Erlent

Nepomniachtchi og Carl­sen tefla um heims­meistara­titilinn í nóvember

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ian Nepomniachtchi og Magnús Carlsen munu mætast í Dubai í nóvember þar sem þeir munu tefla um heimsmeistaratitilinn í skák.
Ian Nepomniachtchi og Magnús Carlsen munu mætast í Dubai í nóvember þar sem þeir munu tefla um heimsmeistaratitilinn í skák. Vísir/EPA

Rússneski stórmeistarinn Ian Nepomniachtchi sigraði í dag skákmót Alþjóðaskáksambandsins Candidate tournament og mun því mæta Norðmanninum og heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen í Dubai í nóvember næskomandi.

Þar munu þeir tefla fjórtán skákir um heimsmeistaratitilinn og 2 milljóna evra, eða 302 milljóna króna, verðlaunafé.

Rússinn þrítugi sigrað mótið í dag í þrettándu, og næstsíðustu, umferð gegn Frakkanum Maxime Vachier-Lagrave.

Samkvæmt frétt Financial Times mun Nepomniachtchi eiga við ofurefli að etja í skákinni um heimsmeistaratitilinn en Carlsen er af sumum talinn besti skákmaður allra tíma.


Tengdar fréttir

Heimsmeistarinn loftar út fyrir kónginn

Magnus Carlsen, norski heimsmeistarinn í skák, hrókeraði nýlega í ástarlífi sínu þegar hann sleit samvistum við Elisabetu Lorentzen Djønne, kærustu sína til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×