Erlent

Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Verjendur Chauvin greindu frá því fyrir helgi að hann myndi ekki bera vitni.
Verjendur Chauvin greindu frá því fyrir helgi að hann myndi ekki bera vitni. epa/Craig Lassig

Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin.

Lögreglumaðurinn Derek Chauvin á yfir höfði sér dóm fyrir morð af annarri gráðu, en kviðdómur gæti þó mildað dóminn eða sýknað Chauvin alfarið. 

Lögreglumaðurinn heldur fram sakleysi sínu og segist aðeins hafa nýtt sér þá þjálfun sem hann hafi hlotið á sínum nítján árum í lögreglunni við handtökuna á Floyd 

Floyd lést eftir að Chauvin hafði þrýst hnéi sínu á háls hans í margar mínútur þrátt fyrir áköll frá vitnum að atvikinu og bænir Floyds sjálfs, sem ítrekað sagðist ekki ná andanum. 

Spenna ríkir því víða um Bandaríkin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×