Rýma svæðið næst gosstöðvunum vegna gasmengunar og gjóskufalls Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2021 16:20 Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir sem standa vaktina við gosstöðvarnar í Geldingadölum hafa hafist handa við að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum, bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Að sögn ljósmyndara Vísis sem staddur er á svæðinu er verið að rýma svæðið efst uppi á hryggnum fyrir ofan gosið og á fjöllunum í kring hvað næst gosinu. Ekki er þó verið að loka svæðinu alveg. Þá hafi gjóska og litlir hraunmolar fallið yfir viðstadda. Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars kona að gefa ungu barni brjóst á svæðinu þegar gjóskan féll yfir. Björgunarsveitarmaður með gasgrímu og áhrifavaldur í myndatöku á steini við gosstöðvarnar í dag.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst fyrr í dag segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í örfáar mínútur en eykst svo aftur með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést að því er fram kom í tilkynningunni. Strókavirknin standi yfir í um tíu mínútur en þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því um klukkan eitt í nótt. Þá hefur verið gríðarlegur hiti við gosstöðvarnar og vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu. Óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Á meðfylgjani myndbandi má sjá aðstæður við gosstöðvarnar eftir hádegi í dag. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Að sögn ljósmyndara Vísis sem staddur er á svæðinu er verið að rýma svæðið efst uppi á hryggnum fyrir ofan gosið og á fjöllunum í kring hvað næst gosinu. Ekki er þó verið að loka svæðinu alveg. Þá hafi gjóska og litlir hraunmolar fallið yfir viðstadda. Litlir molar, á að giska um tveir til þrír sentímetrar í þvermál, hafa fallið niður á svæðið þar sem fólk var að fylgjast með gosinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis var meðal annars kona að gefa ungu barni brjóst á svæðinu þegar gjóskan féll yfir. Björgunarsveitarmaður með gasgrímu og áhrifavaldur í myndatöku á steini við gosstöðvarnar í dag.Vísir/Vilhelm Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem barst fyrr í dag segir að töluverðar breytingar hafi orðið á gosvirkni í nótt. Í ljósi þessa sé verið að endurmeta stærð hættusvæðis við gosstöðvarnar. Kvikustrókavirkni sem hafði verið nokkuð stöðug undanfarna daga tók að sveiflast með þeim hætti að hún dettur niður í örfáar mínútur en eykst svo aftur með miklum krafti með hærri strókum en áður hafa sést að því er fram kom í tilkynningunni. Strókavirknin standi yfir í um tíu mínútur en þessir taktföstu púlsar hafa einkennt gosið frá því um klukkan eitt í nótt. Þá hefur verið gríðarlegur hiti við gosstöðvarnar og vart hefur orðið við gróðurelda og rýkur úr jörðu. Óvíst er nákvæmlega til hvers megi rekja gróðureldana. Á meðfylgjani myndbandi má sjá aðstæður við gosstöðvarnar eftir hádegi í dag.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira