Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 11:47 Þórólfur fékk fyrri sprautuna af AstraZeneca í gær og sagðist í dag ekki hafa fundið fyrir aukaverkunum. Vísir/Vilhelm Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi en eins og frægt er orðið var hann meðal þeirra sem voru bólusettir í gær. Á þriðjudag voru bólusettir einstaklingar með langvinna sjúkdóma en í gær einstaklingar á aldrinum 60 til 69 ára. Þórólfur sagði að það væri ánægjulegt hversu margir hefðu þegið bólusetningu í gær, enda væri efnið jafn virkt og örugg og önnur fyrir þann hóp sem stæði það til boða. Hann sagði fjölda fyrirspurna hafa borist vegna bóluefnisins engu að síður og bað fólk um að sýna biðlund. Mikið álag væri á starfsmönnum heilsugæslunnar vegna fjölda fyrirspurna en þeim yrði öllum svarað með tíð og tíma. Þá benti hann fólki á að leita upplýsinga á covid.is og á vef Landlæknisembættisins og sagðist gruna að þar mætti finna mörg þeirra svara sem leitað væri að. Þórólfur sagði að í lok júní ættu Íslendingar að hafa fengið 360 þúsund skammta af bóluefni og væru þá ekki talin með sendingar AstraZeneca og Janssen í maí og júní, þar sem dreifingaráætlun fyrirtækjanna lægi ekki fyrir. Aðspurður sagðist Þórólfur telja afléttingaráætlun stjórnvalda raunhæfa, að því gefnu að aðgerðir á landamærunum bæru árangur og að dreifingaráætlanir lyfjaframleiðandanna stæðust. Þá sagði hann fyrri skammt bóluefnanna veita vernd gegn alvarlegum veikindum en fólk gæti enn fengið veiruna og smitað aðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi en eins og frægt er orðið var hann meðal þeirra sem voru bólusettir í gær. Á þriðjudag voru bólusettir einstaklingar með langvinna sjúkdóma en í gær einstaklingar á aldrinum 60 til 69 ára. Þórólfur sagði að það væri ánægjulegt hversu margir hefðu þegið bólusetningu í gær, enda væri efnið jafn virkt og örugg og önnur fyrir þann hóp sem stæði það til boða. Hann sagði fjölda fyrirspurna hafa borist vegna bóluefnisins engu að síður og bað fólk um að sýna biðlund. Mikið álag væri á starfsmönnum heilsugæslunnar vegna fjölda fyrirspurna en þeim yrði öllum svarað með tíð og tíma. Þá benti hann fólki á að leita upplýsinga á covid.is og á vef Landlæknisembættisins og sagðist gruna að þar mætti finna mörg þeirra svara sem leitað væri að. Þórólfur sagði að í lok júní ættu Íslendingar að hafa fengið 360 þúsund skammta af bóluefni og væru þá ekki talin með sendingar AstraZeneca og Janssen í maí og júní, þar sem dreifingaráætlun fyrirtækjanna lægi ekki fyrir. Aðspurður sagðist Þórólfur telja afléttingaráætlun stjórnvalda raunhæfa, að því gefnu að aðgerðir á landamærunum bæru árangur og að dreifingaráætlanir lyfjaframleiðandanna stæðust. Þá sagði hann fyrri skammt bóluefnanna veita vernd gegn alvarlegum veikindum en fólk gæti enn fengið veiruna og smitað aðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira