Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra – farvegur nýrra tækifæra Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 17. apríl 2021 13:01 Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Oft hefur verið talið að Nikola Tesla og Thomas Alfa Edison hafi báðir verið á einhverfurófi. Ekki er hægt að sanna það, en segja má að staðfestur grunur um slíkt sé í gangi. Einhverfir hafa oft uppáhalds áhugamál sem taka huga þeirra allan. Sumir teikna teiknimyndir, aðrir mála, semja tónlist, byggja skip úr legókubbum eða elska tölvur eða þvottavélar. Einhverfir eiga oft erfitt með að fá vinnu hjá öðrum á íslenskum vinnumarkaði. En hver segir að sumir einhverfir geti ekki stofnað sín eigin fyrirtæki? Grunur er um að Bill Gates sjálfur sé á rófinu. Hann stofnaði fyrirtækið Microsoft. Ef einhverfur einstaklingur er mikill teiknari eða listmálari þarf einfaldlega að stofna fyrirtæki í kringum áhugamálið. Sama gildir ef tölvur og forritun eru í fyrsta sæti. Þar er kominn vettvangur fyrir heilt fyrirtæki. En einhverfir eru ekki alltaf manna bestir í mannlegum samskiptum. Þetta þekki ég sjálf, verandi einhverf/ADHD og með snert af geðklofa. Þess vegna þurfa einhverfir hjálp. Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra er það sem koma skal og það sem sárlega skortir. Það þarf að setja upp miðstöð sem getur aðstoðað einhverfa við að stofna sín eigin fyrirtæki utan um sín áhugamál og það þarf sjálfstæða þekkingarmiðstöð sem getur leiðbeint fjölskyldum, aðstandendum og einhverfum sjálfum um þau málefni er einhverfu snerta. Ég sendi forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur erindi um málið fyrir skömmu. Einnig hefur verið rætt við Félagsmálaráðherra. Ég ætla rétt að vona að eitthvað gerist sem fyrst. Í Bretlandi eru um 71% einhverfra á örorku, utan vinnumarkaðar. Ástandið gæti verið svipað hér á Íslandi. Það hefur þó ekki verið rannsakað. Einhverfa er mjög mismunandi og lýsir sér afar einstaklingsbundið. Það eru vissulega margir einhverfir sem þurfa á örorku að halda og munu þurfa hana áfram af ýmsum ástæðum. En það er líka nokkuð stór hópur sem þarf bara þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð til þess að geta komist af örorku og stofnað sín eigin fyrirtæki. Ég er sjálf með 75% örorkumat, en ég starfa líka sem 25% framkvæmdastjóri hins alþjóðlega þýðingafyrirtækis Brandugla Translations ehf. Allar tekjur sem ég hef gef ég upp til TR og til skatts og það er dregið af mér. Fyrirtækið greiðir fulla skatta og skyldur. Ég er með M.A. gráðu í þýðingafræði og er læs á 7 tungumál. Að auki er ég nokkuð góð í íslensku sem skiptir mestu máli. Ég stofnaði sjálf fyrirtækið Brandugla Translations ehf. Við erum með samninga við ýmsar erlendar þýðingastofur og vinnum verkefni eftir því sem við getum og okkur hentar. Maðurinn minn vinnur einnig hlutastarf í fyrirtækinu. Einhverfa mín/ADHD og geðklofi kemur ekki í veg fyrir að ég geti starfað að hluta í mínu eigin fyrirtæki sem framkvæmdastjóri. Ef ég get þetta, eru fleiri sem geta þetta líka. Það er til mikils að vinna. Hjálpum einhverfum að stofna sín eigin fyrirtæki. Höfundur er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, M.A. M.Sc. framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun