Veittu ekki viðunandi leiðbeiningar vegna heimsóknarbanns Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 19:10 Eiginmaður konunnar hefði getað kært ákvörðunina um að synja ósk hans um undanþágu til að heimsækja hana til heilbrigðisráðuneytisins en hann var ekki upplýstur um þann rétt sinn. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina. Settur umboðsmaður Alþingis ritaði heilbrigðisráðherra bréf til að minna á leiðbeiningaskyldu stjórnvalda í kjölfar málsins. Maðurinn leitaði til embættis landlæknis eftir að hjúkrunarheimilið þar sem konan hans býr synjaði honum um undanþágu frá banninu til að fá að heimsækja hana í mars í fyrra. Embættið óskaði eftir skýringum frá heimilinu og að þeim fengnum taldi það ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðsluna, að því er kemur fram í áliti umboðsmanns. Vísaði maðurinn máli sínu til heilbrigðisráðuneytisins í janúar og gerði athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöðu landlæknis. Ráðuneytið taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu landlæknis vegna málsins. Í framhaldinu var lögð fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna meðferðar og afgreiðslu landlæknisembættisins á erindi mannsins um að hjúkrunarheimilið hefði synjað undanþágubeiðni hans. Umboðsmaður gerði ekki efnislegar athugasemdir við niðurstöðu embættisins eða ráðuneytisins í málinu. Aftur á móti gagnrýndi umboðsmaður að hjúkrunarheimilið, landlæknir og heilbrigðisráðuneytið hefðu átt að gera manninum ljóst fyrr að landlæknisembættið hefði ekki aðkomu að kæru vegna ákvörðun hjúkrunarheimilisins um að synja beiðni hans. Stjórnvöld hefðu ekki veitt manninum viðunandi leiðbeiningar um að hann gæti kært synjunina til ráðuneytisins. Minnti umboðsmaður á að erindi stjórnvalda til borgaranna skuli vera nægjanlega skýr til að þeir geti gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni, ekki síst þegar teknar séu íþyngjandi stjórnvaldaákvarðanir. Skrifaðir Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann beindi því til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið í huga framvegis. Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Settur umboðsmaður Alþingis ritaði heilbrigðisráðherra bréf til að minna á leiðbeiningaskyldu stjórnvalda í kjölfar málsins. Maðurinn leitaði til embættis landlæknis eftir að hjúkrunarheimilið þar sem konan hans býr synjaði honum um undanþágu frá banninu til að fá að heimsækja hana í mars í fyrra. Embættið óskaði eftir skýringum frá heimilinu og að þeim fengnum taldi það ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðsluna, að því er kemur fram í áliti umboðsmanns. Vísaði maðurinn máli sínu til heilbrigðisráðuneytisins í janúar og gerði athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöðu landlæknis. Ráðuneytið taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu landlæknis vegna málsins. Í framhaldinu var lögð fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna meðferðar og afgreiðslu landlæknisembættisins á erindi mannsins um að hjúkrunarheimilið hefði synjað undanþágubeiðni hans. Umboðsmaður gerði ekki efnislegar athugasemdir við niðurstöðu embættisins eða ráðuneytisins í málinu. Aftur á móti gagnrýndi umboðsmaður að hjúkrunarheimilið, landlæknir og heilbrigðisráðuneytið hefðu átt að gera manninum ljóst fyrr að landlæknisembættið hefði ekki aðkomu að kæru vegna ákvörðun hjúkrunarheimilisins um að synja beiðni hans. Stjórnvöld hefðu ekki veitt manninum viðunandi leiðbeiningar um að hann gæti kært synjunina til ráðuneytisins. Minnti umboðsmaður á að erindi stjórnvalda til borgaranna skuli vera nægjanlega skýr til að þeir geti gert sér grein fyrir réttarstöðu sinni, ekki síst þegar teknar séu íþyngjandi stjórnvaldaákvarðanir. Skrifaðir Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, heilbrigðisráðherra bréf þar sem hann beindi því til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið í huga framvegis.
Umboðsmaður Alþingis Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira