Reynslumikill í fótbolta en ungur þjálfari og læri af síðasta tímabili Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 16:21 Arnar Gunnlaugsson brosti út að eyrum eftir að hafa skrifað undir samning til næstu þriggja ára um að þjálfa Víking. vísir/Sigurjón „Þessi tvö ár hafa verið frábær lærdómur og vonandi heldur ævintýrið bara áfram,“ segir Arnar Gunnlaugsson sem skrifað hefur undir samning um að þjálfa Víking R. áfram næstu þrjú árin. Arnar gerði Víkinga að bikarmeisturum 2019 á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari liðsins, eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Loga Ólafssonar í Víkinni. Honum er ætlað að koma liðinu nær bestu liðum landsins á næstu árum. „Vonandi náum við að stríða aðeins stóru körlunum. Fyrir mér er þetta bara rökrétt skref. Mér líður ógeðslega vel hérna í Fossvoginum. Það er vel stutt við bakið á mér. Ég fæ að gera nánast það sem ég vill gera. Það er engin ástæða til að fara fyrst ég hef það gott hérna,“ sagði Arnar í viðtali við Guðjón Guðmundsson í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs með nýjan samning Víkingar hafa misst öfluga leikmenn á borð við Óttar Magnús Karlsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Örn Atlason frá síðustu leiktíð. Pablo Punyed er á meðal þeirra sem hafa komið til félagsins. Arnar er ánægður með leikmannahóp sinn í dag: „Svo er það bara þannig að við þjálfararnir viljum alltaf fleiri og fleiri leikmenn, og erum alltaf að leita. En eins og staðan er í dag þá eru allir heilir, Covid hjálpaði okkur því það voru tveir leikmenn sem þurftu á smávægilegri aðgerð að halda og fengu að bæta úr því í fríinu núna. Þegar kemur að fyrsta leik held ég að allir séu því í nokkuð fínu standi. Við erum alltaf að leita. Ég held að öll lið séu þannig, sérstaklega þau sem hafa háar væntingar. En ef að við færum í mótið með þennan hóp þá væri ég bara mjög sáttur. Það er mjög góð blanda þarna. Reynslumiklir leikmenn og ungir og efnilegir leikmenn. Leikmenn sem eru bara góðir. Ég held að við munum gefa hvaða liði sem er góðan leik og sé fram á skemmtilegt mót,“ sagði Arnar. Víkingar ollu vonbrigðum á síðustu leiktíð og enduðu í 10. sæti. „Það fór allt til fjandans sem þangað gat farið. En það fer í reynslubankann, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá mér. Þó að ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég tiltölulega ungur þjálfari og læri af þessu. Þess vegna er ég líka ánægður með að vera áfram hjá Víkingum. Þetta gefur mér það „platform“ að læra meira,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV Sjá meira
Arnar gerði Víkinga að bikarmeisturum 2019 á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari liðsins, eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Loga Ólafssonar í Víkinni. Honum er ætlað að koma liðinu nær bestu liðum landsins á næstu árum. „Vonandi náum við að stríða aðeins stóru körlunum. Fyrir mér er þetta bara rökrétt skref. Mér líður ógeðslega vel hérna í Fossvoginum. Það er vel stutt við bakið á mér. Ég fæ að gera nánast það sem ég vill gera. Það er engin ástæða til að fara fyrst ég hef það gott hérna,“ sagði Arnar í viðtali við Guðjón Guðmundsson í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Gunnlaugs með nýjan samning Víkingar hafa misst öfluga leikmenn á borð við Óttar Magnús Karlsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Örn Atlason frá síðustu leiktíð. Pablo Punyed er á meðal þeirra sem hafa komið til félagsins. Arnar er ánægður með leikmannahóp sinn í dag: „Svo er það bara þannig að við þjálfararnir viljum alltaf fleiri og fleiri leikmenn, og erum alltaf að leita. En eins og staðan er í dag þá eru allir heilir, Covid hjálpaði okkur því það voru tveir leikmenn sem þurftu á smávægilegri aðgerð að halda og fengu að bæta úr því í fríinu núna. Þegar kemur að fyrsta leik held ég að allir séu því í nokkuð fínu standi. Við erum alltaf að leita. Ég held að öll lið séu þannig, sérstaklega þau sem hafa háar væntingar. En ef að við færum í mótið með þennan hóp þá væri ég bara mjög sáttur. Það er mjög góð blanda þarna. Reynslumiklir leikmenn og ungir og efnilegir leikmenn. Leikmenn sem eru bara góðir. Ég held að við munum gefa hvaða liði sem er góðan leik og sé fram á skemmtilegt mót,“ sagði Arnar. Víkingar ollu vonbrigðum á síðustu leiktíð og enduðu í 10. sæti. „Það fór allt til fjandans sem þangað gat farið. En það fer í reynslubankann, ekki bara hjá leikmönnum heldur líka hjá mér. Þó að ég sé reynslumikill í fótbolta þá er ég tiltölulega ungur þjálfari og læri af þessu. Þess vegna er ég líka ánægður með að vera áfram hjá Víkingum. Þetta gefur mér það „platform“ að læra meira,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fleiri fréttir „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV Sjá meira