UNICEF frumsýnir fræðslumynd um bólusetningar Heimsljós 3. maí 2021 09:24 UNICEF Saga bólusetninga er rakin á barnvænlegan hátt og mikilvægi bólusetninga skoðuð frá ýmsum hliðum í nýrri fræðslumynd UNICEF. UNICEF á Íslandi hefur frumsýnt nýja fræðslumynd - Bólusetningar - Já takk! – í tilefni af alþjóðlegu bólusetningarvikunni. Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, er sögumaður myndarinnar þar sem saga bólusetninga er rakin á barnvænlegan hátt og mikilvægi bólusetninga skoðuð frá ýmsum hliðum. Handrit og framleiðsla voru í höndum starfsfólks UNICEF á Íslandi. Í myndinni fer Ævar Þór meðal annars annars í bíó með Þórólfi sóttvarnarlækni, í efnafræðistofu þar sem hann bregður sér í hlutverk Ævars vísindamanns, og upp á húsþak í Reykjavík þar sem Ævar kannar hvort þörf sé á ofurhetjum til að berjast við kórónuveirufaraldurinn. Á hverju ári vinnur UNICEF á Íslandi fræðslumynd fyrir grunnskólabörn landsins en eitt af hlutverkum Ævars Þórs sem sendiherra UNICEF á Íslandi er að að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og auka skilning á því hvernig réttindi barna hafa tengingu við daglegt líf þeirra. Markmið UNICEF - hreyfingarinnar er að auka vitund barna og ungmenna um þróunarmál, réttindi barna og lífsskilyrði þeirra víðs vegar um heiminn. Þema myndanna er mismunandi milli ára og hafa meðal annars fjallað um Sýrlandsstríðið, áhrif loftslagsbreytinga á börn, mikilvægi menntunar og í fyrra um kórónuveiruna. Í myndbandinu í ár er sjónum beint að bólusetningum og mikilvægi þeirra, enda er UNICEF stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum og bólusetur á hverju ári milljónir barna gegn lífshættulegum sjúkdómum. Í myndinni er fjallað um bólusetningar almennt og í sögulegu samhengi, mikilvægi bólusetninga útskýrt og fjallað um aðkomu UNICEF að bólusetningum gegn COVID-19. Hægt er að horfa á fræðslumyndina hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent
UNICEF á Íslandi hefur frumsýnt nýja fræðslumynd - Bólusetningar - Já takk! – í tilefni af alþjóðlegu bólusetningarvikunni. Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, er sögumaður myndarinnar þar sem saga bólusetninga er rakin á barnvænlegan hátt og mikilvægi bólusetninga skoðuð frá ýmsum hliðum. Handrit og framleiðsla voru í höndum starfsfólks UNICEF á Íslandi. Í myndinni fer Ævar Þór meðal annars annars í bíó með Þórólfi sóttvarnarlækni, í efnafræðistofu þar sem hann bregður sér í hlutverk Ævars vísindamanns, og upp á húsþak í Reykjavík þar sem Ævar kannar hvort þörf sé á ofurhetjum til að berjast við kórónuveirufaraldurinn. Á hverju ári vinnur UNICEF á Íslandi fræðslumynd fyrir grunnskólabörn landsins en eitt af hlutverkum Ævars Þórs sem sendiherra UNICEF á Íslandi er að að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og auka skilning á því hvernig réttindi barna hafa tengingu við daglegt líf þeirra. Markmið UNICEF - hreyfingarinnar er að auka vitund barna og ungmenna um þróunarmál, réttindi barna og lífsskilyrði þeirra víðs vegar um heiminn. Þema myndanna er mismunandi milli ára og hafa meðal annars fjallað um Sýrlandsstríðið, áhrif loftslagsbreytinga á börn, mikilvægi menntunar og í fyrra um kórónuveiruna. Í myndbandinu í ár er sjónum beint að bólusetningum og mikilvægi þeirra, enda er UNICEF stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum og bólusetur á hverju ári milljónir barna gegn lífshættulegum sjúkdómum. Í myndinni er fjallað um bólusetningar almennt og í sögulegu samhengi, mikilvægi bólusetninga útskýrt og fjallað um aðkomu UNICEF að bólusetningum gegn COVID-19. Hægt er að horfa á fræðslumyndina hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent