Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2021 11:16 Formenn stjórnarflokkanna kynntu nýjustu aðgerðir stjórnvalda í Hörpu í gær. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira