Bayern staðfesta að þeir verða ekki hluti af Ofurdeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2021 17:31 Karl-Heinz Rummenigge hefur staðfest að Bayern verði ekki hluti af Ofurdeildinni. Arne Dedert/Getty Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að þýsku meistararnir og Evrópumeistararnir verði ekki hluti af nýrri Ofurdeild. Það sé alveg klárt. Í fyrrakvöld bárust fregnir af nýrri Ofurdeild þar sem tólf af stærstu liðum Evrópu hafa tekið sig saman og búið til deild sem á að koma í stað Meistaradeildarinnar. Sex af liðunum koma frá Englandi en hin liðin koma frá Spáni og Ítalíu. Ekkert liðanna er frá Þýskalandi og Bayern mun að minnsta kosti ekki taka þátt í keppninni, staðfestir Rummenigge. „Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég gera það klárt að Bayern mun ekki verða hluti af Ofurdeildinni. FC Bayern stendur með Bundesligunni. Það hefur alltaf verið ánægjulegt að spila fyrir hönd Þýskalands í Meistaradeildinni,“ sagði Rummenigge. „Við minnumst þess með bros á vör, sigri okkar í Lissabon í Meistaradeildinni. Þú gleymir ekki svoleiðis minningum. Fyrir FC Bayern mun Meistaradeildin alltaf vera besta keppnin.“ Bayern stóðu uppi sem sigurvegarar í Meistaradeildinni í vor þar sem þeir höfðu betur gegn PSG í úrslitaleiknum en þeir féllu einmitt út fyrir PSG í átta liða úrslitunum í ár. ❌ Official statement from Bayern Munich CEO Karl-Heinz Rummenigge confirms the club will not play in the #SuperLeague.🌟 "For FC Bayern, the Champions League is the best club competition in the world." pic.twitter.com/PHMf5mlxu4— oddschecker (@oddschecker) April 20, 2021 Ofurdeildin Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Í fyrrakvöld bárust fregnir af nýrri Ofurdeild þar sem tólf af stærstu liðum Evrópu hafa tekið sig saman og búið til deild sem á að koma í stað Meistaradeildarinnar. Sex af liðunum koma frá Englandi en hin liðin koma frá Spáni og Ítalíu. Ekkert liðanna er frá Þýskalandi og Bayern mun að minnsta kosti ekki taka þátt í keppninni, staðfestir Rummenigge. „Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég gera það klárt að Bayern mun ekki verða hluti af Ofurdeildinni. FC Bayern stendur með Bundesligunni. Það hefur alltaf verið ánægjulegt að spila fyrir hönd Þýskalands í Meistaradeildinni,“ sagði Rummenigge. „Við minnumst þess með bros á vör, sigri okkar í Lissabon í Meistaradeildinni. Þú gleymir ekki svoleiðis minningum. Fyrir FC Bayern mun Meistaradeildin alltaf vera besta keppnin.“ Bayern stóðu uppi sem sigurvegarar í Meistaradeildinni í vor þar sem þeir höfðu betur gegn PSG í úrslitaleiknum en þeir féllu einmitt út fyrir PSG í átta liða úrslitunum í ár. ❌ Official statement from Bayern Munich CEO Karl-Heinz Rummenigge confirms the club will not play in the #SuperLeague.🌟 "For FC Bayern, the Champions League is the best club competition in the world." pic.twitter.com/PHMf5mlxu4— oddschecker (@oddschecker) April 20, 2021
Ofurdeildin Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira