Norðmenn koma af fjöllum með lán á bóluefni til Íslendinga Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 15:49 „Algert bóluefnarugl“ segir ein helsta fréttastöð Noregs um Íslendinga. Norðmenn kannast ekki við það sem íslensk stjórnvöld boða, að hingað séu á leiðinni 16.000 skammtar af AstraZeneca-bóluefni. TV2 Norska heilbrigðisráðuneytið kannast ekki við að ætla að lána Íslendingum AstraZeneca-bóluefni. Það er þannig í mótsögn við íslensk stjórnvöld, sem fullyrða að hingað til lands séu 16.000 skammtar á leiðinni. Norska sjónvarpsstöðin TV2 spurði starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins um málið í kjölfar umfjöllunar í íslenskum miðlum. Í svörum heilbrigðisráðuneytisins kom fram að þetta væru tíðindi í þeirra eyrum. Síðar sagði ráðuneytið að málið væri til skoðunar, samanber viðbót hér neðst í fréttinni. „Ríkisstjórnin hefur sett saman nefnd sérfræðinga sem meðal annars á að meta afleiðingar þess að nota bóluefni AstraZeneca og Janssen. Það er enn á áætlun að nota AztraZeneca í Noregi," skrifaði upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í upphaflegu svari til TV2. Í svarinu sagði enn fremur að ekki væri á dagskrá að Norðmenn gæfu frá sér bóluefnið á þessum tímapunkti, því að enn væri möguleiki á að Norðmenn vildu nota skammtana sína sjálfir. „Þetta er eitthvað sem við munum taka ákvörðun um ef ákveðið verður að Noregur muni ekki nota bóluefnið,“ sagði í skriflegu svari upplýsingafulltrúans. Ráðgert er að heilbrigðisyfirvöld í Noregi segi frá ákvörðun sinni í málinu 10. maí. Aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Iðunn Garðarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að bóluefnið sé sannarlega á leiðinni: „Við setjum ekki neitt á okkar vef sem er ekki rétt og staðfest,“ segir Iðunn. Norskir miðlar hafa margir fjallað um fyrirhugað bóluefnalán en þeim bárust fréttirnar fyrst í gegnum tilkynningu íslenskra stjórnvalda. Eini miðillinn sem hefur til þessa fengið svör frá norska ráðuneytinu er TV2. Þar kvaðst upplýsingafulltrúinn koma af fjöllum. Fullyrt var á vef Stjórnarráðsins í morgun að 16.000 skammtar af AstraZeneca væru væntanlegir til landsins. Heilbrigðisráðuneytið íslenska stendur við þær fullyrðingar. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota AstraZeneca-bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Uppfært kl. 17.00: TV2 fékk rétt í þessu viðbót við fyrra svar frá norska heilbrigðisráðuneytinu, þar sem fram kemur að nú hafi norsk yfirvöld það til skoðunar að lána bóluefni. „Núna erum við að skoða að lána AstraZeneca-skammtana sem við eigum á lager. Því mati er ekki enn lokið en við væntum niðurstöðu bráðlega,“ segir Saliba Andreas Korkunc, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Norska sjónvarpsstöðin TV2 spurði starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins um málið í kjölfar umfjöllunar í íslenskum miðlum. Í svörum heilbrigðisráðuneytisins kom fram að þetta væru tíðindi í þeirra eyrum. Síðar sagði ráðuneytið að málið væri til skoðunar, samanber viðbót hér neðst í fréttinni. „Ríkisstjórnin hefur sett saman nefnd sérfræðinga sem meðal annars á að meta afleiðingar þess að nota bóluefni AstraZeneca og Janssen. Það er enn á áætlun að nota AztraZeneca í Noregi," skrifaði upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins í upphaflegu svari til TV2. Í svarinu sagði enn fremur að ekki væri á dagskrá að Norðmenn gæfu frá sér bóluefnið á þessum tímapunkti, því að enn væri möguleiki á að Norðmenn vildu nota skammtana sína sjálfir. „Þetta er eitthvað sem við munum taka ákvörðun um ef ákveðið verður að Noregur muni ekki nota bóluefnið,“ sagði í skriflegu svari upplýsingafulltrúans. Ráðgert er að heilbrigðisyfirvöld í Noregi segi frá ákvörðun sinni í málinu 10. maí. Aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Iðunn Garðarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að bóluefnið sé sannarlega á leiðinni: „Við setjum ekki neitt á okkar vef sem er ekki rétt og staðfest,“ segir Iðunn. Norskir miðlar hafa margir fjallað um fyrirhugað bóluefnalán en þeim bárust fréttirnar fyrst í gegnum tilkynningu íslenskra stjórnvalda. Eini miðillinn sem hefur til þessa fengið svör frá norska ráðuneytinu er TV2. Þar kvaðst upplýsingafulltrúinn koma af fjöllum. Fullyrt var á vef Stjórnarráðsins í morgun að 16.000 skammtar af AstraZeneca væru væntanlegir til landsins. Heilbrigðisráðuneytið íslenska stendur við þær fullyrðingar. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota AstraZeneca-bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Uppfært kl. 17.00: TV2 fékk rétt í þessu viðbót við fyrra svar frá norska heilbrigðisráðuneytinu, þar sem fram kemur að nú hafi norsk yfirvöld það til skoðunar að lána bóluefni. „Núna erum við að skoða að lána AstraZeneca-skammtana sem við eigum á lager. Því mati er ekki enn lokið en við væntum niðurstöðu bráðlega,“ segir Saliba Andreas Korkunc, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Noregur Tengdar fréttir Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19 Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. 21. apríl 2021 14:19
Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent