Börnin bíða í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. apríl 2021 08:01 Biðlistar á leikskólum Garðabæjar eru staðreynd. Hversu óþægilegt sem það er fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar sem hafa haft uppi metnaðarfull loforð fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Undanfarin ár hefur meirihlutinn hins vegar ítrekað misreiknað sig í áætlunum um íbúafjölgun komandi árs. Og af því að Sjálfstæðismenn reikna ekki rétt, hefur sveitarfélagið ekki getað undirbúið sig, þannig að sómi sé af, fyrir að taka á móti nýjum bæjarbúum. Biðlistar eru staðreynd Hátt í hundrað 4 og 5 ára börn hefur verið komið fyrir í grunnskólanum í Urriðaholti sem þrengir verulega að grunnskólabörnum í hverfinu. 104 börn sem eru fædd árið 2019 eða fyrr eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Foreldrar 274 barna fædd árið 2020 bíða svo haustsins til að sjá hve mörg pláss losna en hafa enga tryggingu fyrir því að biðlistinn styttist. Þá fyrst er ákveðið að koma fyrir færanlegum skólastofum við Sunnuhvol til að bregðast við skorti á leikskólaplássum í Garðabæ. Við vitum þó ekki hvenær skólastofurnar verða tilbúnar. Biðlistarnir eru fyrirsjáanlegur vandi og færanlegu skólastofurnar lausn sem við í Garðabæjarlistanum lögðum til síðasta haust. En meirihlutinn sá ekki vandann þá. Í stað þess að búa til leikskólapláss var búinn til leikskólabiðlisti. Sárt að horfast í augu við sannleikann Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs notaði tækifærið á síðasta fundi bæjarráðs, þar sem ég á ekki sæti, til að bóka sérstaklega um gagnrýni mína á þessa heimatilbúnu leikskólabiðlista og skort á þjónustu og segir hana ranga. Það væri heiðarlegra hjá henni að taka upp umræðuna við mig sjálfa, ef hún telur þessar tölur um fjölda barna sem bíða eftir leikskólaplássi eða hefur verið komið inn á grunnskóla rangar. En það getur hún ekki því þetta er staðan í dag í Garðabæ. Það er ekki þægileg staðreynd að horfast í augu við en hún er sönn. Við erum sammála um að það er frábær þróun að fá ungt fjölskufólk í sveitarfélagið. Við í Garðabæjarlistanum viljum bara standa faglega að hlutum, sjá íbúaþróun fyrir og vera tilbúin með þjónustuna. Ítrekað höfum við séð hvernig meirihlutinn í Garðabæ vanáætlar íbúafjölgun, til þess að afkoma í ársreikningi líti betur út. Afleiðingin er að þegar fólk flytur til Garðabæjar, þá er þjónustan sem var búið að lofa ekki fyrir hendi. Þess vegna höfum við mótmælt áætlunum meirihlutans um íbúafjölgun við gerð fjárhagsáætlana. Þess vegna lögðum við til síðasta haust að brugðist yrði strax við skorti á leikskólaplássi. Ekki hlustað á fjármálaráðherra eða raunverulegar tölur Garðabær hefði strax á síðasta árið getað hafið skipulag og byggingu leikskóla sem þörf er á í nýju hverfi. Það hefði líka rímað vel við ákall Bjarna Benediktssonar um auknar fjárfestingar sveitarfélaga. En Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ vildi ekki hlusta á Bjarna, raunverulegar tölur eða staðreyndirnar sem Garðabæjarlistinn lagði fram. Því var ekki byggt upp í samræmi við raunverulega þörf, með öllum þeim óþægindum sem það hefur í för með sér fyrir fjölda fjölskyldna í Garðabæ. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Biðlistar á leikskólum Garðabæjar eru staðreynd. Hversu óþægilegt sem það er fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar sem hafa haft uppi metnaðarfull loforð fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Undanfarin ár hefur meirihlutinn hins vegar ítrekað misreiknað sig í áætlunum um íbúafjölgun komandi árs. Og af því að Sjálfstæðismenn reikna ekki rétt, hefur sveitarfélagið ekki getað undirbúið sig, þannig að sómi sé af, fyrir að taka á móti nýjum bæjarbúum. Biðlistar eru staðreynd Hátt í hundrað 4 og 5 ára börn hefur verið komið fyrir í grunnskólanum í Urriðaholti sem þrengir verulega að grunnskólabörnum í hverfinu. 104 börn sem eru fædd árið 2019 eða fyrr eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Foreldrar 274 barna fædd árið 2020 bíða svo haustsins til að sjá hve mörg pláss losna en hafa enga tryggingu fyrir því að biðlistinn styttist. Þá fyrst er ákveðið að koma fyrir færanlegum skólastofum við Sunnuhvol til að bregðast við skorti á leikskólaplássum í Garðabæ. Við vitum þó ekki hvenær skólastofurnar verða tilbúnar. Biðlistarnir eru fyrirsjáanlegur vandi og færanlegu skólastofurnar lausn sem við í Garðabæjarlistanum lögðum til síðasta haust. En meirihlutinn sá ekki vandann þá. Í stað þess að búa til leikskólapláss var búinn til leikskólabiðlisti. Sárt að horfast í augu við sannleikann Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs notaði tækifærið á síðasta fundi bæjarráðs, þar sem ég á ekki sæti, til að bóka sérstaklega um gagnrýni mína á þessa heimatilbúnu leikskólabiðlista og skort á þjónustu og segir hana ranga. Það væri heiðarlegra hjá henni að taka upp umræðuna við mig sjálfa, ef hún telur þessar tölur um fjölda barna sem bíða eftir leikskólaplássi eða hefur verið komið inn á grunnskóla rangar. En það getur hún ekki því þetta er staðan í dag í Garðabæ. Það er ekki þægileg staðreynd að horfast í augu við en hún er sönn. Við erum sammála um að það er frábær þróun að fá ungt fjölskufólk í sveitarfélagið. Við í Garðabæjarlistanum viljum bara standa faglega að hlutum, sjá íbúaþróun fyrir og vera tilbúin með þjónustuna. Ítrekað höfum við séð hvernig meirihlutinn í Garðabæ vanáætlar íbúafjölgun, til þess að afkoma í ársreikningi líti betur út. Afleiðingin er að þegar fólk flytur til Garðabæjar, þá er þjónustan sem var búið að lofa ekki fyrir hendi. Þess vegna höfum við mótmælt áætlunum meirihlutans um íbúafjölgun við gerð fjárhagsáætlana. Þess vegna lögðum við til síðasta haust að brugðist yrði strax við skorti á leikskólaplássi. Ekki hlustað á fjármálaráðherra eða raunverulegar tölur Garðabær hefði strax á síðasta árið getað hafið skipulag og byggingu leikskóla sem þörf er á í nýju hverfi. Það hefði líka rímað vel við ákall Bjarna Benediktssonar um auknar fjárfestingar sveitarfélaga. En Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ vildi ekki hlusta á Bjarna, raunverulegar tölur eða staðreyndirnar sem Garðabæjarlistinn lagði fram. Því var ekki byggt upp í samræmi við raunverulega þörf, með öllum þeim óþægindum sem það hefur í för með sér fyrir fjölda fjölskyldna í Garðabæ. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun