þórönnu. Í nóvember síðastliðnum keyptu Armando og Þóranna húsið í Rauðagerði og voru enn að gera það upp þegar harmleikurinn dundi yfir. Hún segir þau hafa lagt allt sitt í að gera húsið upp enda virkilega spennt að eyða framtíðinni saman í Rauðagerði með börnunum sínum. „Á þessum sex árum erum við virkilega búin að leggja hörðum höndum að því að gera okkar besta fyrir okkur. Okkur langaði að gera það, við breyttum húsinu þannig að við getum búið þar og verið með hluta á leigu,” segir Þóranna Helga. Þóranna segir að Armando og sonur hans hafi verið virkilega nánir. Mikið í símanum dagana fyrir morðið Þóranna segist ekki hafa haft minnsta grun um hvað væri í vændum. „Hann var mikið í símanum, frá miðvikudegi, og ég tók eftir því að hann var mikið í símanum og það var svolítið svona eins og tveir menn væru að deila og hann væri að reyna að róa menn niður. Þannig var tilfinningin. Ég spyr hann á föstudeginum: Hvað er í gangi? Er eitthvað að gerast? Og hann segir bara nei,“ segir Þóranna. Fannst þér hann vera áhyggjufullur? „Alls ekki,“ svarar hún. Armando og Þóranna höfðu byggt sér líf á Íslandi. Þetta hafi því verið það síðasta sem hún bjóst við, að eiginmaður hennar yrði myrtur fyrir utan heimili þeirra. Erfiðast að vera látin efast Á blaðamannafundi lögreglu kom fram að Armando væri talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Þóranna segist aldrei hafa séð neitt í fari Armando sem benti til þess en hafi þó orðið þess áskynja að einhverjar deilur hefðu verið milli aðila í dyravarðabransanum. „Ég treysti mínum manni eins og okkar samband var. Það er rosalega mikið í gangi síðan þetta gerðist sem er verið að reyna að láta mann efast. Reyna að láta mig efast um það hvernig okkar samband var eða hvernig maður hann var. Ég er þar af leiðandi farin að leita að einhverju heima hjá mér, sem er ekki til. Það er eins og ég sé látin efast um það hvernig maður hann var. Sem er bara algjört bull. Auðvitað á ég að geta treyst því hvernig hann var og það er ótrúlega sorglegt að hann er dáinn og ég geti ekki spurt hann. En ég er búin að fara niður í bílskúrinn og leita og athuga,“ segir Þóranna sem finnst greinilega mjög erfitt að ræða þetta. Það er augljóst að henni finnst erfiðast að hafa þurft að efast um hver látinn eiginmaður hennar var. Þóranna segir erfiðast að hafa þurft að efast um hver maðurinn hennar var. Sama hvað hafi hann aldrei verðskuldað þessi örlög. Vísir/Vilhelm Sama hvað hafi hann aldrei átt þessi örlög skilið Leitin í bílskúrnum skilaði engum árangri og telur Þóranna að Armando hafi ekki stundað glæpi, en getur þó ekki útilokað það. „Ég á að geta treyst því hver minn maður var, ef eitthvað annað kemur í ljós verður það að koma í ljós en ég get ekki lifað í ótta við að það hafi mögulega verið eitthvað sem ég vissi ekki sem var í gangi,“ segir Þóranna. Hún fullyrðir hins vegar að sama hvað, þá hefði það aldrei verið neitt sem verðskuldaði þessi ömurlegu örlög. „Þetta var bara aftaka. Það er enginn meðaljón sem getur gengið að manni og skotið hann níu sinnum,“ segir Þóranna. Hún lýsir Armando sem mjög tilfinningasömum einstaklingi. Hann hafi verið vinamargir og fólk hafi viljað vera í kringum hann. Spjótin fljótlega beinst að Angjelin Hún lýsir Armando sem mjög tilfinningasömum einstaklingi. „Rosalega ástríðufullur. Allar tilfinningar voru rosalega ýktar. Hann var rosalega vinmargur og fljótur að kynnast fólki. Fólk langaði að vera í kringum hann,“ segir hún. Hún segir að spjótin hafi fljótlega beinst að Angjelin sem nú hefur játað morðið. „Strákarnir, vinir hans, vissu strax um kvöldið hver þetta var. Hver hefði gert þetta. Ég vissi það ekki. Ég vissi ekki hver þessi maður var, en ég veit núna að hann hafði verið heima hjá mér þegar við vorum í framkvæmdunum því einn af vinum hans er vinur hans Armando. Þannig að hann kom stundum,“ segir Þóranna. Lögreglan gerði sér fljótlega grein fyrir því hver var að verki. Það var þó ekki fyrr en fjórum dögum eftir morðið sem Angjelin fannst í íbúð í Vesturbænum. Angjelin, sem hefur játað að hafa myrt Armando, hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu Albaníu um árabil fyrir vopnað rán. Sagður hafa svipt 62 ára gamlan mann frelsi sínu Angjelin hefur búið á Íslandi í um sjö ár, stóran hluta bjó hann fyrir austan fjall. Hann hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu Albaníu um árabil fyrir vopnað rán. Í umfjöllun albanskra miðla, sem fjölluðu mikið um málið, segir að Angjelin sé góðkunningi lögreglunnar þar í landi. Hann hafi til að mynda árið 2012, í félagi við aðra, svipt 62 ára gamlan mann frelsi sínu í tuttugu klukkustundir og krafist fimm þúsund evra, sem jafngildir tæpum 800 þúsund íslenskum krónum á núverandi gengi, fyrir frelsi hans. „Það er rosalega sárt að heyra að fólk fái að vera hér, sem er eftirlýst annars staðar fyrir mjög alvarlega glæpi. Það hrottalegt að hann fær fimm ára dóm fyrir þetta,“ segir Þóranna Helga. Var eftirlýstur í Albaníu og grunur um falsað sakavottorð Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu óskuðu albönsk dómsmálayfirvöld framsals á albönskum karlmanni árið 2015 vegna afplánunar refsingar á grundvelli dóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðninni var hafnað hér á landi 2017 því hún þótti ekki uppfylla skilyrði laga um framsal sakamanna þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hér á landi. Heimildir fréttastofu herma að grunur sé um að Angjelin hafi framvísað fölsuðu sakavottorði þegar hann sótti um dvalarleyfi á Íslandi. Það hafi ekki komið i ljós fyrr en á seinni stigum málsins. Dvalarleyfið var hins vegar ekki afturkallað og er það væntanlega vegna sérstakra tengsla hans við landið en hann á barn á Íslandi. „Það er bara rosalega sorglegt að við getum ekki treyst á framkvæmdavaldið okkar. Við getum ekki treyst því að fólk geti bara komið hérna með dóm á sér og fengið að búa hérna en verið eftirlýst annars staðar. Það er bara ofboðslega sorglegt,“ segir Þóranna. Í Kompás birtist myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum stuttu eftir morðið en grunur leikur á að það sé tekið heima hjá Angjelin. Lögregla vissi að Angjelin væri vopnaður skammbyssu Um þremur vikum fyrir morðið fékk lögreglan upplýsingar um að Angjelin væri vopnaður skammbyssu. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að brugðist hafi verið við um leið og að leit að byssunni hafi strax hafist. Leitin hafi hins vegar ekki borið árangur. Þóranna er ósátt við að lögreglan hafi látið þar við sitja. „Og vitandi að hann hafi verið eftirlýstur líka í heimalandinu, ég bara skil ekki hvernig þetta líðst. Ég bara skil það ekki." Það er ofboðslega sorglegt að vita til þess að ef reglurnar væru kannski réttar á Íslandi þá væru hlutirnir kannski ekki eins og þeir eru, þá hefði þetta jafnvel ekki gerst ,“ segir Þóranna sem segir erfitt að beina reiði sinni ekki að yfirvöldum. Í Kompás birtist myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum stuttu eftir morðið en grunur leikur á að það sé tekið heima hjá Angjelin. Margeir segir að myndbandið hafi ekki komist í hendur lögreglu fyrr en rannsókn málsins var hafin. Aðspurður segir Margeir að lögreglan hafi að sjálfsögðu viljað vakta ferðir einstaklings sem grunaður er um að bera skammbyssu með hljóðdeyfi, en hvorki mannafli né tími geri lögreglu slíkt kleift. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn, segir að lögregla hafi brugðist við upplýsingum sem komu á hennar borð um að Angjelin væri vopnaður skammbyssu fyrir morðið. Þóranna gagnrýnir verklag lögreglu og eftirlit með sakamönnum Þóranna er mjög gagnrýnin á verklag lögreglu og vill að tekið sé harðar á eftirliti með sakamönnum sem koma hingað til lands. „Það sem við þurftum að ganga í gegnum til að Armando kæmi til Íslands, það var rosalega erfitt að þurfa ganga í gegnum að þýða alla pappírana. Út af því hann hafði búið á Grikklandi og búið sem krakki í Albaníu, þá þarf hreint sakarvottorð frá báðum stöðum og láta þýða allskonar pappíra svo hann gæti verið á Íslandi. Ég bara skil ekki hvernig annað fólk, eins og þessi maður, fær að koma og vera hér,“ segir Þóranna. Þóranna segir erfitt að beina reiðinni ekki að yfirvöldum. VÍSIR/VILHELM Hluti af sorgarferlinu sé reiði og það sé erfitt að beina henni ekki að yfirvöldum. „Það er ofboðslega erfitt að beina ekki reiðinni að framkvæmdavaldinu okkar. Það er ofboðslega erfitt að beina ekki reiðinni að því hvernig kerfið okkar virkar og þar af leiðandi væri kannski svona fólk ekki á Íslandi,“ segir Þóranna. Ástæðan fyrir því að hún hafi ákveðið að stíga fram séu þessir þættir. „Það er bara ein ástæða fyrir því að ég er hér. Það er bara fyrir það, þetta er ekki rétt og þetta þarf að laga. Ég ætla bara virkilega að vona að þetta veki upp spurningar hjá fleirum en mér að fólk geti ekki gengið hér inn eftir að hafa framið einhverja hrottalega glæpi,“ segir Þóranna. Þóranna gengur nú með annað barn þeirra Armando sem er væntanlegt í heiminn í júní. Hún ætlar að gera allt til þess að börnin kynnist heimalandinu og læri albönsku. Annað barn þeirra væntanlegt í júní Þóranna segir að þau hjónin hafi verið virkilega spennt fyrir framtíðinni og barninu sem er á leiðinni í heiminn í júní. „Þetta er ofboðslega erfitt, að þurfa að endurskipuleggja allt líf sitt. Hvar vill maður búa? Vil ég vera þarna áfram,“ segir Þóranna. Það sé erfitt að tengja sorg og gleði við sama staðinn. Hún ætlar að gera sitt besta til að börnin læri albönsku og tengist föðurlandinu. Armando hafi verið yndislegur faðir og að hann og sonurinn hafi verið mjög nánir. Það sé erfitt að reyna að útskýra fyrir 18 mánaða gömlu barni hvað gerðist. Armando og Þóranna ásamt syni þeirra. „Það er augljóst að hann finnur að það er eitthvað sem er ekki í lagi,“ segir Þóranna sem reynir að vera sterk fyrir son sinn og barnið sem er á leiðinni í heiminn. „Ég gæti þetta örugglega ekki án hans, og það er bara fyrir hann sem maður getur vaknað, og fyrir hann sem maður fer á fætur og þetta,“ segir Þóranna og bendir á barnið í maganum. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að alast upp án þess að eiga pabba, alveg ofboðslega góðan pabba,“ segir hún. Kompás Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Þóranna vill að verklag lögreglu verði endurskoðað og hert verði á eftirliti með sakamönnum. Í Kompás ræðir Þóranna Helga um morðið á eiginmanni sínum sem átti sér stað við heimili þeirra í Rauðagerði. „Ég sendi Armando skilaboð um að taka úr þurrkaranum, og hann sendir á mig: Já, ekkert stress. Ég er hjá vini mínum og kem heim eftir smá stund! Ég segi bara: Ok, sjáumst eftir smá! Og svo, bara tuttugu mínútum seinna, fæ ég köllun um að hringja á sjúkrabíl sem ég geri og þegar ég er komin niður þá sé ég að hann liggur þarna fyrir framan hjá okkur,” segir Þóranna Helga þegar hún lýsir einu óhugnarlegasta augnabliki lífs síns. Ein stærsta rannsókn lögreglu Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar kom Armando Beqiri, 33 ára karlmaður frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði í Reykjavík. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum, víðsvegar um líkamann, meðal annars í höfuðið. Fljótlega bárust fréttir af því að málið tengdist mögulega skipulagðri glæpastarfsemi sem leiddi til einnar umfangsmestu rannsóknar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðist í. „Segja má að allt embættið hafi verið undirlagt meira og minna við þessa rannsókn,” sagði Halla Bergþóra Gunnarsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, á blaðamannafundi vegna málsins. Fljótlega bárust fréttir af því að málið tengdist mögulega skipulagðri glæpastarfsemi sem leiddi til einnar umfangsmestu rannsóknar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðist í. Fjórtán sakborningar Angjelin Sterkaj er talinn hafa myrt Armando. Hann kemur frá Albaníu en hefur búið á Íslandi í sjö ár. Hann hefur játað við yfirheyrslu hjá lögreglu. Þrettán til viðbótar eru með stöðu sakbornings, tíu karlar og þrjár konur. Málið er nú komið á borð Héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. Kærasta Angjelin, sem kemur frá Portúgal, er meðal sakborninga en grunur leikur á að hún hafi elt Armando og fylgst með ferðum hans kvöldið örlagaríka. Þá er önnur kona meðal sakborninga sem kemur frá Ítalíu. Einnig tveir menn frá Rúmeníu, einn frá Spáni, einn frá Eistlandi, einn frá Serbíu og ein kona frá Albaníu. Þá eru tveir karlmenn sem voru vinir Armando meðal sakborninga, annar frá Hvíta-Rússlandi og hinn frá Albaníu. Stuttu eftir morðið var karlmaður frá Litháen handtekinn í íbúð í Garðabæ. Íbúðin var í umráðum Íslendings, sem einnig er með stöðu sakbornings í málinu. Fjórtan eru með stöðu sakbornings í málinu. Skipulagt eða skyndiákvörðun? Rannsókn lögreglu hefur meðal annars snúið að því hver það var sem tók ákvörðun um að fremja verknaðinn og hverjir séu samverkamenn. Var þetta skipulagt eða skyndiákvörðun? Samkvæmt upplýsingum Kompáss bendir allt til þess að málið snúist um deilur tveggja glæpahópa og að morðið hafi ekki verið skyndiákvörðun. Á blaðamannafundi sem lögreglan hélt í lok mars, sex vikum eftir morðið, kom fram að lögregla telji Armando tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Lögregla hefur þó ekki viljað gefa upp að hvaða leyti. Málið fengið mjög á fjölskylduna Rauðagerðismálið hefur yfirbragð mikillar hörku og raunveruleika sem hinn almenni borgari tengir ekki við. En í Rauðagerði bjó Armando ásamt eiginkonu sinni, sem komin er 33 vikur á leið með barn þeirra, og eins og hálfs árs gömlum syni þeirra. Í Rauðagerði bjó Armando, ásamt eiginkonu sinni, sem komin er 33 vikur á leið af barni þeirra, og eins og hálfs árs gömlum syni þeirra. Málið hefur fengið mjög á fjölskylduna en það var bróðir Þórönnu og vinur hans, sem búa á neðri hæðinni í húsinu í Rauðagerði, sem komu fyrstir að Armando látnum. „Ég læt strák sem býr á neðri hæðinni fá son minn og ég og bróðir minn byrjum hjartahnoð,” segir Þóranna sem segir þessa stund hafa verið gríðarlega erfiða og að hún hafi verið mjög hrædd. Heyrðu ekki í byssunni og sáu engan Heyrðu þið einhver hljóð? „Engin hljóð, en við heyrðum eitthvað og strákarnir voru nýkomnir heim, bróðir minn og vinur hans, þannig að þeir heyra eitthvað og eru bara: „Hvað var þetta?“ En það sem þeir heyrðu líklegast var þegar hann dettur á hurðina,” segir Þóranna en Armando var skotinn níu sinnum er hann stóð við bílskúrshurðina. Sáu þið einhvern á vettvangi? „Nei, sáum engan,“ segir hún. Málið hefur eðlilega tekið mikið á fjölskylduna. Þóranna lýsir morðinu á eiginmanni sínum sem aftöku. Vísir/Vilhelm „Það mátti enginn segja mér neitt“ Þrír sjúkrabílar komu innan nokkurra mínútna og Armando var fluttur í burtu í einum þeirra. Rannsóknarlögreglumenn voru mættir skömmu síðar. Þóranna segist hafa fengið litlar upplýsingar á næstu mínútum og tíminn hafi verið gríðarlega lengi að líða. Þögnin hafi verið óbærileg. „Ég veit hvað það þýðir. Það er verið að bíða eftir einhverjum til að segja mér. Það er eins og hver mínúta verður tíu mínútur og ég átta mig alveg á því, ég er að bíða eftir einhverju slæmu. Það er ofboðslega erfitt. Maður gerir sér grein fyrir því að það er eitthvað virkilega virkilega slæmt að og það mátti enginn segja mér neitt,“ segir Þóranna sem loks var tilkynnt af rannsóknarlögreglumanni að Armando væri látinn. Þóranna og Armando kynntust á Grikklandi árið 2014. Stóðu í ströngu svo Armando fengi að vera á Íslandi Þóranna og Armando kynntust á Grikklandi árið 2014 þar sem hann hafði unnið í tíu ár. Þau urðu ástfangin og ákváðu að stofna líf saman á Íslandi. Þá hófst mikil barátta við Útlendingastofnun um rétt hans til að fá að búa hér á landi þar sem hann var með albanskt vegabréf. Skilaboðin sem þau fengu frá Útlendingastofnun voru skýr; þau yrðu að gifta sig. „Ég var brjáluð út í Útlendingastofnun. Þetta var maður sem ég vildi vera með en ég ætlaði að gifta mig á mínum forsendum, ekki ykkar. Svo bara giftum við okkur í janúar 2015 og keyptum okkur íbúð stuttu seinna og allt gengið upp á við eftir það,“ segir Þóranna og bætir við að þau hafi eytt miklum tíma í að gera upp íbúðina enda hafi Armando verið gríðarlega handlaginn og nánast gert allt sjálfur. Fjölskyldan var nýflutt í húsið í Rauðagerði þegar harmleikurinn dundi yfir. Voru að gera upp Rauðagerði þegar harmleikurinn dundi yfir Armando fékk því að vera hér enda giftur íslenskri konu. Hann hóf starfsferil sinn á Íslandi hjá Nóa Síríusi þar sem hann vann í ár áður en hann gerðist öryggisvörður. Árið 2019 stofnaði hann dyravarðafyrirtæki ásamt vinum sínum. Þóranna er löglærð og starfar hjá flugfélaginu Air- Atlanta. Armando ásamt nýfæddum syni hans og Þórönnu. Í nóvember síðastliðnum keyptu Armando og Þóranna húsið í Rauðagerði og voru enn að gera það upp þegar harmleikurinn dundi yfir. Hún segir þau hafa lagt allt sitt í að gera húsið upp enda virkilega spennt að eyða framtíðinni saman í Rauðagerði með börnunum sínum. „Á þessum sex árum erum við virkilega búin að leggja hörðum höndum að því að gera okkar besta fyrir okkur. Okkur langaði að gera það, við breyttum húsinu þannig að við getum búið þar og verið með hluta á leigu,” segir Þóranna Helga. Þóranna segir að Armando og sonur hans hafi verið virkilega nánir. Mikið í símanum dagana fyrir morðið Þóranna segist ekki hafa haft minnsta grun um hvað væri í vændum. „Hann var mikið í símanum, frá miðvikudegi, og ég tók eftir því að hann var mikið í símanum og það var svolítið svona eins og tveir menn væru að deila og hann væri að reyna að róa menn niður. Þannig var tilfinningin. Ég spyr hann á föstudeginum: Hvað er í gangi? Er eitthvað að gerast? Og hann segir bara nei,“ segir Þóranna. Fannst þér hann vera áhyggjufullur? „Alls ekki,“ svarar hún. Armando og Þóranna höfðu byggt sér líf á Íslandi. Þetta hafi því verið það síðasta sem hún bjóst við, að eiginmaður hennar yrði myrtur fyrir utan heimili þeirra. Erfiðast að vera látin efast Á blaðamannafundi lögreglu kom fram að Armando væri talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Þóranna segist aldrei hafa séð neitt í fari Armando sem benti til þess en hafi þó orðið þess áskynja að einhverjar deilur hefðu verið milli aðila í dyravarðabransanum. „Ég treysti mínum manni eins og okkar samband var. Það er rosalega mikið í gangi síðan þetta gerðist sem er verið að reyna að láta mann efast. Reyna að láta mig efast um það hvernig okkar samband var eða hvernig maður hann var. Ég er þar af leiðandi farin að leita að einhverju heima hjá mér, sem er ekki til. Það er eins og ég sé látin efast um það hvernig maður hann var. Sem er bara algjört bull. Auðvitað á ég að geta treyst því hvernig hann var og það er ótrúlega sorglegt að hann er dáinn og ég geti ekki spurt hann. En ég er búin að fara niður í bílskúrinn og leita og athuga,“ segir Þóranna sem finnst greinilega mjög erfitt að ræða þetta. Það er augljóst að henni finnst erfiðast að hafa þurft að efast um hver látinn eiginmaður hennar var. Þóranna segir erfiðast að hafa þurft að efast um hver maðurinn hennar var. Sama hvað hafi hann aldrei verðskuldað þessi örlög. Vísir/Vilhelm Sama hvað hafi hann aldrei átt þessi örlög skilið Leitin í bílskúrnum skilaði engum árangri og telur Þóranna að Armando hafi ekki stundað glæpi, en getur þó ekki útilokað það. „Ég á að geta treyst því hver minn maður var, ef eitthvað annað kemur í ljós verður það að koma í ljós en ég get ekki lifað í ótta við að það hafi mögulega verið eitthvað sem ég vissi ekki sem var í gangi,“ segir Þóranna. Hún fullyrðir hins vegar að sama hvað, þá hefði það aldrei verið neitt sem verðskuldaði þessi ömurlegu örlög. „Þetta var bara aftaka. Það er enginn meðaljón sem getur gengið að manni og skotið hann níu sinnum,“ segir Þóranna. Hún lýsir Armando sem mjög tilfinningasömum einstaklingi. Hann hafi verið vinamargir og fólk hafi viljað vera í kringum hann. Spjótin fljótlega beinst að Angjelin Hún lýsir Armando sem mjög tilfinningasömum einstaklingi. „Rosalega ástríðufullur. Allar tilfinningar voru rosalega ýktar. Hann var rosalega vinmargur og fljótur að kynnast fólki. Fólk langaði að vera í kringum hann,“ segir hún. Hún segir að spjótin hafi fljótlega beinst að Angjelin sem nú hefur játað morðið. „Strákarnir, vinir hans, vissu strax um kvöldið hver þetta var. Hver hefði gert þetta. Ég vissi það ekki. Ég vissi ekki hver þessi maður var, en ég veit núna að hann hafði verið heima hjá mér þegar við vorum í framkvæmdunum því einn af vinum hans er vinur hans Armando. Þannig að hann kom stundum,“ segir Þóranna. Lögreglan gerði sér fljótlega grein fyrir því hver var að verki. Það var þó ekki fyrr en fjórum dögum eftir morðið sem Angjelin fannst í íbúð í Vesturbænum. Angjelin, sem hefur játað að hafa myrt Armando, hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu Albaníu um árabil fyrir vopnað rán. Sagður hafa svipt 62 ára gamlan mann frelsi sínu Angjelin hefur búið á Íslandi í um sjö ár, stóran hluta bjó hann fyrir austan fjall. Hann hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu Albaníu um árabil fyrir vopnað rán. Í umfjöllun albanskra miðla, sem fjölluðu mikið um málið, segir að Angjelin sé góðkunningi lögreglunnar þar í landi. Hann hafi til að mynda árið 2012, í félagi við aðra, svipt 62 ára gamlan mann frelsi sínu í tuttugu klukkustundir og krafist fimm þúsund evra, sem jafngildir tæpum 800 þúsund íslenskum krónum á núverandi gengi, fyrir frelsi hans. „Það er rosalega sárt að heyra að fólk fái að vera hér, sem er eftirlýst annars staðar fyrir mjög alvarlega glæpi. Það hrottalegt að hann fær fimm ára dóm fyrir þetta,“ segir Þóranna Helga. Var eftirlýstur í Albaníu og grunur um falsað sakavottorð Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu óskuðu albönsk dómsmálayfirvöld framsals á albönskum karlmanni árið 2015 vegna afplánunar refsingar á grundvelli dóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðninni var hafnað hér á landi 2017 því hún þótti ekki uppfylla skilyrði laga um framsal sakamanna þar sem endanlegur dómur í máli mannsins í Albaníu lá ekki fyrir þegar beiðnin var til meðferðar hér á landi. Heimildir fréttastofu herma að grunur sé um að Angjelin hafi framvísað fölsuðu sakavottorði þegar hann sótti um dvalarleyfi á Íslandi. Það hafi ekki komið i ljós fyrr en á seinni stigum málsins. Dvalarleyfið var hins vegar ekki afturkallað og er það væntanlega vegna sérstakra tengsla hans við landið en hann á barn á Íslandi. „Það er bara rosalega sorglegt að við getum ekki treyst á framkvæmdavaldið okkar. Við getum ekki treyst því að fólk geti bara komið hérna með dóm á sér og fengið að búa hérna en verið eftirlýst annars staðar. Það er bara ofboðslega sorglegt,“ segir Þóranna. Í Kompás birtist myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum stuttu eftir morðið en grunur leikur á að það sé tekið heima hjá Angjelin. Lögregla vissi að Angjelin væri vopnaður skammbyssu Um þremur vikum fyrir morðið fékk lögreglan upplýsingar um að Angjelin væri vopnaður skammbyssu. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að brugðist hafi verið við um leið og að leit að byssunni hafi strax hafist. Leitin hafi hins vegar ekki borið árangur. Þóranna er ósátt við að lögreglan hafi látið þar við sitja. „Og vitandi að hann hafi verið eftirlýstur líka í heimalandinu, ég bara skil ekki hvernig þetta líðst. Ég bara skil það ekki." Það er ofboðslega sorglegt að vita til þess að ef reglurnar væru kannski réttar á Íslandi þá væru hlutirnir kannski ekki eins og þeir eru, þá hefði þetta jafnvel ekki gerst ,“ segir Þóranna sem segir erfitt að beina reiði sinni ekki að yfirvöldum. Í Kompás birtist myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum stuttu eftir morðið en grunur leikur á að það sé tekið heima hjá Angjelin. Margeir segir að myndbandið hafi ekki komist í hendur lögreglu fyrr en rannsókn málsins var hafin. Aðspurður segir Margeir að lögreglan hafi að sjálfsögðu viljað vakta ferðir einstaklings sem grunaður er um að bera skammbyssu með hljóðdeyfi, en hvorki mannafli né tími geri lögreglu slíkt kleift. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn, segir að lögregla hafi brugðist við upplýsingum sem komu á hennar borð um að Angjelin væri vopnaður skammbyssu fyrir morðið. Þóranna gagnrýnir verklag lögreglu og eftirlit með sakamönnum Þóranna er mjög gagnrýnin á verklag lögreglu og vill að tekið sé harðar á eftirliti með sakamönnum sem koma hingað til lands. „Það sem við þurftum að ganga í gegnum til að Armando kæmi til Íslands, það var rosalega erfitt að þurfa ganga í gegnum að þýða alla pappírana. Út af því hann hafði búið á Grikklandi og búið sem krakki í Albaníu, þá þarf hreint sakarvottorð frá báðum stöðum og láta þýða allskonar pappíra svo hann gæti verið á Íslandi. Ég bara skil ekki hvernig annað fólk, eins og þessi maður, fær að koma og vera hér,“ segir Þóranna. Þóranna segir erfitt að beina reiðinni ekki að yfirvöldum. VÍSIR/VILHELM Hluti af sorgarferlinu sé reiði og það sé erfitt að beina henni ekki að yfirvöldum. „Það er ofboðslega erfitt að beina ekki reiðinni að framkvæmdavaldinu okkar. Það er ofboðslega erfitt að beina ekki reiðinni að því hvernig kerfið okkar virkar og þar af leiðandi væri kannski svona fólk ekki á Íslandi,“ segir Þóranna. Ástæðan fyrir því að hún hafi ákveðið að stíga fram séu þessir þættir. „Það er bara ein ástæða fyrir því að ég er hér. Það er bara fyrir það, þetta er ekki rétt og þetta þarf að laga. Ég ætla bara virkilega að vona að þetta veki upp spurningar hjá fleirum en mér að fólk geti ekki gengið hér inn eftir að hafa framið einhverja hrottalega glæpi,“ segir Þóranna. Þóranna gengur nú með annað barn þeirra Armando sem er væntanlegt í heiminn í júní. Hún ætlar að gera allt til þess að börnin kynnist heimalandinu og læri albönsku. Annað barn þeirra væntanlegt í júní Þóranna segir að þau hjónin hafi verið virkilega spennt fyrir framtíðinni og barninu sem er á leiðinni í heiminn í júní. „Þetta er ofboðslega erfitt, að þurfa að endurskipuleggja allt líf sitt. Hvar vill maður búa? Vil ég vera þarna áfram,“ segir Þóranna. Það sé erfitt að tengja sorg og gleði við sama staðinn. Hún ætlar að gera sitt besta til að börnin læri albönsku og tengist föðurlandinu. Armando hafi verið yndislegur faðir og að hann og sonurinn hafi verið mjög nánir. Það sé erfitt að reyna að útskýra fyrir 18 mánaða gömlu barni hvað gerðist. Armando og Þóranna ásamt syni þeirra. „Það er augljóst að hann finnur að það er eitthvað sem er ekki í lagi,“ segir Þóranna sem reynir að vera sterk fyrir son sinn og barnið sem er á leiðinni í heiminn. „Ég gæti þetta örugglega ekki án hans, og það er bara fyrir hann sem maður getur vaknað, og fyrir hann sem maður fer á fætur og þetta,“ segir Þóranna og bendir á barnið í maganum. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að alast upp án þess að eiga pabba, alveg ofboðslega góðan pabba,“ segir hún.