Opið bréf til Læknafélags Íslands Lilja Sif Þorsteinsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Sigrún Jóhannsdóttir, Halla Kolbeinsdóttir og Darri Eyþórsson skrifa 1. maí 2021 13:31 Í útvarpsfréttum RÚV í gær, 30.apríl, kom fram að bæði Læknafélag Íslands og Ríkislögreglustjóri Íslands legðist gegn frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um afglæpavæðingu vímuefna, sem nú er í ferli inni á Alþingi. Að Ríkislögreglustjóri leggist gegn þessu mikilvæga heilbrigðismáli ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er lögreglufólk ekki heilbrigðismenntað. Að auki er það afar skiljanlegt að lögreglan eigi erfitt með að meðtaka breytingar á starfsumhverfi sem m.a. stendur undir launum þeirra. En það eru ekki vísindi. Að Læknafélag Íslands haldi hins vegar þéttingsfast í kreddurnar, er sorglegt að sjá. Það má í raun spyrja þess hvað stéttarfélag, sem hefur þann tilgang að standa vörð um réttindi og kjör stéttarinnar, er að tala á móti skipuðum fulltrúa læknastéttarinnar, Landlæknis, sem er fylgjandi afglæpavæðingu. Svo ekki sé minnst á eina stærstu heilbrigðisstofnun heims, Alþjóðheilbrigðismálastofnunina, sem hefur kallað eftir afglæpavæðingu lengi. Hvernig stendur á þessum mikla mun? Eru læknar á Íslandi almennt sammála umsögn Læknafélagsins? Læknum ber í sínum störfum skylda til að starfa samkvæmt nýjustu rannsóknum, að vera vísindalegir í hugsun og draga ályktanir sínar af gögnum. Hinn vísindalegi hugsunarháttur miðast enda við að geta verið duglegur að rýna til gagns og endurskoða eigin nálgun, ef ný gögn berast sem breyta forsendum og útkomu. Læknar eru að auki í starfi sem gengur beinlínis út á það að hjálpa fólki, og eiginlegt markmið læknavísindanna er að hjálpa fólki til heilbrigðis. Læknar strengja allir Hippókratesareiðinn, en íslenska útgáfan af heitorði lækna hljóðar svo: „Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg viðdrengskapminn að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samviskusemi, að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits, að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum, að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna.“ Því skýtur það vægast sagt skökku við að sjá fulltrúa þessarar fagstéttar leggjast gegn afnámi refsistefnu, sem nú er vel vitað að er stórskaðlegt fyrirbæri sem hefur leitt til dauða milljóna manna um heim allan undanfarna öld. Snarrótin er nefnilega mjög sammála LÍ í því atriði að leggja þurfi áherslu á það að auka meðferðarúrræði fyrir fólk í fíknivanda. Það er nákvæmlega út frá því atriði sem ekki verður hjá því komist að benda á þversögnina sem felst í því að sjá menntaða lækna mæla með refsingum vegna ákveðinna veikinda, en ekki meðferð og lækningu. Augljóst er af lestri umsagnarinnar að LÍ hefur ekki tekið eitt einasta skref til að fræðast um nútímarannsóknir á eðli fíknivanda og árangur þeirra aðgerða sem hingað til hafa verið prófaðar til að stemma stigu við honum. Enda hafa læknar, sálfræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir verið átakanlega fjarri umræðunni um þessi mál. LÍ gefur sér t.d. þá kolröngu forsendu, að við afnám refsinga muni fíkniefnavandi aukast. Um þetta höfum við nóg af tölulegum gögnum frá öðrum löndum sem hafa afglæpavætt eða lögleitt. Niðurstaðan er skýr: Afglæpavæðing eykur ekki fíknivanda. LÍ segir að efla þurfi og styrkja lögregluna í baráttu gegn vímuefnum og hefur miklar áhyggjur af því að fyrirhugaðar lagabreytingar dragi mátt úr þeim tólum sem lögreglan hefur í baráttunni gegn ólöglegri sölu vímuefna. Afstaða LÍ er einkennileg þar sem ekkert í frumvarpinu dregur úr völdum lögreglu til að vinna gegn ólöglegri sölu vímuefna, enda er það beinlínis markmið frumvarpsins að styrkja baráttuna gegn vímuefnavandanum. Ástæðan fyrir þessu markmiði frumvarpsins er að reynslan hefur sýnt að refsistefna virkar ekki, og er beinlínis stórskaðleg bæði fólki og samfélögum. Að ekki sé minnst á kostnaðinn sem af henni hlýst. Sem dæmi um alvarlega annmarka á umsögninni má skoða fimmta tölulið þess rökstuðnings sem þar er færður: „Allar rannsóknir sýna að heldur hafi dregið úr neyslu íslenskra ungmenna bæði á áfengi og öðrum vímuefnum undanfarin ár. LÍ telur að verði farin sú leið sem frumvarpið leggur til muni fíkniefnavandi íslenskra ungmenna aukast frá því sem nú er. Refsingar hafa varnaðaráhrif. Ef neysluskammtar verða lögleiddir þá mun það að öllum líkindum hvetja ungmenni til að prófa þessi ólöglegu efni með ófyrirséðum afleiðingum öðrum en þeim að fíklum mun fjölga, líkt og gerst hefur víða annars staðar þar sem gripið hefur verið til sambærilegrar lögleiðingar ólöglegra fikniefna.“ Hér er bara samansafn af kolröngum og mótsagnakenndum fullyrðingum. Allar rannsóknir sýna að heldur hafi dregið úr neyslu íslenskra ungmenna bæði á áfengi og öðrum vímuefnum undanfarin ár. Hér er strax farið út í skurð með rökstuðninginn þar sem sú staðreynd að það hefur dregið úr neyslu meðal ungmenna bæði á löglegum og ólöglegum vímuefnum bendir einmitt sterklega til þess að það sé eitthvað annað að stýra þessari þróun en refsistefna gagnvart sumum vímuefnum. Refsingar hafa varnaðaráhrif. Það er sálfræði 101 að refsingar hafa EKKI varnaðaráhrif. Það er eitt af grunnlögmálum mannlegrar hegðunar, og undarlegt að læknar skuli ekki hafa þekkingu á þessu grunnlögmáli hegðunar en sýnir kannski hve námi í læknisfræði er ábótavant í þessu tilliti. Í framhaldi af því mætti spyrja hve mikla menntun læknar fá í sálfræði og atferlisfræði í sínu námi. Ef neysluskammtar verða lögleiddir þá mun það að öllum líkindum hvetja ungmenni til að prófa þessi ólöglegu efni með ófyrirséðum afleiðingum öðrum en þeim að fíklum mun fjölga, líkt og gerst hefur víða annars staðar þar sem gripið hefur verið til sambærilegrar lögleiðingar ólöglegra fikniefna. Það eru engin gögn sem sýna fram á að einstaklingum með vímuefnavanda (á slæmri íslensku fíklar) muni fjölga við afglæpavæðingu. Öll gögn sýna annað. Þar sem fallið hefur verið frá refsistefnunni sjáum við einmitt öfuga þróun: Færri ungmenni leiðast út í vanda. Snarrótin bendir á að hagsmunasamtök barna og ungmenna - Barnaheill hefur veitt jákvæða umsögn um fyrirliggjandi frumvarp. Það er í alvörunni skammarlegt af einni lærðustu stétt landsins að láta frá sér svona óábyrgt, og kreddufullt efni. Skammarlegt hjá stétt sem heldur því fram að hún starfi eftir vísindalegum aðferðum, að geta þá ekki skoðað öll þau yfirgnæfandi gögn og reynslu sem sýna svart á hvítu að refsistefna er skaðleg fólki, og dregið ályktanir út frá því. Skammarlegt hjá stétt sem sver þess eið að fara ekki í manngreinarálit á þeim einstaklingum sem til þeirra leita. En mæla svo með refsingum við ákveðnu meini. Skammarlegt hjá forréttindastétt að mæla með skipulögðum níðingsskap gagnvart jaðarsettasta hópi samfélagsins. Snarrótin skorar á lækna alls staðar, að láta sína afstöðu í ljós, taka fullan þátt í umræðunni og að láta vita af því ef LÍ talar ekki fyrir þá. Virðingarfyllst f.h. Snarrótarinnar, Lilja Sif Þorsteinsdóttir Halldór Auðar Svansson Darri Eyþórsson Sigrún Jóhannsdóttir Halla Kolbeinsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Fíkn Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpsfréttum RÚV í gær, 30.apríl, kom fram að bæði Læknafélag Íslands og Ríkislögreglustjóri Íslands legðist gegn frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um afglæpavæðingu vímuefna, sem nú er í ferli inni á Alþingi. Að Ríkislögreglustjóri leggist gegn þessu mikilvæga heilbrigðismáli ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er lögreglufólk ekki heilbrigðismenntað. Að auki er það afar skiljanlegt að lögreglan eigi erfitt með að meðtaka breytingar á starfsumhverfi sem m.a. stendur undir launum þeirra. En það eru ekki vísindi. Að Læknafélag Íslands haldi hins vegar þéttingsfast í kreddurnar, er sorglegt að sjá. Það má í raun spyrja þess hvað stéttarfélag, sem hefur þann tilgang að standa vörð um réttindi og kjör stéttarinnar, er að tala á móti skipuðum fulltrúa læknastéttarinnar, Landlæknis, sem er fylgjandi afglæpavæðingu. Svo ekki sé minnst á eina stærstu heilbrigðisstofnun heims, Alþjóðheilbrigðismálastofnunina, sem hefur kallað eftir afglæpavæðingu lengi. Hvernig stendur á þessum mikla mun? Eru læknar á Íslandi almennt sammála umsögn Læknafélagsins? Læknum ber í sínum störfum skylda til að starfa samkvæmt nýjustu rannsóknum, að vera vísindalegir í hugsun og draga ályktanir sínar af gögnum. Hinn vísindalegi hugsunarháttur miðast enda við að geta verið duglegur að rýna til gagns og endurskoða eigin nálgun, ef ný gögn berast sem breyta forsendum og útkomu. Læknar eru að auki í starfi sem gengur beinlínis út á það að hjálpa fólki, og eiginlegt markmið læknavísindanna er að hjálpa fólki til heilbrigðis. Læknar strengja allir Hippókratesareiðinn, en íslenska útgáfan af heitorði lækna hljóðar svo: „Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg viðdrengskapminn að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samviskusemi, að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits, að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum, að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna.“ Því skýtur það vægast sagt skökku við að sjá fulltrúa þessarar fagstéttar leggjast gegn afnámi refsistefnu, sem nú er vel vitað að er stórskaðlegt fyrirbæri sem hefur leitt til dauða milljóna manna um heim allan undanfarna öld. Snarrótin er nefnilega mjög sammála LÍ í því atriði að leggja þurfi áherslu á það að auka meðferðarúrræði fyrir fólk í fíknivanda. Það er nákvæmlega út frá því atriði sem ekki verður hjá því komist að benda á þversögnina sem felst í því að sjá menntaða lækna mæla með refsingum vegna ákveðinna veikinda, en ekki meðferð og lækningu. Augljóst er af lestri umsagnarinnar að LÍ hefur ekki tekið eitt einasta skref til að fræðast um nútímarannsóknir á eðli fíknivanda og árangur þeirra aðgerða sem hingað til hafa verið prófaðar til að stemma stigu við honum. Enda hafa læknar, sálfræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir verið átakanlega fjarri umræðunni um þessi mál. LÍ gefur sér t.d. þá kolröngu forsendu, að við afnám refsinga muni fíkniefnavandi aukast. Um þetta höfum við nóg af tölulegum gögnum frá öðrum löndum sem hafa afglæpavætt eða lögleitt. Niðurstaðan er skýr: Afglæpavæðing eykur ekki fíknivanda. LÍ segir að efla þurfi og styrkja lögregluna í baráttu gegn vímuefnum og hefur miklar áhyggjur af því að fyrirhugaðar lagabreytingar dragi mátt úr þeim tólum sem lögreglan hefur í baráttunni gegn ólöglegri sölu vímuefna. Afstaða LÍ er einkennileg þar sem ekkert í frumvarpinu dregur úr völdum lögreglu til að vinna gegn ólöglegri sölu vímuefna, enda er það beinlínis markmið frumvarpsins að styrkja baráttuna gegn vímuefnavandanum. Ástæðan fyrir þessu markmiði frumvarpsins er að reynslan hefur sýnt að refsistefna virkar ekki, og er beinlínis stórskaðleg bæði fólki og samfélögum. Að ekki sé minnst á kostnaðinn sem af henni hlýst. Sem dæmi um alvarlega annmarka á umsögninni má skoða fimmta tölulið þess rökstuðnings sem þar er færður: „Allar rannsóknir sýna að heldur hafi dregið úr neyslu íslenskra ungmenna bæði á áfengi og öðrum vímuefnum undanfarin ár. LÍ telur að verði farin sú leið sem frumvarpið leggur til muni fíkniefnavandi íslenskra ungmenna aukast frá því sem nú er. Refsingar hafa varnaðaráhrif. Ef neysluskammtar verða lögleiddir þá mun það að öllum líkindum hvetja ungmenni til að prófa þessi ólöglegu efni með ófyrirséðum afleiðingum öðrum en þeim að fíklum mun fjölga, líkt og gerst hefur víða annars staðar þar sem gripið hefur verið til sambærilegrar lögleiðingar ólöglegra fikniefna.“ Hér er bara samansafn af kolröngum og mótsagnakenndum fullyrðingum. Allar rannsóknir sýna að heldur hafi dregið úr neyslu íslenskra ungmenna bæði á áfengi og öðrum vímuefnum undanfarin ár. Hér er strax farið út í skurð með rökstuðninginn þar sem sú staðreynd að það hefur dregið úr neyslu meðal ungmenna bæði á löglegum og ólöglegum vímuefnum bendir einmitt sterklega til þess að það sé eitthvað annað að stýra þessari þróun en refsistefna gagnvart sumum vímuefnum. Refsingar hafa varnaðaráhrif. Það er sálfræði 101 að refsingar hafa EKKI varnaðaráhrif. Það er eitt af grunnlögmálum mannlegrar hegðunar, og undarlegt að læknar skuli ekki hafa þekkingu á þessu grunnlögmáli hegðunar en sýnir kannski hve námi í læknisfræði er ábótavant í þessu tilliti. Í framhaldi af því mætti spyrja hve mikla menntun læknar fá í sálfræði og atferlisfræði í sínu námi. Ef neysluskammtar verða lögleiddir þá mun það að öllum líkindum hvetja ungmenni til að prófa þessi ólöglegu efni með ófyrirséðum afleiðingum öðrum en þeim að fíklum mun fjölga, líkt og gerst hefur víða annars staðar þar sem gripið hefur verið til sambærilegrar lögleiðingar ólöglegra fikniefna. Það eru engin gögn sem sýna fram á að einstaklingum með vímuefnavanda (á slæmri íslensku fíklar) muni fjölga við afglæpavæðingu. Öll gögn sýna annað. Þar sem fallið hefur verið frá refsistefnunni sjáum við einmitt öfuga þróun: Færri ungmenni leiðast út í vanda. Snarrótin bendir á að hagsmunasamtök barna og ungmenna - Barnaheill hefur veitt jákvæða umsögn um fyrirliggjandi frumvarp. Það er í alvörunni skammarlegt af einni lærðustu stétt landsins að láta frá sér svona óábyrgt, og kreddufullt efni. Skammarlegt hjá stétt sem heldur því fram að hún starfi eftir vísindalegum aðferðum, að geta þá ekki skoðað öll þau yfirgnæfandi gögn og reynslu sem sýna svart á hvítu að refsistefna er skaðleg fólki, og dregið ályktanir út frá því. Skammarlegt hjá stétt sem sver þess eið að fara ekki í manngreinarálit á þeim einstaklingum sem til þeirra leita. En mæla svo með refsingum við ákveðnu meini. Skammarlegt hjá forréttindastétt að mæla með skipulögðum níðingsskap gagnvart jaðarsettasta hópi samfélagsins. Snarrótin skorar á lækna alls staðar, að láta sína afstöðu í ljós, taka fullan þátt í umræðunni og að láta vita af því ef LÍ talar ekki fyrir þá. Virðingarfyllst f.h. Snarrótarinnar, Lilja Sif Þorsteinsdóttir Halldór Auðar Svansson Darri Eyþórsson Sigrún Jóhannsdóttir Halla Kolbeinsdóttir
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun