Velferð allra landsmanna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 2. maí 2021 21:30 Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni Sérhæfð heilbrigðisjónusta er staðsett fyrir sunnan og byggð á góðum rökum en það má ekki gleymast að halda við, bæta og tæknivæða heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð. Ferðakostnaður Einungis eru tvær ferðir niðurgreiddar á ári á hvern einstakling á landsbyggðinni sem þarf að leita sér læknisþjónustu til Reykjavíkur en löngu tímabært er að þróa þá niðurgreiðslu enn frekar með fleiri ferðum árlega. Tvær ferðir dugðu mögulega hér áður þegar uppbygging heilbrigðisþjónustu var um allt land og læknamönnun góð úti á landi. En nú hefur það snúist við og sérhæfð heilbrigðisþjónusta fer að mestu fram á suðvesturhorninu. Þessi staðreynd kallar á fleiri niðurgreiddar ferðir frá sjúkratryggingum Íslands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Fjármunir út á land Setja verður aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið úti á landi, standa verður vörð um fjórðungssjúkrahúsin, efla starfsemi heilsugæslustöðva og fjölga þeim með samblandi af einkavæðingu og ríkisrekstri sem bætir þjónustuna enn frekar og án kostnaðarauka fyrir einstaklinga né ríkið. Mikilvægt er einnig að Sjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem háskólasjúkrahús. Horfa verður í þessa mikilvægu uppbyggingu á landsbyggðinni og að fjármunir séu settir í þessi verkefni. Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Hvað gefur það okkur að fá aukinn einkarekstur inn í heilbrigðisþjónustuna? Aukið val hjá almenningi, aukin atvinna hérlendis og sparnaður fyrir ríkið með því að þurfa ekki að senda fólk erlendis í aðgerðir. Biðlistar eftir aðgerðum styttast, einstaklingar komast fyrr í aðgerð sem eykur lífsgæði þeirra á allan hátt. Mikil bið er eftir ákveðnum aðgerðum og það að einstaklingar séu frekar sendir erlendis með fylgdarmanni sem er bæði mun dýrara úrræði og óhagkvæmara fyrir einstaklinginn heldur ekki rökum og kostar þjóðfélagið umtalsvert fjármagn sem komast má hjá. Þar með er einkarekstur erlendis styrktur með gífurlegri kostnaðaraukningu fyrir ríkið í stað einkareksturs hérlendis hjá okkar fagfólki fyrir mun minni fjármuni. Mikilvæg staðsetning Reykjavíkurflugvallar Aðgengi íbúa á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu staðsettri á Landsspítalanum þarf að tryggja og með eins stuttum ferðatíma og hægt er. Hér skipta mínútur öllu máli varðandi líf og heilsu einstaklinga er snertir fyrirbura, innvortis blæðingar, hjartaveikindi o.fl. en sú sérhæfða heilbrigðisþjónusta er einungis staðsett á Landspítalanum við hlið Reykjavíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni þarf því að fá að vera óáreittur á þeim stað á grundvelli almannahagsmuna. Tryggjum lagabreytingar á þann hátt að það sé ekki í valdi Reykjavíkurborgar hvort við komumst tímanlega í hendur sérhæfðra lækna til að bjarga lífi okkar og heilsu. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi .
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun