Nýliðaval NFL í beinni í kvöld: Verður hárprúði leikstjórnandinn valinn fyrstur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 14:31 Trevor Lawrence gerði flotta hluti hjá Clemson og varð bandarískur háskólameistari með skólanum þar sem hann var aðalmaðurinn. AP/Jeff Siner Í fyrsta sinn verður hægt að sjá nýliðaval NFL-deildarinnar í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi. Þetta er mikilvægt kvöld fyrir liðin í NFL deildinni því þá fer fram fyrsti dagur nýliðavalsins þar sem lélegustu liðin í deildinni vonast til að finna manninn sem breytir öllu fyrir félagið á næstu árum. Eins og venjan er í bandarísku atvinnumannadeildunum þá fá slökustu liðin í deildinni að velja fyrst. Í NBA deildinni er dregið um röðina þar sem lélegustu liðin hafa bestu líkurnar en í NFL-deildinni þá fer þetta algjörlega eftir árangrinum á leiktíðinni á undan. Það er því Jacksonville Jaguars liðið sem fær að velja fyrst en síðan mun New York Jets velja númer tvö. San Francisco 49ers velur þriðja í röðinni en 49ers liðið fékk þá stöðu í gegnum leikmannaskipti. Atlanta Falcons er númer fjögur og Cincinnati Bengals númer fimm. HAPPY 2021 #NFLDRAFT DAY! pic.twitter.com/min9zifTDk— NFL UK (@NFLUK) April 29, 2021 Bandarískir sérfræðingar eru lengi búnir að velta því fyrir sér hvaða leikmenn verða valdir fyrstir og sá líklegasti til að fara til Jacksonville Jaguars er hárprúði leikstjórnandinn Trevor Lawrence sem spilaði með Clemson skólanum. Trevor Lawrence þykir líklegur til að verða besti leikstjórnandi sinnar kynslóðar og mesta vonarstjarnan í sinni stöðu síðan að Andrew Luck var valinn árið 2012. Trevor Lawrence er bara 21 árs gamall en hann lætur leikinn sinn líta út eins og þetta sé ekkert mál. Það er góð vísbending um snilli manna. Fróðir menn hafa líka verið að tala um sem einstakan leikmann síðan hann var menntaskóla og hann kom inn í háskólaboltann með miklar væntingar en stóðst þær með glæsibrag. For years, we've been tellin' you about @Trevorlawrencee.A generational talent? The face of college football? A franchise QB? Take your pick... Now, we are just 2 4 hours away from witnessing the next step in his journey! : 2021 #NFLDraft - TOMORROW 8PM ET NFLN/ESPN pic.twitter.com/9yxyC5NZEy— Clemson Football (@ClemsonFB) April 29, 2021 Það hefur verið magnað að sjá þennan strák spila með allar þessar væntingar síðan hann var fjórtán ára gamall en sumir hafa lýst uppkomu hans við þeirri hjá körfuboltamanninum LeBron James á sínum tíma. Það þykir nánast öruggt að Jacksonville Jaguars velji leikstjórnanda og velji þá Trevor Lawrence. Það eru aðrir leikstjórnendur sem koma til greina og þá einkum Zach Wilson sem hefur verið líkt við Patrick Mahomes. New York Jets skipti frá sér leikstjórnandanum Sam Darnold á dögunum og er örugglega að fara að taka leikstjórnanda númer tvö í valinu. Leikstjórnandinn Mac Jones frá Alabama gæti farið til San Francisco 49ers en Atlanta Falcons þarf hins vegar ekki leikstjórnanda og gæti valið innherjann Kyle Pitts númer fjögur. Menn eru mjög spenntir fyrir Kyle Pitts og sjá þar fyrir sér stórstjörnu í sinni stöðu. Það verður því mjög spennandi fyrir NFL aðdáendur að sjá hvernig nýliðavalið fer í kvöld og að þessu sinni verður hægt að fylgjast með því í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Þetta er mikilvægt kvöld fyrir liðin í NFL deildinni því þá fer fram fyrsti dagur nýliðavalsins þar sem lélegustu liðin í deildinni vonast til að finna manninn sem breytir öllu fyrir félagið á næstu árum. Eins og venjan er í bandarísku atvinnumannadeildunum þá fá slökustu liðin í deildinni að velja fyrst. Í NBA deildinni er dregið um röðina þar sem lélegustu liðin hafa bestu líkurnar en í NFL-deildinni þá fer þetta algjörlega eftir árangrinum á leiktíðinni á undan. Það er því Jacksonville Jaguars liðið sem fær að velja fyrst en síðan mun New York Jets velja númer tvö. San Francisco 49ers velur þriðja í röðinni en 49ers liðið fékk þá stöðu í gegnum leikmannaskipti. Atlanta Falcons er númer fjögur og Cincinnati Bengals númer fimm. HAPPY 2021 #NFLDRAFT DAY! pic.twitter.com/min9zifTDk— NFL UK (@NFLUK) April 29, 2021 Bandarískir sérfræðingar eru lengi búnir að velta því fyrir sér hvaða leikmenn verða valdir fyrstir og sá líklegasti til að fara til Jacksonville Jaguars er hárprúði leikstjórnandinn Trevor Lawrence sem spilaði með Clemson skólanum. Trevor Lawrence þykir líklegur til að verða besti leikstjórnandi sinnar kynslóðar og mesta vonarstjarnan í sinni stöðu síðan að Andrew Luck var valinn árið 2012. Trevor Lawrence er bara 21 árs gamall en hann lætur leikinn sinn líta út eins og þetta sé ekkert mál. Það er góð vísbending um snilli manna. Fróðir menn hafa líka verið að tala um sem einstakan leikmann síðan hann var menntaskóla og hann kom inn í háskólaboltann með miklar væntingar en stóðst þær með glæsibrag. For years, we've been tellin' you about @Trevorlawrencee.A generational talent? The face of college football? A franchise QB? Take your pick... Now, we are just 2 4 hours away from witnessing the next step in his journey! : 2021 #NFLDraft - TOMORROW 8PM ET NFLN/ESPN pic.twitter.com/9yxyC5NZEy— Clemson Football (@ClemsonFB) April 29, 2021 Það hefur verið magnað að sjá þennan strák spila með allar þessar væntingar síðan hann var fjórtán ára gamall en sumir hafa lýst uppkomu hans við þeirri hjá körfuboltamanninum LeBron James á sínum tíma. Það þykir nánast öruggt að Jacksonville Jaguars velji leikstjórnanda og velji þá Trevor Lawrence. Það eru aðrir leikstjórnendur sem koma til greina og þá einkum Zach Wilson sem hefur verið líkt við Patrick Mahomes. New York Jets skipti frá sér leikstjórnandanum Sam Darnold á dögunum og er örugglega að fara að taka leikstjórnanda númer tvö í valinu. Leikstjórnandinn Mac Jones frá Alabama gæti farið til San Francisco 49ers en Atlanta Falcons þarf hins vegar ekki leikstjórnanda og gæti valið innherjann Kyle Pitts númer fjögur. Menn eru mjög spenntir fyrir Kyle Pitts og sjá þar fyrir sér stórstjörnu í sinni stöðu. Það verður því mjög spennandi fyrir NFL aðdáendur að sjá hvernig nýliðavalið fer í kvöld og að þessu sinni verður hægt að fylgjast með því í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti