Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 07:30 Jürgen Klopp var ekki sáttur með ummæli Garys Neville um Liverpool og ofurdeildina. getty/Lee Smith Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. Neville hélt mikla eldræðu á Sky Sports á sunnudaginn þar sem hann gagnrýndi Liverpool og Manchester United fyrir aðkomu þeirra að ofurdeildinni umdeildu. Hann minntist á stuðningsmannalag Liverpool, „You'll Never Walk Alone“, sem virtist fara fyrir brjóstið á Klopp. „Gary Neville talar um „You'll Never Walk Alone“, það ætti allavega að vera bannað, ef ég á að vera hreinskilinn. Við eigum rétt á að syngja þetta lag. Þetta er okkar lag, ekki hans lag. Hann skilur þetta hvort sem er ekki,“ sagði Klopp eftir leikinn á Elland Road í gær. „Ég vildi að Gary Neville væri einhvern tímann í heita sætinu en ekki alls staðar þar sem peningarnir eru. Hann var hjá Manchester United og er núna hjá Sky Sports þar sem mestu fjármunirnir eru. Ekki gleyma því að við höfum ekkert með þetta [ofurdeildina] að gera. Við erum í sömu stöðu og þið, erum nýbúnir að frétta af þessu og þurfum samt að halda áfram að spila.“ Neville svaraði Klopp í Monday Night Football á Sky Sports og sagðist ekki vita hvað Þjóðverjanum gengi til. Hann væri á hans bandi. „Af hverju er þetta ekki sanngjarnt? Ég hef móðgað Liverpool nógu oft í gegnum árin en gærdagurinn snerist ekkert um það. Ég veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Neville. „Ég veit ekki hvað fór svona í hann. Þetta var ástríðufull málsvörn fyrir fótboltann. Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Liverpool og Manchester United. Ég hef gagnrýnt bæði félög jafn mikið síðasta sólarhringinn.“ Neville bætti við að hann væri mikill aðdáandi Klopps og liðanna hans og hann hefði gert frábæra hluti hjá Liverpool. Eigendur félagsins hefðu hins vegar sett hann í afar erfiða stöðu með því að taka þátt í stofnun ofurdeildinnar. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Neville hélt mikla eldræðu á Sky Sports á sunnudaginn þar sem hann gagnrýndi Liverpool og Manchester United fyrir aðkomu þeirra að ofurdeildinni umdeildu. Hann minntist á stuðningsmannalag Liverpool, „You'll Never Walk Alone“, sem virtist fara fyrir brjóstið á Klopp. „Gary Neville talar um „You'll Never Walk Alone“, það ætti allavega að vera bannað, ef ég á að vera hreinskilinn. Við eigum rétt á að syngja þetta lag. Þetta er okkar lag, ekki hans lag. Hann skilur þetta hvort sem er ekki,“ sagði Klopp eftir leikinn á Elland Road í gær. „Ég vildi að Gary Neville væri einhvern tímann í heita sætinu en ekki alls staðar þar sem peningarnir eru. Hann var hjá Manchester United og er núna hjá Sky Sports þar sem mestu fjármunirnir eru. Ekki gleyma því að við höfum ekkert með þetta [ofurdeildina] að gera. Við erum í sömu stöðu og þið, erum nýbúnir að frétta af þessu og þurfum samt að halda áfram að spila.“ Neville svaraði Klopp í Monday Night Football á Sky Sports og sagðist ekki vita hvað Þjóðverjanum gengi til. Hann væri á hans bandi. „Af hverju er þetta ekki sanngjarnt? Ég hef móðgað Liverpool nógu oft í gegnum árin en gærdagurinn snerist ekkert um það. Ég veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Neville. „Ég veit ekki hvað fór svona í hann. Þetta var ástríðufull málsvörn fyrir fótboltann. Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Liverpool og Manchester United. Ég hef gagnrýnt bæði félög jafn mikið síðasta sólarhringinn.“ Neville bætti við að hann væri mikill aðdáandi Klopps og liðanna hans og hann hefði gert frábæra hluti hjá Liverpool. Eigendur félagsins hefðu hins vegar sett hann í afar erfiða stöðu með því að taka þátt í stofnun ofurdeildinnar.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira