Smáhús í Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2021 16:30 Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Heilbrigðismál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun