Gary Neville: Guardiola gæti vel verið sá besti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 14:30 Pep Guardiola hefur unnið níu titla með Manchester City frá því að hann kom til félagsins árið 2016. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnusérfræðingurinn og Manchester United goðsögnin Gary Neville talar afar vel um Pep Guardiola og Manchester City í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Manchester City vann enn einn titilinn undir stjórn Pep Guardiola um helgina þegar City vann enska deildabikarinn fjórða árið í röð eftir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik. „Pep Guardiola er með magnaðan árangur í bikarkeppnum. Lið hans hafa unnið fjórtán af fimmtán úrslitaleikjum sem er algjörlega út úr þessum heimi. Þeir eru að ná þessu með því að spila magnaðan fótbolta,“ sagði Gary Neville sem nú starfar hjá Sky Sports en reyndi á sínum tíma fyrir sér sem knattspyrnustjóri Valencia. Is Pep Guardiola the greatest manager of all time? Gary Neville has had his say pic.twitter.com/HL8dIuTXxA— Soccer AM (@SoccerAM) April 26, 2021 Gary Neville spilaði allan sinn feril undir stjórn Sir Alex Ferguson sem margir telja vera besta knattspyrnustjóra allra tíma. Orð Neville um Pep Guardiola í þættinum vöktu því nokkra athygli. „Ég held að Manchester City gæti verið með besta knattspyrnustjóra allra tíma þegar við munum horfa aftur eftir tíu, fimmtán eða tuttugu ár. Hvernig hann hefur farið til annarra landa og búið til yfirburðarlið en um leið haft mikil áhrif á aðra. Ég held að við höfum aldrei séð svona áður,“ sagði Neville. Manchester City mætir Paris Saint Germain í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er einmitt eini titilinn sem Guardiola á eftir að vinna sem knattspyrnustjóri Manchester City. „Sá stóri er Meistaradeildarbikarinn og þetta verða tvær stórar vikur með þessum leikjum á móti PSG. Ef þeir ná að vinna það einvígi þá eiga þeir frábæra möguleika á því að vinna loksins Meistaradeildina,“ sagði Neville. "We'll look back in 20 years' time... just the way he infiltrated countries, dominated football but also influenced others... I don't think I've ever seen it." Gary Neville believes Guardiola could be the greatest manager of all time. https://t.co/Epe9Xkj4F2— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2021 Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Manchester City vann enn einn titilinn undir stjórn Pep Guardiola um helgina þegar City vann enska deildabikarinn fjórða árið í röð eftir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik. „Pep Guardiola er með magnaðan árangur í bikarkeppnum. Lið hans hafa unnið fjórtán af fimmtán úrslitaleikjum sem er algjörlega út úr þessum heimi. Þeir eru að ná þessu með því að spila magnaðan fótbolta,“ sagði Gary Neville sem nú starfar hjá Sky Sports en reyndi á sínum tíma fyrir sér sem knattspyrnustjóri Valencia. Is Pep Guardiola the greatest manager of all time? Gary Neville has had his say pic.twitter.com/HL8dIuTXxA— Soccer AM (@SoccerAM) April 26, 2021 Gary Neville spilaði allan sinn feril undir stjórn Sir Alex Ferguson sem margir telja vera besta knattspyrnustjóra allra tíma. Orð Neville um Pep Guardiola í þættinum vöktu því nokkra athygli. „Ég held að Manchester City gæti verið með besta knattspyrnustjóra allra tíma þegar við munum horfa aftur eftir tíu, fimmtán eða tuttugu ár. Hvernig hann hefur farið til annarra landa og búið til yfirburðarlið en um leið haft mikil áhrif á aðra. Ég held að við höfum aldrei séð svona áður,“ sagði Neville. Manchester City mætir Paris Saint Germain í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er einmitt eini titilinn sem Guardiola á eftir að vinna sem knattspyrnustjóri Manchester City. „Sá stóri er Meistaradeildarbikarinn og þetta verða tvær stórar vikur með þessum leikjum á móti PSG. Ef þeir ná að vinna það einvígi þá eiga þeir frábæra möguleika á því að vinna loksins Meistaradeildina,“ sagði Neville. "We'll look back in 20 years' time... just the way he infiltrated countries, dominated football but also influenced others... I don't think I've ever seen it." Gary Neville believes Guardiola could be the greatest manager of all time. https://t.co/Epe9Xkj4F2— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2021
Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira