Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 07:31 John W. Henry, eigandi Liverpool, sendi frá sér afsökunarbeiðni í morgunsárið. getty/Harold Cunningham John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. Liverpool var í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar en dró sig út úr henni í gærkvöldi eins og hin fimm ensku félögin: Manchester United, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Manchester City. Í myndbandi á Twitter-síðu Liverpool í morgun baðst Henry afsökunar á því að hafa valdið stuðningsmönnum félagsins hugarangri. „Ég vil biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar á sundrungunni sem ég skapaði síðustu tvo sólarhringa. Það þarf kannski ekki að segja það en ég segi það samt að verkefnið gat aldrei staðið án stuðnings aðdáendanna. Enginn hélt neitt annað. Undanfarna tvo sólarhringa létuð þið þá skoðun ykkar í ljós. Við heyrðum í ykkur. Ég heyrði í ykkur,“ sagði Henry. John W Henry's message to Liverpool supporters. pic.twitter.com/pHW3RbOcKu— Liverpool FC (@LFC) April 21, 2021 Auk stuðningsmanna Liverpool sem bað Henry knattspyrnustjórann Jürgen Klopp, stjórnarformanninn Billy Hogan og leikmenn Liverpool afsökunar. „Þeir bera enga ábyrgð á þessari sundrungu. Þeir urðu mest fyrir barðinu á henni og það svíður mest. Þeir elska félagið okkar og fylla okkur stolti á hverjum degi,“ sagði Henry. Hann kveðst þess fullviss að Liverpool geti komið sterkt til baka eftir ofurdeildaruppákomuna. Henry sagðist svo hafa brugðist stuðningsmönnum Liverpool. „Ég vona að þið skiljið að jafnvel þegar við gerum mistök erum við að reyna að vinna með hag félagsins að leiðarljósi. Í málinu brugðumst við ykkur. Ég brást ykkur. Ég biðst aftur afsökunar og ítreka að ég einn er ábyrgur fyrir allri óþörfu neikvæðninni sem hefur komið upp undanfarna daga. Ég mun ekki gleyma því. Og þetta sýnir valdið sem stuðningsmennirnir hafa í dag og munu réttilega halda áfram að hafa,“ sagði Henry. Hann keypti Liverpool 2010 af þeim Tom Hicks og George N. Gillett. Henry á einnig hafnaboltafélagið sögufræga Boston Red Sox. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira
Liverpool var í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar en dró sig út úr henni í gærkvöldi eins og hin fimm ensku félögin: Manchester United, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Manchester City. Í myndbandi á Twitter-síðu Liverpool í morgun baðst Henry afsökunar á því að hafa valdið stuðningsmönnum félagsins hugarangri. „Ég vil biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar á sundrungunni sem ég skapaði síðustu tvo sólarhringa. Það þarf kannski ekki að segja það en ég segi það samt að verkefnið gat aldrei staðið án stuðnings aðdáendanna. Enginn hélt neitt annað. Undanfarna tvo sólarhringa létuð þið þá skoðun ykkar í ljós. Við heyrðum í ykkur. Ég heyrði í ykkur,“ sagði Henry. John W Henry's message to Liverpool supporters. pic.twitter.com/pHW3RbOcKu— Liverpool FC (@LFC) April 21, 2021 Auk stuðningsmanna Liverpool sem bað Henry knattspyrnustjórann Jürgen Klopp, stjórnarformanninn Billy Hogan og leikmenn Liverpool afsökunar. „Þeir bera enga ábyrgð á þessari sundrungu. Þeir urðu mest fyrir barðinu á henni og það svíður mest. Þeir elska félagið okkar og fylla okkur stolti á hverjum degi,“ sagði Henry. Hann kveðst þess fullviss að Liverpool geti komið sterkt til baka eftir ofurdeildaruppákomuna. Henry sagðist svo hafa brugðist stuðningsmönnum Liverpool. „Ég vona að þið skiljið að jafnvel þegar við gerum mistök erum við að reyna að vinna með hag félagsins að leiðarljósi. Í málinu brugðumst við ykkur. Ég brást ykkur. Ég biðst aftur afsökunar og ítreka að ég einn er ábyrgur fyrir allri óþörfu neikvæðninni sem hefur komið upp undanfarna daga. Ég mun ekki gleyma því. Og þetta sýnir valdið sem stuðningsmennirnir hafa í dag og munu réttilega halda áfram að hafa,“ sagði Henry. Hann keypti Liverpool 2010 af þeim Tom Hicks og George N. Gillett. Henry á einnig hafnaboltafélagið sögufræga Boston Red Sox.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira