Örorka og afkoma Atli Þór Þorvaldsson skrifar 30. apríl 2021 20:28 Á Íslandi er mikil velmegun. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims. Meðaltal launatekna er með því hæsta sem gerist. Landið er fámennt en ríkt af auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum og við höfum virkjað bæði fallvötn og jarðhita. Og á síðustu árum, áður en heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á, flæddu ferðamenn til landsins og ný auðlind varð til. Í þessu ríka landi er samt ekki allt eins og best verður á kosið. Lífið er erfitt hjá of mörgum. Sumum er kerfislega gert lífið óþarflega erfitt. Auðlegðin er alls ekki í boði fyrir alla. Marga bresti má sjá í heilbrigðiskerfinu okkar. Starfsfólk er undir gríðarlegu álagi, tæki á Landspítala eru jafnvel gömul og úreld og biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengjast. Einn hópur sem mjög þarf á góðu heilbrigðiskerfi og stuðningi að halda, eru öryrkjar. Það er mikið tekið af fólki tekið þegar heilsan er ekki í lagi. Öryrkjar eru á öllum aldri og allir geta orðið öryrkjar hvenær sem er og á hvaða aldri sem er en enginn óskar sér þess. Örorkunni sem slíkri fylgja ýmis konar vandamál. Það er erfitt að glíma við fötlun og veikindi með öllum þeim takmörkunum, tálmunum, verkjum og vanlíðan sem heilsubrestinum gjarnan fylgir. Ofan á þetta allt saman er allt of langt gengið í að njörva sem flesta öryrkja niður í fátæktargildru. Öryrkjum eru skömmtuð kjör sem almennt er ekki hægt að lifa á. Sé horft til annarra hópa sem eru á kjörum sem duga ekki til framfærslu, er ekki úr vegi að benda á lágmarkslaun og atvinnuleysisbætur. Enginn vill vera á lágmarkslaunum, en almennt hafa þeir sem búa við slík kjör tækifæri til að hækka í launum með aukinni starfsreynslu og menntun. Í raun er engum ætlað að vera til lengdar á lægstu taxtalaunum. Lengst af hefur atvinnustig verið nokkuð gott í landinu og fáir þurft að búa við langtíma atvinnuleysi. Ástandið er óvenju slæmt núna, í kjölfar Covid-19 faraldursins. Það horfir þó til betri vegar. Vonandi er sá tími að koma aftur að allir geti fengið vinnu sem hafa til þess vilja og getu. Atvinnuleysistryggingar gera enda ekki ráð fyrir að fólk þurfi að vera á atvinnuleysisbótum til lengdar. Svo ótrúlega sem það hljómar þá eru öryrkjum skömmtuð kjör sem eru undir bæði lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Það segir sig sjálft að einstaklingur með skerta starfsgetu hefur ekki mikla möguleika til að bæta kjör sín. Menntun og starfsreynsla koma þar ekki að neinum notum. Hafi öryrkinn tækifæri og þrek til þess að vinna hlutastarf, þó ekki sé nema til þess að komast út á meðal fólks, þá eru skerðingar með þeim hætti að viðkomandi ber nánast ekkert úr bítum, þvert á móti er viðkomandi oft verr settur fjárhagslega með þátttöku á vinnumarkaði. Kerfið dæmir flesta öryrkja til fátæktar. Þegar föst útgjöld hafa verið greidd er lítið sem ekkert eftir fyrir nauðsynjum svo sem lyfjum og matvælum. Öryrkjum er markvisst og meðvitað haldið undir fátæktarmörkum. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa kjör allra landsmanna, annara en öryrkja, batnað. Þeir sitja algjörlega eftir. Tekjur þeirra duga ekki til almennrar framfærslu. Þær halda auk þess ekki í við launavísitölu. Skömmin er svo fullkomnuð með tekjutengingum, þannig að öryrkjum er gert illmögulegt að bæta kjör sín. Ef ástin knýr dyra hjá öryrkja verður það til þess að skerða afkomu hans. Það sama gildir þegar barn öryrkja verður 18 ára, við það eitt og sér versna kjör öryrkjans. Þá sjaldan sem stjórnmálamenn ræða kjör öryrkja, er iðulega farið með staðlausa stafi. Fjármálaráðherra hefur til dæmis rangtúlkað tölur með slíkum hætti að annað hvort er um yfirgripsmikið þekkingarleysi að ræða eða hreinlega viljandi rangfærslur. Öryrkjar landsins finna það vel á eigin skinni að þeir eru algjör afgangsstærð í augum stjórnvalda, sem ljá því ekki einu sinni máls að bæta kjör þeirra. Nú á að fara að safna aftur í sjóði samkvæmt fjármálaáætlun næstu ára. Ekki virðist nokkur áhugi á að bæta kjör okkar veikasta hóps. Þeirra sem minnst mega sín. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti, þegar því er haldið fram að vel hafi verið gert í málaflokknum. Í haust verða kosningar og kjörnir fulltrúar sækja um endurnýjað umboð. Árangursleysi núverandi stjórnvalda er mælanlegt og öryrkjar vita hvað þeir hafa ekki fengið. Er ekki rétt að minnast þess þegar komið er í kjörklefann í haust? Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er mikil velmegun. Ísland er ein af ríkustu þjóðum heims. Meðaltal launatekna er með því hæsta sem gerist. Landið er fámennt en ríkt af auðlindum, við eigum fiskinn í sjónum og við höfum virkjað bæði fallvötn og jarðhita. Og á síðustu árum, áður en heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar skall á, flæddu ferðamenn til landsins og ný auðlind varð til. Í þessu ríka landi er samt ekki allt eins og best verður á kosið. Lífið er erfitt hjá of mörgum. Sumum er kerfislega gert lífið óþarflega erfitt. Auðlegðin er alls ekki í boði fyrir alla. Marga bresti má sjá í heilbrigðiskerfinu okkar. Starfsfólk er undir gríðarlegu álagi, tæki á Landspítala eru jafnvel gömul og úreld og biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengjast. Einn hópur sem mjög þarf á góðu heilbrigðiskerfi og stuðningi að halda, eru öryrkjar. Það er mikið tekið af fólki tekið þegar heilsan er ekki í lagi. Öryrkjar eru á öllum aldri og allir geta orðið öryrkjar hvenær sem er og á hvaða aldri sem er en enginn óskar sér þess. Örorkunni sem slíkri fylgja ýmis konar vandamál. Það er erfitt að glíma við fötlun og veikindi með öllum þeim takmörkunum, tálmunum, verkjum og vanlíðan sem heilsubrestinum gjarnan fylgir. Ofan á þetta allt saman er allt of langt gengið í að njörva sem flesta öryrkja niður í fátæktargildru. Öryrkjum eru skömmtuð kjör sem almennt er ekki hægt að lifa á. Sé horft til annarra hópa sem eru á kjörum sem duga ekki til framfærslu, er ekki úr vegi að benda á lágmarkslaun og atvinnuleysisbætur. Enginn vill vera á lágmarkslaunum, en almennt hafa þeir sem búa við slík kjör tækifæri til að hækka í launum með aukinni starfsreynslu og menntun. Í raun er engum ætlað að vera til lengdar á lægstu taxtalaunum. Lengst af hefur atvinnustig verið nokkuð gott í landinu og fáir þurft að búa við langtíma atvinnuleysi. Ástandið er óvenju slæmt núna, í kjölfar Covid-19 faraldursins. Það horfir þó til betri vegar. Vonandi er sá tími að koma aftur að allir geti fengið vinnu sem hafa til þess vilja og getu. Atvinnuleysistryggingar gera enda ekki ráð fyrir að fólk þurfi að vera á atvinnuleysisbótum til lengdar. Svo ótrúlega sem það hljómar þá eru öryrkjum skömmtuð kjör sem eru undir bæði lágmarkslaunum og atvinnuleysisbótum. Það segir sig sjálft að einstaklingur með skerta starfsgetu hefur ekki mikla möguleika til að bæta kjör sín. Menntun og starfsreynsla koma þar ekki að neinum notum. Hafi öryrkinn tækifæri og þrek til þess að vinna hlutastarf, þó ekki sé nema til þess að komast út á meðal fólks, þá eru skerðingar með þeim hætti að viðkomandi ber nánast ekkert úr bítum, þvert á móti er viðkomandi oft verr settur fjárhagslega með þátttöku á vinnumarkaði. Kerfið dæmir flesta öryrkja til fátæktar. Þegar föst útgjöld hafa verið greidd er lítið sem ekkert eftir fyrir nauðsynjum svo sem lyfjum og matvælum. Öryrkjum er markvisst og meðvitað haldið undir fátæktarmörkum. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa kjör allra landsmanna, annara en öryrkja, batnað. Þeir sitja algjörlega eftir. Tekjur þeirra duga ekki til almennrar framfærslu. Þær halda auk þess ekki í við launavísitölu. Skömmin er svo fullkomnuð með tekjutengingum, þannig að öryrkjum er gert illmögulegt að bæta kjör sín. Ef ástin knýr dyra hjá öryrkja verður það til þess að skerða afkomu hans. Það sama gildir þegar barn öryrkja verður 18 ára, við það eitt og sér versna kjör öryrkjans. Þá sjaldan sem stjórnmálamenn ræða kjör öryrkja, er iðulega farið með staðlausa stafi. Fjármálaráðherra hefur til dæmis rangtúlkað tölur með slíkum hætti að annað hvort er um yfirgripsmikið þekkingarleysi að ræða eða hreinlega viljandi rangfærslur. Öryrkjar landsins finna það vel á eigin skinni að þeir eru algjör afgangsstærð í augum stjórnvalda, sem ljá því ekki einu sinni máls að bæta kjör þeirra. Nú á að fara að safna aftur í sjóði samkvæmt fjármálaáætlun næstu ára. Ekki virðist nokkur áhugi á að bæta kjör okkar veikasta hóps. Þeirra sem minnst mega sín. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti, þegar því er haldið fram að vel hafi verið gert í málaflokknum. Í haust verða kosningar og kjörnir fulltrúar sækja um endurnýjað umboð. Árangursleysi núverandi stjórnvalda er mælanlegt og öryrkjar vita hvað þeir hafa ekki fengið. Er ekki rétt að minnast þess þegar komið er í kjörklefann í haust? Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun