Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 18:32 Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta. AP/Jacquelyn Martin Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani. Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani.
Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent