Lífið

„Ræðum um allt milli himins og jarðar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Freyr rúntar um með þekktum Íslendingum. 
Bjarni Freyr rúntar um með þekktum Íslendingum. 

Þættirnir Á rúntinum hefja göngu sína á Vísi í byrjun næsta mánaðar og eru það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þáttinn.

„Hugmyndin að þáttunum vaknaði fyrir nokkru síðan en við létum verða af því að framkvæma hana síðastliðið vor og byrjuðum tökur í maí á síðasta ári og auðvitað tafðist allt ferlið svolítið út af þessu blessuðu covid,“ segir Bjarni Freyr Pétursson og heldur áfram.

„Hugmyndin gengur út á að gera ferska spjall- og skemmtiþætti með afslappað umhverfi og svolítið svona eins og þú sért að horfa á tvo vini sem eru að taka þennan klassíska rúnt um Reykjavík og spjalla. Í þáttunum er spjallað við tónlistarfólk úr ólíkum áttum. Við förum með fólkinu í bíltúr og ræðum um allt milli himins og jarðar og kynnumst nýjum hliðum á því. Við brjótum þættina upp með óvæntum uppákomum. Spákonur og tattú koma til að mynda við sögu í þeim,“ segir Bjarni Freyr en með því segir hann að þeir nái að halda áhorfandanum spenntum allan tímann.

Í þáttunum er rætt við tónlistarfólk eins og Séra Jón, Siggu Beinteins, dj. flugvél og geimskip, Blaz Roca, Grétu Salóme og Steina í Quarashi. Fyrsti þátturinn fer í loftið á Vísi 5.maí og verður fyrstu gesturinn Elli Grill. Hér að neðan má sjá stiklu úr þáttunum átta.

Klippa: Á rúntinum - Stikla





Fleiri fréttir

Sjá meira


×