Aron segir að kaupin á Mikkel Hansen hafi spilað stóra rullu í að hann valdi Álaborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 09:31 Aron Pálmarsson og Mikkel Hansen verða samherjar hjá Álaborg frá og með sumrinu 2022. vísir/vilhelm/getty/Slavko Midzor Aron Pálmarsson kveðst afar spenntur fyrir komandi tímum hjá Álaborg. Hann segir að félagaskipti Mikkels Hansen til Álaborgar hafi kveikt áhuga hjá sér á félaginu. Álaborg greindi í morgun frá því að Aron hefði samið við félagið og kæmi til þess frá Barcelona í sumar. Hann er enn eitt stóra nafnið sem Álaborg semur við en þar á bæ er mikið ofurlið í smíðum. Í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að Álaborg hefði sett sig í samband við hann fyrir tæpum tveimur mánuðum. „Það er kannski ekki langt síðan en sex til sjö vikur. Þetta tók ekkert alltof langan tíma þegar þetta kom upp,“ sagði Aron við Rikka. „Þetta var verkefni sem ég hafði áhuga á. Þeir voru búnir að semja við nokkra mjög sterka leikmenn og sögðu mér frá sínum framtíðarplönum og hver metnaður þeirra væri. Það heillaði mig gríðarlega.“ Sýnir metnað félagsins Álaborg hefur þegar samið við Mikkel Hansen sem kemur til félagsins frá Paris Saint-Germain þarnæsta sumar. Aron segir að það hafi átt sinn þátt í því að hann ákvað að velja Álaborg. „Það sýnir metnaðinn í félaginu og hvað þeir ætla sér að gera. Auðvitað voru það stórar fréttir þegar Mikkel samdi og svo rétt eftir það höfðu þeir samband við mig. Það spilaði stóra rullu. Ég skal alveg vera heiðarlegur með það. Það kveikti meiri áhuga þegar þeir höfðu samband. Þá vildi ég alveg hlusta á að hvað þeir voru að pæla,“ sagði Aron. Ætlar að raða inn titlum Hann hefur unnið fjölmarga titla með sínum félagsliðum undanfarin ár og ætlar að halda því áfram hjá Álaborg. „Ég þekki ekkert annað en að vera í liðum sem eru alltaf að berjast um titla og þeir hafa verið ófáir hjá mér. Að sjálfsögðu er ég að fara þangað til að raða inn titlum eins og þú segir. Það hefur alltaf verið mitt markmið, frá því ég var í FH og þangað til ég hætti að spila,“ sagði Aron. „Það má ekki gleyma því að þótt þetta hafi ekki verið stórt félag í Evrópu er þetta besta félag Danmerkur. Þeir hafa orðið nokkrum sinnum meistarar síðasta áratuginn og eru ríkjandi meistarar.“ Fleiri hlutar úr viðtalinu við Aron birtast á Vísi síðar í dag. Einnig verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2. Danski handboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Álaborg greindi í morgun frá því að Aron hefði samið við félagið og kæmi til þess frá Barcelona í sumar. Hann er enn eitt stóra nafnið sem Álaborg semur við en þar á bæ er mikið ofurlið í smíðum. Í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að Álaborg hefði sett sig í samband við hann fyrir tæpum tveimur mánuðum. „Það er kannski ekki langt síðan en sex til sjö vikur. Þetta tók ekkert alltof langan tíma þegar þetta kom upp,“ sagði Aron við Rikka. „Þetta var verkefni sem ég hafði áhuga á. Þeir voru búnir að semja við nokkra mjög sterka leikmenn og sögðu mér frá sínum framtíðarplönum og hver metnaður þeirra væri. Það heillaði mig gríðarlega.“ Sýnir metnað félagsins Álaborg hefur þegar samið við Mikkel Hansen sem kemur til félagsins frá Paris Saint-Germain þarnæsta sumar. Aron segir að það hafi átt sinn þátt í því að hann ákvað að velja Álaborg. „Það sýnir metnaðinn í félaginu og hvað þeir ætla sér að gera. Auðvitað voru það stórar fréttir þegar Mikkel samdi og svo rétt eftir það höfðu þeir samband við mig. Það spilaði stóra rullu. Ég skal alveg vera heiðarlegur með það. Það kveikti meiri áhuga þegar þeir höfðu samband. Þá vildi ég alveg hlusta á að hvað þeir voru að pæla,“ sagði Aron. Ætlar að raða inn titlum Hann hefur unnið fjölmarga titla með sínum félagsliðum undanfarin ár og ætlar að halda því áfram hjá Álaborg. „Ég þekki ekkert annað en að vera í liðum sem eru alltaf að berjast um titla og þeir hafa verið ófáir hjá mér. Að sjálfsögðu er ég að fara þangað til að raða inn titlum eins og þú segir. Það hefur alltaf verið mitt markmið, frá því ég var í FH og þangað til ég hætti að spila,“ sagði Aron. „Það má ekki gleyma því að þótt þetta hafi ekki verið stórt félag í Evrópu er þetta besta félag Danmerkur. Þeir hafa orðið nokkrum sinnum meistarar síðasta áratuginn og eru ríkjandi meistarar.“ Fleiri hlutar úr viðtalinu við Aron birtast á Vísi síðar í dag. Einnig verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2.
Danski handboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira