Neytendur

Vara við neyslu á vörum frá Husk eftir þrjú dauðs­föll í Dan­mörku

Eiður Þór Árnason skrifar
Vörurnar hafa meðal annars verið til sölu í apótekum hér á landi.
Vörurnar hafa meðal annars verið til sölu í apótekum hér á landi. Matvælastofnun

Matvælastofnun varar við neyslu á Husk Psyllium Froskaller og Husk Psyllium Mavbalance trefjahylkjum og dufti frá fyrirtækinu Orkla Care. Innköllun stendur yfir á öllum lotum varanna hér á landi.

Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur salmonella greinst í vörunum og má rekja þrjú dauðsföll í Danmörku og fjölda sýkinga til neyslu þeirra. Minnst nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús þar í landi vegna sýkingarinnar og minnst 33 veikst.

Vörurnar hafa verið fluttar inn til Íslands og meðal annars verið fáanlegar í apótekum. Fram kemur á vef Matvælastofnunar að hún vinni nú ásamt heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna að því að afla frekari upplýsinga um dreifingu varanna hérlendis. 

Luise Müller, faraldursfræðingur við Sóttvarnastofnun Danmerkur, sagði í gær að um alvarlega hópsýkingu væri að ræða þar sem margir hafi sýkst og látist.

Umsjónarmenn Bítisins ræddu við Elísabetu Reynisdóttur næringafræðing í morgun um málið, en hlusta má á viðtalið að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×