Bayern mistókst að tryggja sér titilinn Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 15:34 Robin Quaison skoraði það sem reyndist sigurmarkið. Getty Images/Alexander Scheuber Bayern München tapaði óvænt 2-1 fyrir fallbaráttuliði Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er fjórir leikir fóru fram. Mainz steig stórt skref frá fallsvæðinu með sigrinum. Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1. Þýski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1.
Þýski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira