Að vera grýlan hans Gísla Marteins Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:17 Þegar Gísli Marteinn færir rök fyrir því af hverju hann er sérlegur sérfræðingur alls sem viðkemur Vesturbænum vísar hann yfirleitt í það að hann hafi nú búið þar í 20 ár, reki þar fyrirtæki og sé foreldri barns í hverfinu. Þessi röksemdafærsla hentar mér afskaplega vel því samkvæmt henni ætti ég að vera enn sérlegri sérfræðingur en Gísli hvað viðkemur Vesturbænum. Því þrátt fyrir að hann sé 20 árum eldri en ég, hef ég búið hér 10 árum lengur en hann, enda er ég fædd og uppalin í gamla Vesturbænum og hef búið ýmist þar eða á Hagamel nánast alla mína stuttu ævi. Ég þekki því hverfið mitt bæði sem barn, unglingur, foreldri og hundaeigandi. Hvað reksturinn varðar get ég einungis státað mig af því að hafa verið með nokkrar tombólur á mínum yngri árum, en samt tel ég mig vera ansi seiga í hverfinu mínu þó svo ég sé vissulega ekki aðfluttur fimmtugur þjóðþekktur þáttastjórnandi með kaffihúsarekstur. Ég hef einnig persónulegra hagsmuna að gæta hvað varðar umferðaröryggi í hverfinu mínu því strákurinn minn ferðast reglulega yfir Hringbrautina til að fara á fótboltaæfingar. Þegar tilkynnt var um hraðalækkun á Hringbraut og Hofsvallagötu úr 50 km/klst yfir í 40 km/klst í upphafi árs 2019, var ég temmilega bjartsýn, andaði léttar og leyfði frumburðinum að ganga fylgdarlausum yfir Hringbrautina. Enda var markmiðið með hraðalækkuninni þá eins og nú að fækka slysum og draga úr skaðsemi þeirra og ég keypti það. Svo kom á daginn að stór hluti akandi á þessari leið væri alls ekki að keyra um á 40 km hraða. Fyrir vikið byrjaði ég að efast um að hraðalækkanir á svona götum hefðu alltaf þau áhrif að lækka meðalhraða ökumanna að því marki að það takist að fækka slysum þó skaðsemi slysanna sé eflaust minni, þá hjá þeim ökumönnum sem virða hámarkshraðann. Þegar Gísli gerir manni upp annarlegar skoðanir Það kom mér verulega á óvart þegar Gísli Marteinn lýsti því yfir á Facebook að ég og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins værum að tala fyrir „auknum hraða inni í hverfum„. Enda tók ég það ítrekað mjög skýrt fram í umræðum við hann og aðra að ég væri ekki að tala fyrir því að hækka hámarkshraða á Hofsvallagötu og Hringbraut, heldur fyrir því að nýta það fjármagn sem færi í að lækka hraðann um 10 km/klst frekar í að laga aðstæður við gatnamót á þessum götum og koma upp snjalllýsingu á þeim. Af málflutningi Gísla að dæma mætti maður halda að mannlífið í Vesturbænum hefði fyrst tekið sönsum eftir hraðalækkunina á Hofsvallagötu en Gísli skrifar: „Eftir að hraðinn var lækkaður hafa sprottið upp 3 vinsæl fyrirtæki við götuna: Hagavagninn (í betri og bættri mynd), Brauð og co og Kaffihús Vesturbæjar“. Það hefur vera brjálað að gera á Kaffi Vest frá opnun sem er kannski ástæðan fyrir því að það fór fram hjá Gísla að hraðinn var ekki lækkaður fyrr en 5 árum eftir opnun kaffihússins (og tæplega ári eftir opnun Brauð og co.), þó svo að hann hafi setið í borgarstjórn þegar breytingarnar voru gerðar á götunni 2013 og hafi „fylgst náið með málinu bæði fyrir og eftir þann tíma“. Til allrar lukku hef ég þessi 10 ár á manninn sem sérlegur sérfræðingur í Vesturbænum, því þó ég reki ekki kaffihús við umrædda götu né hafi beint númer til samgönguverkfræðinga borgarinnar eins og Gísli, kunni ég í það minnsta skil á þessu. Gísli er þarna að slá saman tveimur atburðum sem sagt breytingunni á Hofsvallagötu sem kláraðist í lok ársins 2013 og hraðalækkuninni 2019, þegar hann lýsir yfir orsakasamhengi þessa mismunandi atburða við aukið mannlíf og meira öryggi gangandi vegfarenda. Nú bjó ég við Melabúðina þegar Hofsvallagötunni var breytt og þar sem mér hefur alltaf þótt mannlífið iðandi og gróskumikið á þessu svæði gat ég ekki séð að þar hafi orðið einhver stórfelld breyting á. Gísli Marteinn vill nú samt meina að hans upplifun sé réttari en mín og ég og Sjálfstæðisflokkurinn séum bara á móti þessari þróun eins og hann orðar það, af því ég gengst ekki við því að hér hafi allt verið gott sem í volli áður en KaffiVest kom og Hofsvallagötunni var breytt? Hvers á Alda að gjalda þessa gaslýsingu Gísla? Hvað varðar umræðu um gjaldgengi niðurstöðu talningar hins ágæta Stefáns Agnars Finnssonar á bílaumferð á svæðinu (sem má finna inn á Facebook hópnum Vesturbærinn) beini ég bara áhugasömum inn á þá grúppu til að dæma það sjálfir. Gísli vill meina að lokun Guðbrandsgötu beri ábyrgð á aukinni umferð um Birkimel en ekki Hofsvallagata, nú má karpa um þá tilgátu en í rauninni hentar hún „Grýlunni sem XD reynir að setja upp“ eins og hann orðar það ekki illa. Enda er Birkimelur 30 km/klst gata og við Gísli þá sammála um að þegar þrengt er að umferð á einni leið geti það leitt til þess að hún leiti yfir á aðra leið inni á sama svæði. Óháð því hversu heppileg eða óheppileg þau gáruáhrif geta verið enda fer það eftir hverju hverfi fyrir sig. Hins vegar ef fjöldi slysa er mæling á öryggi veit ég ekki af hverju Gísli fullyrðir að öryggi hafi aukist á svæðinu. Það sést vel á slysavefsjá samgöngustofu að fleiri umferðaróhöpp af ýmsum toga eiga sér stað eftir breytinguna en fyrir breytinguna á Hofsvallagötu, þar með talið inni í nærliggjandi 30 km/klst götunum. Nú hefur ekki verið nein sérstök fjölgun íbúa á svæðinu þannig að ef Gísli gæti notað tengslin sín hjá borginni til að fá samgönguverkfræðingana til að rannsaka hvernig stendur þá á þessari fjölgun slysa yrði þessi „Grýla“ mjög þakklát. En nú ætla ég að snúa mér að því af hverju ég held að fjármunum væri betur eytt í að laga gatnamót á Hofsvallagötu og Hringbraut og koma þar á snjalllýsingu en að lækka hraðann um 10 km/klst. Hvað er að gerast á þessum gatnamótum og gangbrautum? Hér má sjá tvö skjáskot af slysavefsjá samgöngustofu sem sýnir slys þar sem ekið var á óvarðan vegfaranda. Fyrra skjáskotið sýnir 7 ára tímabil fyrir breytingarnar á Hofsvallagötu og seinna skjáskotið 7 ár eftir breytingarnar. Eins og sést voru fleiri umferðarslys eftir breytinguna en fyrir breytinguna á Hofsvallagötu. Sama er upp á teningnum þegar skoðað er tveggja ára tímabil fyrir hraðalækkunina 2019 og eftir hraðalækkunina. Auðvitað gæti fjölmargt skýrt þessa fjölgun slysa þó ekkert hafi svo sem gefið tilefni til að halda að veigameiri þáttur en breytingarnar á götumynd Hofsvallagötu eða hraðanum hafi átt sér stað. Vissulega þyrfti tvíhliða rannsókn til að sýna fram á orsakasamband og það er erfitt að fá tölfræðilega marktækt með svona fáum atvikum. Hvað þá þegar maður skoðar bara tvö ár eins og í tilfelli hraðalækkunarinnar. Fleiri rannsakendur hafa rekið sig á þetta en til að mynda fengu kanadískir rannsakendur ekki marktækt þegar þeir skoðuðu tengslin á milli fjölda slysa og hraðalækkunar á 40 km/klst götum yfir í 30 km/klst þó ýmist benti til jákvæðra horfa þar sem slysum fækkaði líka á samanburðargötunum með 40 km/klst hámarkshraða. Hér er náttúrulega öfugt farið þar sem allt bendir til að það hafi orðið fjölgun slysa frekar en fækkun. Það má þó segja að hér séu vísbendingar á lofti um að þar sé einhver tilhneiging á ferð sem klárlega megi rannsaka betur, þá sérstaklega þegar litið er til þess að slysin eru að eiga sér stað við gangbrautir á gatnamótum. Það er vitað að sami ökumaður getur keyrt á mjög breytilegum hraða eftir sömu götunni. Þó hafa atriði eins og viðvera gangandi vegfarenda við gangbrautir þau áhrif að lækka meðalhraða ökumanna um u.þ.b. 10 km/klst, að því gefnu að viðkomandi ökumaður sjái þann gangandi. Ég ætla að gefa mér að slysin séu óviljandi og yfirleitt vegna þess að eitthvað truflar sýn eða athyglisgáfu ökumannsins, en snjalllýsing vinnur einmitt á þessum þáttum. Hér má sjá myndir af því hvernig snjalllýsing virkar Um leið og maður kemur inn á skynsvæði ljósanna byrja gul ljós að blikka og gangbrautarljósin skella manni í kastljósið og fylgja manni yfir eins og leikara á sviði. Í ljósi þess hvar slysin henda á Hofsvallagötu tel ég að það muni skila meiri árangri fyrir öryggi gangandi vegfarenda að laga gatnamótin og gangbrautirnar en lækkun hámarkshraða um 10 km/klst eins og staðan er núna. En þetta snýst ekki bara um Hofsvallagötu heldur einnig lykiltengingar Breiðholts og Grafarvogs, Grensásveg, Suðurlandsbraut og Bústaðaveg Það er ljóst mál að hver raunverulegi kóngur eða drottning Vesturbæjar er verður ekki útkljáð hér og í sannleika sagt eigum við Gísli Marteinn hvorugt roð í Vesturbæinga eins og eigendur Melabúðarinnar eða þá Össur Skarphéðins. Við erum heldur ekki sérlegir sérfræðingar í hinum hverfunum né notkun þeirra á sínum aðalgötum eða tengibrautum milli hverfa. Þar sem það liggur ekki fyrir að hraðalækkun á Hofsvallagötu eða Hringbraut hafi skilað tilætluðum árangri finnst mér það ekki of mikils mælst að biðja menn um að bíða aðeins með að splæsa 1,5 milljarði í að lækka hámarkshraða á þeim götum með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði vegna tafa, án þess að það sé mjög vel ígrundað út frá aðstæðunum á hverri tengibraut og hverju hverfi fyrir sig. Hvað þá þegar kemur að áhrifum þess á Strætó sem er nú þegar að berjast í bökkum. Þegar öllu er samt á botninn hvolft er flestum eflaust sama um eitthvað tuð í fólki með langt gengið Vesturbæjarblæti eins og mér og Gísla. Fólk vill bara lausnir sem virka. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Þegar Gísli Marteinn færir rök fyrir því af hverju hann er sérlegur sérfræðingur alls sem viðkemur Vesturbænum vísar hann yfirleitt í það að hann hafi nú búið þar í 20 ár, reki þar fyrirtæki og sé foreldri barns í hverfinu. Þessi röksemdafærsla hentar mér afskaplega vel því samkvæmt henni ætti ég að vera enn sérlegri sérfræðingur en Gísli hvað viðkemur Vesturbænum. Því þrátt fyrir að hann sé 20 árum eldri en ég, hef ég búið hér 10 árum lengur en hann, enda er ég fædd og uppalin í gamla Vesturbænum og hef búið ýmist þar eða á Hagamel nánast alla mína stuttu ævi. Ég þekki því hverfið mitt bæði sem barn, unglingur, foreldri og hundaeigandi. Hvað reksturinn varðar get ég einungis státað mig af því að hafa verið með nokkrar tombólur á mínum yngri árum, en samt tel ég mig vera ansi seiga í hverfinu mínu þó svo ég sé vissulega ekki aðfluttur fimmtugur þjóðþekktur þáttastjórnandi með kaffihúsarekstur. Ég hef einnig persónulegra hagsmuna að gæta hvað varðar umferðaröryggi í hverfinu mínu því strákurinn minn ferðast reglulega yfir Hringbrautina til að fara á fótboltaæfingar. Þegar tilkynnt var um hraðalækkun á Hringbraut og Hofsvallagötu úr 50 km/klst yfir í 40 km/klst í upphafi árs 2019, var ég temmilega bjartsýn, andaði léttar og leyfði frumburðinum að ganga fylgdarlausum yfir Hringbrautina. Enda var markmiðið með hraðalækkuninni þá eins og nú að fækka slysum og draga úr skaðsemi þeirra og ég keypti það. Svo kom á daginn að stór hluti akandi á þessari leið væri alls ekki að keyra um á 40 km hraða. Fyrir vikið byrjaði ég að efast um að hraðalækkanir á svona götum hefðu alltaf þau áhrif að lækka meðalhraða ökumanna að því marki að það takist að fækka slysum þó skaðsemi slysanna sé eflaust minni, þá hjá þeim ökumönnum sem virða hámarkshraðann. Þegar Gísli gerir manni upp annarlegar skoðanir Það kom mér verulega á óvart þegar Gísli Marteinn lýsti því yfir á Facebook að ég og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins værum að tala fyrir „auknum hraða inni í hverfum„. Enda tók ég það ítrekað mjög skýrt fram í umræðum við hann og aðra að ég væri ekki að tala fyrir því að hækka hámarkshraða á Hofsvallagötu og Hringbraut, heldur fyrir því að nýta það fjármagn sem færi í að lækka hraðann um 10 km/klst frekar í að laga aðstæður við gatnamót á þessum götum og koma upp snjalllýsingu á þeim. Af málflutningi Gísla að dæma mætti maður halda að mannlífið í Vesturbænum hefði fyrst tekið sönsum eftir hraðalækkunina á Hofsvallagötu en Gísli skrifar: „Eftir að hraðinn var lækkaður hafa sprottið upp 3 vinsæl fyrirtæki við götuna: Hagavagninn (í betri og bættri mynd), Brauð og co og Kaffihús Vesturbæjar“. Það hefur vera brjálað að gera á Kaffi Vest frá opnun sem er kannski ástæðan fyrir því að það fór fram hjá Gísla að hraðinn var ekki lækkaður fyrr en 5 árum eftir opnun kaffihússins (og tæplega ári eftir opnun Brauð og co.), þó svo að hann hafi setið í borgarstjórn þegar breytingarnar voru gerðar á götunni 2013 og hafi „fylgst náið með málinu bæði fyrir og eftir þann tíma“. Til allrar lukku hef ég þessi 10 ár á manninn sem sérlegur sérfræðingur í Vesturbænum, því þó ég reki ekki kaffihús við umrædda götu né hafi beint númer til samgönguverkfræðinga borgarinnar eins og Gísli, kunni ég í það minnsta skil á þessu. Gísli er þarna að slá saman tveimur atburðum sem sagt breytingunni á Hofsvallagötu sem kláraðist í lok ársins 2013 og hraðalækkuninni 2019, þegar hann lýsir yfir orsakasamhengi þessa mismunandi atburða við aukið mannlíf og meira öryggi gangandi vegfarenda. Nú bjó ég við Melabúðina þegar Hofsvallagötunni var breytt og þar sem mér hefur alltaf þótt mannlífið iðandi og gróskumikið á þessu svæði gat ég ekki séð að þar hafi orðið einhver stórfelld breyting á. Gísli Marteinn vill nú samt meina að hans upplifun sé réttari en mín og ég og Sjálfstæðisflokkurinn séum bara á móti þessari þróun eins og hann orðar það, af því ég gengst ekki við því að hér hafi allt verið gott sem í volli áður en KaffiVest kom og Hofsvallagötunni var breytt? Hvers á Alda að gjalda þessa gaslýsingu Gísla? Hvað varðar umræðu um gjaldgengi niðurstöðu talningar hins ágæta Stefáns Agnars Finnssonar á bílaumferð á svæðinu (sem má finna inn á Facebook hópnum Vesturbærinn) beini ég bara áhugasömum inn á þá grúppu til að dæma það sjálfir. Gísli vill meina að lokun Guðbrandsgötu beri ábyrgð á aukinni umferð um Birkimel en ekki Hofsvallagata, nú má karpa um þá tilgátu en í rauninni hentar hún „Grýlunni sem XD reynir að setja upp“ eins og hann orðar það ekki illa. Enda er Birkimelur 30 km/klst gata og við Gísli þá sammála um að þegar þrengt er að umferð á einni leið geti það leitt til þess að hún leiti yfir á aðra leið inni á sama svæði. Óháð því hversu heppileg eða óheppileg þau gáruáhrif geta verið enda fer það eftir hverju hverfi fyrir sig. Hins vegar ef fjöldi slysa er mæling á öryggi veit ég ekki af hverju Gísli fullyrðir að öryggi hafi aukist á svæðinu. Það sést vel á slysavefsjá samgöngustofu að fleiri umferðaróhöpp af ýmsum toga eiga sér stað eftir breytinguna en fyrir breytinguna á Hofsvallagötu, þar með talið inni í nærliggjandi 30 km/klst götunum. Nú hefur ekki verið nein sérstök fjölgun íbúa á svæðinu þannig að ef Gísli gæti notað tengslin sín hjá borginni til að fá samgönguverkfræðingana til að rannsaka hvernig stendur þá á þessari fjölgun slysa yrði þessi „Grýla“ mjög þakklát. En nú ætla ég að snúa mér að því af hverju ég held að fjármunum væri betur eytt í að laga gatnamót á Hofsvallagötu og Hringbraut og koma þar á snjalllýsingu en að lækka hraðann um 10 km/klst. Hvað er að gerast á þessum gatnamótum og gangbrautum? Hér má sjá tvö skjáskot af slysavefsjá samgöngustofu sem sýnir slys þar sem ekið var á óvarðan vegfaranda. Fyrra skjáskotið sýnir 7 ára tímabil fyrir breytingarnar á Hofsvallagötu og seinna skjáskotið 7 ár eftir breytingarnar. Eins og sést voru fleiri umferðarslys eftir breytinguna en fyrir breytinguna á Hofsvallagötu. Sama er upp á teningnum þegar skoðað er tveggja ára tímabil fyrir hraðalækkunina 2019 og eftir hraðalækkunina. Auðvitað gæti fjölmargt skýrt þessa fjölgun slysa þó ekkert hafi svo sem gefið tilefni til að halda að veigameiri þáttur en breytingarnar á götumynd Hofsvallagötu eða hraðanum hafi átt sér stað. Vissulega þyrfti tvíhliða rannsókn til að sýna fram á orsakasamband og það er erfitt að fá tölfræðilega marktækt með svona fáum atvikum. Hvað þá þegar maður skoðar bara tvö ár eins og í tilfelli hraðalækkunarinnar. Fleiri rannsakendur hafa rekið sig á þetta en til að mynda fengu kanadískir rannsakendur ekki marktækt þegar þeir skoðuðu tengslin á milli fjölda slysa og hraðalækkunar á 40 km/klst götum yfir í 30 km/klst þó ýmist benti til jákvæðra horfa þar sem slysum fækkaði líka á samanburðargötunum með 40 km/klst hámarkshraða. Hér er náttúrulega öfugt farið þar sem allt bendir til að það hafi orðið fjölgun slysa frekar en fækkun. Það má þó segja að hér séu vísbendingar á lofti um að þar sé einhver tilhneiging á ferð sem klárlega megi rannsaka betur, þá sérstaklega þegar litið er til þess að slysin eru að eiga sér stað við gangbrautir á gatnamótum. Það er vitað að sami ökumaður getur keyrt á mjög breytilegum hraða eftir sömu götunni. Þó hafa atriði eins og viðvera gangandi vegfarenda við gangbrautir þau áhrif að lækka meðalhraða ökumanna um u.þ.b. 10 km/klst, að því gefnu að viðkomandi ökumaður sjái þann gangandi. Ég ætla að gefa mér að slysin séu óviljandi og yfirleitt vegna þess að eitthvað truflar sýn eða athyglisgáfu ökumannsins, en snjalllýsing vinnur einmitt á þessum þáttum. Hér má sjá myndir af því hvernig snjalllýsing virkar Um leið og maður kemur inn á skynsvæði ljósanna byrja gul ljós að blikka og gangbrautarljósin skella manni í kastljósið og fylgja manni yfir eins og leikara á sviði. Í ljósi þess hvar slysin henda á Hofsvallagötu tel ég að það muni skila meiri árangri fyrir öryggi gangandi vegfarenda að laga gatnamótin og gangbrautirnar en lækkun hámarkshraða um 10 km/klst eins og staðan er núna. En þetta snýst ekki bara um Hofsvallagötu heldur einnig lykiltengingar Breiðholts og Grafarvogs, Grensásveg, Suðurlandsbraut og Bústaðaveg Það er ljóst mál að hver raunverulegi kóngur eða drottning Vesturbæjar er verður ekki útkljáð hér og í sannleika sagt eigum við Gísli Marteinn hvorugt roð í Vesturbæinga eins og eigendur Melabúðarinnar eða þá Össur Skarphéðins. Við erum heldur ekki sérlegir sérfræðingar í hinum hverfunum né notkun þeirra á sínum aðalgötum eða tengibrautum milli hverfa. Þar sem það liggur ekki fyrir að hraðalækkun á Hofsvallagötu eða Hringbraut hafi skilað tilætluðum árangri finnst mér það ekki of mikils mælst að biðja menn um að bíða aðeins með að splæsa 1,5 milljarði í að lækka hámarkshraða á þeim götum með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði vegna tafa, án þess að það sé mjög vel ígrundað út frá aðstæðunum á hverri tengibraut og hverju hverfi fyrir sig. Hvað þá þegar kemur að áhrifum þess á Strætó sem er nú þegar að berjast í bökkum. Þegar öllu er samt á botninn hvolft er flestum eflaust sama um eitthvað tuð í fólki með langt gengið Vesturbæjarblæti eins og mér og Gísla. Fólk vill bara lausnir sem virka. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun