Hvað með allt hitt? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 30. apríl 2021 10:00 Það var dapurlegt að horfa á Kveik í gærkvöldi þar sem flett var ofan af sjálftöku félags sem hefur um áraraðir tekist að draga hundruðir milljóna í vasa eigenda sinna fyrir þjónustu við lífeyrissjóðina. Það skal tekið fram að LIVE og VR eru með sitt eigið skráningarkerfi og því ekki hluti af þessu tiltekna svindli. En hugsið ykkur að ef eitt fyrirtæki sem starfar svo nálægt sjóðunum og sérfræðingum þeirra kemst upp með svona lagað óáreitt og eftirlitslaust, hvað með allt hitt? Hvernig er eftirliti með fjárfestingum háttað þegar nýráðin framkvæmdastjóri stéttarfélags fer að gera athugasemdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur viðgengist um áraraðir ofan í hálsmáli sjóðanna. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða eru tugir milljarðar á ári hverju og þar starfa á annað hundrað mjög vel launaðra stjórnenda sem bera ábyrgð á þessu máli og yfir 6.000 milljarða eignum. Það er von að maður spyrji hvar fleiri leka og sviksamleg athæfi séu að finna innan lífeyrissjóðanna. Mín reynsla af þeim spillingarmálum sem komið hafa upp síðustu árin eru að sjóðirnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rannsaka og sækja rétt sinn fyrir hönd eigenda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orðspor stjórnenda meira en raunverulegir hagsmunir sjóðfélaga. Þetta eru stór orð en auðvelt er að rökstyðja með spurningu: Hversu oft hafa lífeyrissjóðirnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um sviksamlegt athæfi gagnvart þeim? Ég held að flestir viti svarið. Þó er hægt að nefna hrunmálin, alþjóðleg endurskoðendafyrirtæki hrunfyrirtækjanna sem kvittuðu uppá að allt væri í lagi, gjaldmiðlaafleiður lífeyrissjóðanna fyrir hrun, Bakkavararmálið 2015 þar sem sjóðirnir töpuðu að lágmarki 50 til 60 milljörðum, kísilverin, Lindarvatn, Upphaf, Gamma og svo mætti lengi lengi telja. Af nægu er að taka en ekki virðist nokkur áhugi á að gera neitt í einu eða neinu nema það komi uppá yfirborðið með þeim hætti sem Kveikur fjallaði um. Versta form spillingar er ekki glæpurinn sjálfur, heldur að vita af honum og aðhafast ekkert, meðvirknin og þöggunin er frjór jarðvegur spillingar og ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna er mikill. Maður hefði ætlað að hryna afsagna kæmi nú í kjölfarið en ekkert mun raunverulega breytast. En svona gerast hlutirnir þegar farið er með annara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitraða kúltúr er að heildarendurskoðun fari fram á starfsemi lífeyrissjóða og að sjóðfélagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir spilling og sviksemi en aðhaldið yrði margfalt betra og meira, því verra getur þetta ekki orðið. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að horfa á Kveik í gærkvöldi þar sem flett var ofan af sjálftöku félags sem hefur um áraraðir tekist að draga hundruðir milljóna í vasa eigenda sinna fyrir þjónustu við lífeyrissjóðina. Það skal tekið fram að LIVE og VR eru með sitt eigið skráningarkerfi og því ekki hluti af þessu tiltekna svindli. En hugsið ykkur að ef eitt fyrirtæki sem starfar svo nálægt sjóðunum og sérfræðingum þeirra kemst upp með svona lagað óáreitt og eftirlitslaust, hvað með allt hitt? Hvernig er eftirliti með fjárfestingum háttað þegar nýráðin framkvæmdastjóri stéttarfélags fer að gera athugasemdir við háan kostnað og flettir svo ofan af svindli sem hefur viðgengist um áraraðir ofan í hálsmáli sjóðanna. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða eru tugir milljarðar á ári hverju og þar starfa á annað hundrað mjög vel launaðra stjórnenda sem bera ábyrgð á þessu máli og yfir 6.000 milljarða eignum. Það er von að maður spyrji hvar fleiri leka og sviksamleg athæfi séu að finna innan lífeyrissjóðanna. Mín reynsla af þeim spillingarmálum sem komið hafa upp síðustu árin eru að sjóðirnir leggja meira kapp á að þagga niður og fela en að rannsaka og sækja rétt sinn fyrir hönd eigenda sinna. Með öðrum orðum þá vegur orðspor stjórnenda meira en raunverulegir hagsmunir sjóðfélaga. Þetta eru stór orð en auðvelt er að rökstyðja með spurningu: Hversu oft hafa lífeyrissjóðirnir farið í mál, eða leitað réttar síns, til að sækja bætur ef grunur er um sviksamlegt athæfi gagnvart þeim? Ég held að flestir viti svarið. Þó er hægt að nefna hrunmálin, alþjóðleg endurskoðendafyrirtæki hrunfyrirtækjanna sem kvittuðu uppá að allt væri í lagi, gjaldmiðlaafleiður lífeyrissjóðanna fyrir hrun, Bakkavararmálið 2015 þar sem sjóðirnir töpuðu að lágmarki 50 til 60 milljörðum, kísilverin, Lindarvatn, Upphaf, Gamma og svo mætti lengi lengi telja. Af nægu er að taka en ekki virðist nokkur áhugi á að gera neitt í einu eða neinu nema það komi uppá yfirborðið með þeim hætti sem Kveikur fjallaði um. Versta form spillingar er ekki glæpurinn sjálfur, heldur að vita af honum og aðhafast ekkert, meðvirknin og þöggunin er frjór jarðvegur spillingar og ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna er mikill. Maður hefði ætlað að hryna afsagna kæmi nú í kjölfarið en ekkert mun raunverulega breytast. En svona gerast hlutirnir þegar farið er með annara manna fé og eina leiðin til að breyta þessum eitraða kúltúr er að heildarendurskoðun fari fram á starfsemi lífeyrissjóða og að sjóðfélagar sjálfir munu skipa í stjórnir þeirra. Slíkt kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir spilling og sviksemi en aðhaldið yrði margfalt betra og meira, því verra getur þetta ekki orðið. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar