Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 13:30 Harry Maguire í leiknum gegn Burnley á sunnudaginn sem Manchester United vann, 3-1. getty/Laurence Griffiths Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. United er eitt sex enskra félaga sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar ásamt Arsenal, Chelsea, Liverpool, Tottenham og Manchester City. Daily Mail greinir frá því að leikmenn United hafi verið ósáttir að frétta af stofnun ofurdeildarinnar og þætti félagsins í því í gegnum fjölmiðla. Woodward hélt neyðarfund með leikmönnum United í gær þar sem skýrði af hverju félagið hefði tekið þátt í að stofna ofurdeildina. Samkvæmt heimildum Daily Mail voru viðbrögð leikmanna United dræm og þeir voru ósáttir við að knattspyrnustjórinn, Ole Gunnar Solskjær, skyldi þurfa að svara fyrir gjörning eigendanna eftir leikinn. Mike Keegan, blaðamaður Daily Mail, greindi svo frá því á Twitter að Maguire hafi látið Woodward heyra það fyrir að láta leikmenn ekki vita af fyrirætlunum United. Bit more info on this from yesterday. I understand that Harry Maguire confronted Ed Woodward at the meeting over the players (who went out and played on Sky as the news broke) not knowing about the plans. Fair play to the United captain. https://t.co/Dsaon9njM8— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) April 20, 2021 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um Woodward og ofurdeildina á blaðamannafundi í gær. „Ég hef séð margt á lífsleiðinni. Ég var lögmaður glæpamanna en ég hef aldrei séð fólk haga sér svona. Woodward hringdi í mig á fimmtudaginn til að segja að hann styddi breytingar á Meistaradeildinni. En hann skrifaði síðan undir eitthvað allt annað,“ sagði Ceferin. Woodward hefur verið stjórnformaður United síðan 2013. Óhætt er að segja að hann sé ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins og vinsældir hans hafa væntanlega ekkert aukist eftir stofnun ofurdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
United er eitt sex enskra félaga sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar ásamt Arsenal, Chelsea, Liverpool, Tottenham og Manchester City. Daily Mail greinir frá því að leikmenn United hafi verið ósáttir að frétta af stofnun ofurdeildarinnar og þætti félagsins í því í gegnum fjölmiðla. Woodward hélt neyðarfund með leikmönnum United í gær þar sem skýrði af hverju félagið hefði tekið þátt í að stofna ofurdeildina. Samkvæmt heimildum Daily Mail voru viðbrögð leikmanna United dræm og þeir voru ósáttir við að knattspyrnustjórinn, Ole Gunnar Solskjær, skyldi þurfa að svara fyrir gjörning eigendanna eftir leikinn. Mike Keegan, blaðamaður Daily Mail, greindi svo frá því á Twitter að Maguire hafi látið Woodward heyra það fyrir að láta leikmenn ekki vita af fyrirætlunum United. Bit more info on this from yesterday. I understand that Harry Maguire confronted Ed Woodward at the meeting over the players (who went out and played on Sky as the news broke) not knowing about the plans. Fair play to the United captain. https://t.co/Dsaon9njM8— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) April 20, 2021 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um Woodward og ofurdeildina á blaðamannafundi í gær. „Ég hef séð margt á lífsleiðinni. Ég var lögmaður glæpamanna en ég hef aldrei séð fólk haga sér svona. Woodward hringdi í mig á fimmtudaginn til að segja að hann styddi breytingar á Meistaradeildinni. En hann skrifaði síðan undir eitthvað allt annað,“ sagði Ceferin. Woodward hefur verið stjórnformaður United síðan 2013. Óhætt er að segja að hann sé ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins og vinsældir hans hafa væntanlega ekkert aukist eftir stofnun ofurdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira