Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 21:01 MOXIE-tilraunin þegar henni var komið fyrir í kviði Perseverance. Töluverðan hita þarf til að framleiða súrefni úr lofti. Tækið er húðað þunnri gullhúð sem endurvarpar innrauðri geislun og kemur þannig í veg fyrir að hitinn frá því skemmi önnur tæki könnunarjeppans. NASA/JPL-Caltech Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15
Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29