Doncic í úrslitakeppnisham Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2021 07:31 Luka Doncic lét sig ekki muna um að setja niður 39 stig í sigri Dallas. AP/Jeff Chiu Luka Doncic var allt í öllu þegar Dallas Mavericks unnu kærkominn sigur á Golden State Warriors, 133-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. „Stærsti leikur ársins og hann var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, og bætti við að lið Dallas hefði litið út eins og lið í úrslitakeppni en Golden State eins og lið í æfingaleik. Doncic skoraði 39 stig og Dallas hafði yfirburði allan tímann, og náði mest 43 stiga mun. Stephen Curry hélt þó áfram að bæta met sitt yfir flesta þrista í einum mánuði. Hann setti niður fimm þrista, skoraði alls 27 stig, og hefur skorað 90 þrista í apríl. Kerr dró ekkert úr mikilvægi leiksins en sigur hefði hjálpað Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Liðið er í 10. sæti vesturdeildar með 31 sigur og 31 tap, tveimur töpum meira en San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies. Eins og staðan er núna þyrfti Golden State að vinna tvo andstæðinga í umspili til að komast í úrslitakeppnina. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni en umspilið er þannig að liðin í 7.-8. sæti mætast, og liðin í 9.-10. sæti. Sigurliðið í leik 7.-8. sætis fer í úrslitakeppnina en tapliðið mætir sigurliðinu úr leik 9.-10. sætis. Dallas sleppur við umspilið miðað við núverandi stöðu en liðið er í 6. sæti vesturdeildar, einum sigri ofar en Portland Trail Blazers sem unnu Indiana Pacers í nótt. Liðin í NBA-deildinni eiga eftir 10-12 leiki hvert áður en umspilið hefst 18. maí. Úrslitakeppnin hefst svo 22. maí. Úrslitin í nótt: Boston 115-119 Oklahoma Charlotte 104-114 Milwaukee Indiana 112-133 Portland Toronto 103-116 Brooklyn Houston 107-114 Minnesota Golden State 103-133 Dallas NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
„Stærsti leikur ársins og hann var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, og bætti við að lið Dallas hefði litið út eins og lið í úrslitakeppni en Golden State eins og lið í æfingaleik. Doncic skoraði 39 stig og Dallas hafði yfirburði allan tímann, og náði mest 43 stiga mun. Stephen Curry hélt þó áfram að bæta met sitt yfir flesta þrista í einum mánuði. Hann setti niður fimm þrista, skoraði alls 27 stig, og hefur skorað 90 þrista í apríl. Kerr dró ekkert úr mikilvægi leiksins en sigur hefði hjálpað Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Liðið er í 10. sæti vesturdeildar með 31 sigur og 31 tap, tveimur töpum meira en San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies. Eins og staðan er núna þyrfti Golden State að vinna tvo andstæðinga í umspili til að komast í úrslitakeppnina. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni en umspilið er þannig að liðin í 7.-8. sæti mætast, og liðin í 9.-10. sæti. Sigurliðið í leik 7.-8. sætis fer í úrslitakeppnina en tapliðið mætir sigurliðinu úr leik 9.-10. sætis. Dallas sleppur við umspilið miðað við núverandi stöðu en liðið er í 6. sæti vesturdeildar, einum sigri ofar en Portland Trail Blazers sem unnu Indiana Pacers í nótt. Liðin í NBA-deildinni eiga eftir 10-12 leiki hvert áður en umspilið hefst 18. maí. Úrslitakeppnin hefst svo 22. maí. Úrslitin í nótt: Boston 115-119 Oklahoma Charlotte 104-114 Milwaukee Indiana 112-133 Portland Toronto 103-116 Brooklyn Houston 107-114 Minnesota Golden State 103-133 Dallas
Boston 115-119 Oklahoma Charlotte 104-114 Milwaukee Indiana 112-133 Portland Toronto 103-116 Brooklyn Houston 107-114 Minnesota Golden State 103-133 Dallas
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum