Fær Gylfi óvænt tækifæri í Meistaradeildinni vegna stofnunar ofurdeildarinnar? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Everton í 2-2 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á föstudaginn. epa/Clive Brunskill Ef ensku félögunum sem eru stofnmeðlimir nýju ofurdeildarinnar verður sparkað út úr Meistaradeildinni gætu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengið tækifæri í keppninni á næsta tímabili. Rætt hefur verið um að Knattspyrnusamband Evrópu muni meina félögunum sem tóku þátt í að stofna ofurdeildina að taka þátt í Meistaradeildinni og jafnvel í deildakeppni sinna landa. Sex ensk félög eru á meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester United, Liverpool, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea. Ef þessum félögum verður sparkað út úr Meistaradeildinni fá Leicester City, West Ham United, Everton og Leeds United sæti Englands í keppninni á næsta tímabili. Þetta eru liðin í sætum þrjú, fjögur, átta og tíu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta myndi þýða að Gylfi fengi sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeildinni á ferlinum. Everton komst síðast í Meistaradeildina tímabilið 2005-06 en mistókst þá að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Leeds myndi spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn frá því um aldamótin og West Ham í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester lék í fyrsta og eina sinn í Meistaradeildinni tímabilið 2016-17 og komst þá í átta liða úrslit keppninnar. So next season then:#UCL Leicester, West Ham, Everton, Leeds Atalanta, Napoli, Lazio, Roma Sevilla, Villarreal, Betis, Sociedad#UEL Aston Villa, Wolves, Crystal Palace Sassuolo, Verona, Sampdoria Granada, Levante, Celta Vigo— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) April 18, 2021 Atalanta, Napoli, Lazio og Roma yrðu fulltrúar Ítalíu í Meistaradeildinni ef Inter, AC Milan og Juventus verður sparkað úr keppninni og Sevilla, Villarreal, Real Betis og Real Sociedad tækju sæti Spánar. Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid eru meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Stærstu félögin í Þýskalandi og Frakklandi, Bayern München og Paris Saint-Germain, tóku ekki þátt í að stofna ofurdeildina og eru ekki í þeim hópi, allavega eins og sakir standa. Ofurdeildin á að vera skipuð tuttugu liðum, þar af fimmtán liðum sem eru með fastan þátttökurétt í keppninni. Ofurdeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Rætt hefur verið um að Knattspyrnusamband Evrópu muni meina félögunum sem tóku þátt í að stofna ofurdeildina að taka þátt í Meistaradeildinni og jafnvel í deildakeppni sinna landa. Sex ensk félög eru á meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester United, Liverpool, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea. Ef þessum félögum verður sparkað út úr Meistaradeildinni fá Leicester City, West Ham United, Everton og Leeds United sæti Englands í keppninni á næsta tímabili. Þetta eru liðin í sætum þrjú, fjögur, átta og tíu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta myndi þýða að Gylfi fengi sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeildinni á ferlinum. Everton komst síðast í Meistaradeildina tímabilið 2005-06 en mistókst þá að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Leeds myndi spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn frá því um aldamótin og West Ham í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester lék í fyrsta og eina sinn í Meistaradeildinni tímabilið 2016-17 og komst þá í átta liða úrslit keppninnar. So next season then:#UCL Leicester, West Ham, Everton, Leeds Atalanta, Napoli, Lazio, Roma Sevilla, Villarreal, Betis, Sociedad#UEL Aston Villa, Wolves, Crystal Palace Sassuolo, Verona, Sampdoria Granada, Levante, Celta Vigo— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) April 18, 2021 Atalanta, Napoli, Lazio og Roma yrðu fulltrúar Ítalíu í Meistaradeildinni ef Inter, AC Milan og Juventus verður sparkað úr keppninni og Sevilla, Villarreal, Real Betis og Real Sociedad tækju sæti Spánar. Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid eru meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Stærstu félögin í Þýskalandi og Frakklandi, Bayern München og Paris Saint-Germain, tóku ekki þátt í að stofna ofurdeildina og eru ekki í þeim hópi, allavega eins og sakir standa. Ofurdeildin á að vera skipuð tuttugu liðum, þar af fimmtán liðum sem eru með fastan þátttökurétt í keppninni.
Ofurdeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira