Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. apríl 2021 19:08 Stuðningsmenn Leeds mótmæltu nýrri Ofudeild með bolum sem þeir klæddust í kvöld. Lee Smith/Getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. Tólf félög standa að nýrri ofurdeild sem ætlað er að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu en Liverpool er eitt þessara liða. Sex af liðunum koma frá Englandi. Klopp var minntur á að fyrir ekki svo löngu sagðist hann ekki hafa áhuga á Ofurdeildinni. „Tilfinningar mínar hafa ekki breyst. Það hefur ekkert breyst. Ég heyrði fyrst af þessu í gær. Ég var að undirbúa mig fyrir erfiðan leik gegn Leeds,“ sagði Klopp. „Við fengum smá upplýsingar, en ekki mikið. Flest sem ég veit er úr blöðunum. Þetta er erfitt. Fólk er ekki ánægt og ég get skilið það.“ „Ég er 53 ára og síðan ég hef verið í atvinnufótbolta þá hefur Meistaradeildin verið starfandi. Draumurinn var alltaf að þjálfa lið þar. Ég hef ekkert á móti Meistaradeildinni.“ Jurgen Klopp to BBC Sport: “Remember: the most important parts of the club are the supporters and the team. And we should make sure nothing gets in the way of that”. 🚨 #SuperLeague #LFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 „Mér líkar við samkeppnina. Mér líkar við að West Ham gæti spilað í Meistaradeildinni. Ég vil ekki að það gerist því ég vil eiga möguleikann á því,“ sagði Klopp en Liverpool og West Ham berjast um fjórða sætið. „Það mikilvægasta í fótboltanum eru stuðningsmennirnir og liðið. Við verðum að sjá til þess að ekkert komi þar upp á milli.“ Hann sagðist hafa heyrt af stuðningsmönnum sem hefðu mótmælt með borðum með áletrunum við Anfield, heimavöll Liverpool. Hann áréttaði að leikmennirnir hefðu ekki gert neitt rangt. „Við verðum að standa saman og sýna að enginn gangi einn á þessum tímum. Á erfiðum tímapunkti verður fólk að standa saman. Leikmennirnir gerðu ekkert rangt. Ég verð að koma því á framfæri svo allir skilji það.“ Klopp skilur reiði stuðningsmanna sem mótmæltu meðal annars fyrir utan Elland Road í kvöld. „Ég skil þetta. Ég er í erfiðri stöðu. Ég hef ekki allar upplýsingarnar og veit ekki af hverju þessi tólf félög gerðu þetta,“ sagði Klopp. Leikur Leeds og Liverpool stendur nú yfir. 🚨 | Jurgen Klopp speaks about the European Super League...The #LFC manager explains his thoughts on the breakaway proposals and reveals him and his players were not consulted on the decision.Watch #MNF live on Sky Sports Premier League now! pic.twitter.com/DLSXeT1Lze— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Tólf félög standa að nýrri ofurdeild sem ætlað er að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu en Liverpool er eitt þessara liða. Sex af liðunum koma frá Englandi. Klopp var minntur á að fyrir ekki svo löngu sagðist hann ekki hafa áhuga á Ofurdeildinni. „Tilfinningar mínar hafa ekki breyst. Það hefur ekkert breyst. Ég heyrði fyrst af þessu í gær. Ég var að undirbúa mig fyrir erfiðan leik gegn Leeds,“ sagði Klopp. „Við fengum smá upplýsingar, en ekki mikið. Flest sem ég veit er úr blöðunum. Þetta er erfitt. Fólk er ekki ánægt og ég get skilið það.“ „Ég er 53 ára og síðan ég hef verið í atvinnufótbolta þá hefur Meistaradeildin verið starfandi. Draumurinn var alltaf að þjálfa lið þar. Ég hef ekkert á móti Meistaradeildinni.“ Jurgen Klopp to BBC Sport: “Remember: the most important parts of the club are the supporters and the team. And we should make sure nothing gets in the way of that”. 🚨 #SuperLeague #LFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 „Mér líkar við samkeppnina. Mér líkar við að West Ham gæti spilað í Meistaradeildinni. Ég vil ekki að það gerist því ég vil eiga möguleikann á því,“ sagði Klopp en Liverpool og West Ham berjast um fjórða sætið. „Það mikilvægasta í fótboltanum eru stuðningsmennirnir og liðið. Við verðum að sjá til þess að ekkert komi þar upp á milli.“ Hann sagðist hafa heyrt af stuðningsmönnum sem hefðu mótmælt með borðum með áletrunum við Anfield, heimavöll Liverpool. Hann áréttaði að leikmennirnir hefðu ekki gert neitt rangt. „Við verðum að standa saman og sýna að enginn gangi einn á þessum tímum. Á erfiðum tímapunkti verður fólk að standa saman. Leikmennirnir gerðu ekkert rangt. Ég verð að koma því á framfæri svo allir skilji það.“ Klopp skilur reiði stuðningsmanna sem mótmæltu meðal annars fyrir utan Elland Road í kvöld. „Ég skil þetta. Ég er í erfiðri stöðu. Ég hef ekki allar upplýsingarnar og veit ekki af hverju þessi tólf félög gerðu þetta,“ sagði Klopp. Leikur Leeds og Liverpool stendur nú yfir. 🚨 | Jurgen Klopp speaks about the European Super League...The #LFC manager explains his thoughts on the breakaway proposals and reveals him and his players were not consulted on the decision.Watch #MNF live on Sky Sports Premier League now! pic.twitter.com/DLSXeT1Lze— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira