Skoraði ekki í fjórtán mánuði en er nú sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 10:30 Kelechi Iheanacho og Jamie Vardy spila saman í fremstu línu Leicester City. Hér fagna þeir á móti Crystal Palace í gær. EPA-EFE/Andrew Boyers Kelechi Iheanacho ætlar að sjá til þess að Leicester City spili í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en nígeríski framherjinn hefur verið óstöðvandi fyrir framan markið síðustu vikurnar. Kelechi Iheanacho lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði sjálfur sigurmarkið þegar Leicester City vann 2-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni gærkvöldi og fyrir vikið er liðið með sjö stiga forskot á liðið í fimmta sæti. Iheanacho hefur nú annað hvort skorað (11 mörk) eða gefið stoðsendingu (3) í átta af síðustu níu leikjum Leicester City í öllum keppnum. 12 goals in his last nine games Goal and assist in comeback win vs. Crystal PalaceKelechi Iheanacho is unstoppable right now pic.twitter.com/0e6VNTCre2— B/R Football (@brfootball) April 26, 2021 Jamie Vardy hefur haldið uppi sóknarleik Leicester svo lengi en nú myndar hann frábært framherjapar með Kelechi Iheanacho. Vardy hefur ekki skorað mikið að undanförnu en Iheanacho þeim mun meira. Urðu að breyta vegna meiðsla manna „Kelechi hefur verið alveg ótrúlegur undanfarna mánuði. Forgangsatriði hjá mér sem þjálfara er að hjálpa leikmönnum mínum að verða betri. Þetta hefur verið erfitt fyrir Kels vegna þess hvernig við spiluðum vanalega með aðeins einn framherja, sem var Jamie Vardy. Við urðum að breyta því vegna meiðsla og hann hefur komið inn og verið stórkostlegur. Ekki bara með því að skora þessi mörk heldur er hann svo sáttur með að vinna vel fyrir liðið og gæði hans eru stórbrotin,“ sagði knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers. "It is so so big." Kelechi Iheanacho on how important 3 points were for Leicester City in their hunt for Champions League football @67Kelechi pic.twitter.com/nLCiHHdmFy— Football Daily (@footballdaily) April 26, 2021 Það sem er ekki síst athyglisvert við frammistöðu Kelechi Iheanacho er að hann var enn ekki búinn að skora eitt einasta deildarmark 2. febrúar síðastliðinn. Iheanacho opnaði loksins markareikning sinn í 2-0 sigri á Fulham 3. febrúar. Var bara með eitt deildarmark 2. mars Hann hafði verið ónotaður varamaður í tveimur leikjum þar á undan og það átti eftir að líða annar mánuður þar til að hann skoraði deildarmark númer tvö á leiktíðinni. Þá tryggði hann Leicester City 1-1 jafntefli á móti Burnley 3. mars. Frá og með þeim leik þá hefur Iheanacho skoraði meira en nokkur annar framherji í ensku úrvalsdeildinni eða alls níu mörk í sjö deildarleikjum. 14 - Kelechi Iheanacho has netted 14 goals in his last 14 appearances for Leicester in all competitions, as many as he managed in his previous 76 for the Foxes. Thunderbolt. #LEICRY— OptaJoe (@OptaJoe) April 26, 2021 Iheanacho, sem er enn bara 24 ára gamall, hóf feril sinn í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City og lék í tvö tímabil með City þar til að Leicester City keypti hann fyrir 25 milljónir punda í ágúst 2017. Það gekk hins vegar ekki vel að skora og hann var aðeins með 4 mörk í 51 leik á fyrstu tveimur tímabilum sínum og skoraði ekki deildarmark í fjórtán mánuði frá september 2018 til desember 2019. Mörkin urðu alls 5 í 20 deildarleikjum á síðustu leiktíð og hann var búinn að spila tíu leiki áður en hann skoraði fyrsta markið sitt á núverandi tímabili. Iheanacho er markahæsti maður Leicester City á tímabilinu með 17 mörk í öllum keppnum en þetta er í fyrsta sinn síðan 2014-15 þar sem Jamie Vardy er ekki efstur á lista. Algjör martröð á æfingum Kasper Schmeichel, markvörður Leicester City, hrósaði í samtali við Sky Sports. „Kels er svo klókur þegar kemur að því að klára færin. Hann veit hvernig hann á að færa sig til og skjóta snöggt. Hann er einkar öflugur í því að hreyfa sig rétt fyrir skotið og setja hann síðan milli fóta varnarmannsins og framhjá markverðinum,“ sagði Kasper Schmeichel. „Hann er alltaf að gera þetta á æfingum. Hann er algjör martröð á æfingum ef ég segi alveg eins og er. Hann er bara stór strákur sem getur búið sér til pláss. Hann er fljótur og hefur allt til alls til að vera topp framherji. Hann er líka að sýna það nú sem er frábært“ sagði Schmeichel. Kelechi Iheanacho has reached 10 Premier League goals for the season before the likes of Raheem Sterling, Pierre-Emerick Aubameyang, Timo Werner and Roberto Firmino Tonight marks only his 12th start of the campaign #LEICRY pic.twitter.com/1GZqj8uU1J— WhoScored.com (@WhoScored) April 26, 2021 Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Kelechi Iheanacho lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði sjálfur sigurmarkið þegar Leicester City vann 2-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni gærkvöldi og fyrir vikið er liðið með sjö stiga forskot á liðið í fimmta sæti. Iheanacho hefur nú annað hvort skorað (11 mörk) eða gefið stoðsendingu (3) í átta af síðustu níu leikjum Leicester City í öllum keppnum. 12 goals in his last nine games Goal and assist in comeback win vs. Crystal PalaceKelechi Iheanacho is unstoppable right now pic.twitter.com/0e6VNTCre2— B/R Football (@brfootball) April 26, 2021 Jamie Vardy hefur haldið uppi sóknarleik Leicester svo lengi en nú myndar hann frábært framherjapar með Kelechi Iheanacho. Vardy hefur ekki skorað mikið að undanförnu en Iheanacho þeim mun meira. Urðu að breyta vegna meiðsla manna „Kelechi hefur verið alveg ótrúlegur undanfarna mánuði. Forgangsatriði hjá mér sem þjálfara er að hjálpa leikmönnum mínum að verða betri. Þetta hefur verið erfitt fyrir Kels vegna þess hvernig við spiluðum vanalega með aðeins einn framherja, sem var Jamie Vardy. Við urðum að breyta því vegna meiðsla og hann hefur komið inn og verið stórkostlegur. Ekki bara með því að skora þessi mörk heldur er hann svo sáttur með að vinna vel fyrir liðið og gæði hans eru stórbrotin,“ sagði knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers. "It is so so big." Kelechi Iheanacho on how important 3 points were for Leicester City in their hunt for Champions League football @67Kelechi pic.twitter.com/nLCiHHdmFy— Football Daily (@footballdaily) April 26, 2021 Það sem er ekki síst athyglisvert við frammistöðu Kelechi Iheanacho er að hann var enn ekki búinn að skora eitt einasta deildarmark 2. febrúar síðastliðinn. Iheanacho opnaði loksins markareikning sinn í 2-0 sigri á Fulham 3. febrúar. Var bara með eitt deildarmark 2. mars Hann hafði verið ónotaður varamaður í tveimur leikjum þar á undan og það átti eftir að líða annar mánuður þar til að hann skoraði deildarmark númer tvö á leiktíðinni. Þá tryggði hann Leicester City 1-1 jafntefli á móti Burnley 3. mars. Frá og með þeim leik þá hefur Iheanacho skoraði meira en nokkur annar framherji í ensku úrvalsdeildinni eða alls níu mörk í sjö deildarleikjum. 14 - Kelechi Iheanacho has netted 14 goals in his last 14 appearances for Leicester in all competitions, as many as he managed in his previous 76 for the Foxes. Thunderbolt. #LEICRY— OptaJoe (@OptaJoe) April 26, 2021 Iheanacho, sem er enn bara 24 ára gamall, hóf feril sinn í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City og lék í tvö tímabil með City þar til að Leicester City keypti hann fyrir 25 milljónir punda í ágúst 2017. Það gekk hins vegar ekki vel að skora og hann var aðeins með 4 mörk í 51 leik á fyrstu tveimur tímabilum sínum og skoraði ekki deildarmark í fjórtán mánuði frá september 2018 til desember 2019. Mörkin urðu alls 5 í 20 deildarleikjum á síðustu leiktíð og hann var búinn að spila tíu leiki áður en hann skoraði fyrsta markið sitt á núverandi tímabili. Iheanacho er markahæsti maður Leicester City á tímabilinu með 17 mörk í öllum keppnum en þetta er í fyrsta sinn síðan 2014-15 þar sem Jamie Vardy er ekki efstur á lista. Algjör martröð á æfingum Kasper Schmeichel, markvörður Leicester City, hrósaði í samtali við Sky Sports. „Kels er svo klókur þegar kemur að því að klára færin. Hann veit hvernig hann á að færa sig til og skjóta snöggt. Hann er einkar öflugur í því að hreyfa sig rétt fyrir skotið og setja hann síðan milli fóta varnarmannsins og framhjá markverðinum,“ sagði Kasper Schmeichel. „Hann er alltaf að gera þetta á æfingum. Hann er algjör martröð á æfingum ef ég segi alveg eins og er. Hann er bara stór strákur sem getur búið sér til pláss. Hann er fljótur og hefur allt til alls til að vera topp framherji. Hann er líka að sýna það nú sem er frábært“ sagði Schmeichel. Kelechi Iheanacho has reached 10 Premier League goals for the season before the likes of Raheem Sterling, Pierre-Emerick Aubameyang, Timo Werner and Roberto Firmino Tonight marks only his 12th start of the campaign #LEICRY pic.twitter.com/1GZqj8uU1J— WhoScored.com (@WhoScored) April 26, 2021
Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira