Hvernig má auka framleiðslu hliðarafurða í íslenskri matvælaframleiðslu? Valgerður Árnadóttir og Þór Sigfússon skrifa 15. apríl 2021 09:32 Hringrásarhagkerfið samanstendur af þremur meginþáttum: að útrýma úrgangi og mengun, að halda vörum og efnum í notkun með endurnýtingu, viðgerðum eða endurframleiðslu og að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og auðið er. Þrátt fyrir góðan árangur hringrásarhagkerfis á Íslandi í tengslum við veiðar og matvælaframleiðslu þá er hér enn verk að vinna. Íslendingar eru í fararbroddi í nýtingu á fiski. Þorskurinn sem veiddur er á Íslandsmiðum er talinn vera nýttur um 80% innanlands. Í flestum öðrum löndum er nýting á hvítfiski um 50-60%. Þessi árangur Íslendinga er góður enda er eftir honum tekið af öðrum fiskveiðiþjóðum. Nágrannaþjóðir okkar líta gjarnan til Íslands hvað varðar hátæknivinnslu og fullnýtingu þorsksins. Getur önnur matvælastarfsemi hérlendis lært af sjávarútveginum og getum við eflt hringrásarhagkerfi Íslands í tengslum við matvælaframleiðslu? Stutta svarið er já. Mikið er talað um sóun í samhengi við loftslagsbreytingar, losun gróðurhúsalofttegunda og umhverfisvænni lifnaðarhætti. Þegar sóun er metin er oftast horft til sóunar hjá neytendum en magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem gerist meðal EES-ríkja. En hver er staðan hjá framleiðendum? Eru tækifæri í frekari nýtingu hliðarafurða í matvælaframleiðslu hérlendis? Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn leita lausna Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn hafa um árabil átt gott samstarf. Nýjasta samstarfsverkefni klasanna hefur verið að skoða hvernig megi nýta reynslu Sjávarklasans af því að fjölga verkefnum í fullvinnslu sjávarafurða til þess að efla fullvinnslu í landbúnaði. Nemendur við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur hafa unnið að þessu verkefni í vetur og hafa meðal annars kortlagt tækifæri í fullvinnslu tengdri landbúnaði. Verkefnið er styrkt af norræna samstarfsverkefninu Nordic Circular Hubs. Niðurstaða þessarar vinnu er að umtalsvert magn í kjötframleiðslu fer í súginn hérlendis. Heildar sláturúrgangur frá kjötiðnaði 2019 var tæp 16.000 tonn samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar [1]. Þar af voru rúmlega 12.000 tonn urðuð með tilheyrandi losun metans, sem er einkar mengandi gróðurhúsalofttegund, og rúm 800 tonn brennd. Um 3.000 tonn voru endurnýtt í jarðgerð. Þá er ekki talið með það hráefni sem sérhæfðir aðilar taka á móti frá framleiðendum og endurvinna svo sem Orkugerðin, sem framleiðir kjötmjöl og lífdísil. Þrátt fyrir góðan árangur í íslenskum sjávarútvegi má lengi gott bæta. Gróflega áætlað er um 40 þúsund tonnum af hliðarafurðum hvítfisks hent árlega. Tæp 3.000 tonn af fiskúrgangi voru urðuð 2019. Ekki eru til tölur um vannýttar hliðarafurðir frá land- og sjóeldi hérlendis en þar liggja mikil tækifæri til fullvinnslu sem Sjávarklasinn hefur áður fjallað um. Gróflega má því áætla að vannýttar hliðarafurðir í íslenskri matvælaframleiðslu nemi samanlagt 60 til 70 þúsund tonnum árlega.Þá eru ekki taldar með vannýttar hliðarafurðir í grænmetisframleiðslu. Urðun lífræns og brennanlegs úrgangs er ekki lengur framtíðarvalkostur líkt og stefna stjórnvalda kveður á um. Því er brýnt að finna nýjar, varanlegar leiðir til þess að ráðstafa honum. Hvað er til ráða? Ef reynsla Sjávarklasans er skoðuð má segja að helsta verkefni klasans hafi verið að vekja athygli á tækifærum í fullvinnslu hliðarafurða og skapa jarðveg fyrir frumkvöðla og fyrirtæki til samvinnu um þróun verðmætra hliðarafurða. Það sama þarf að eiga sér stað í íslenskum landbúnaði. Ein stærsta áskorun í nýtingu hliðarafurða í landbúnaði er sú staðreynd að framleiðslumagnið er töluvert minna en í samkeppnislöndum. Það þýðir að erfitt er að sjá fyrir sér að stórar verksmiðjur rísi hér sem vinni úr því hlutfallslega litla magni sem hér verður til. Frændur okkar í Noregi starfrækja fyrirtækið Norilia sem hefur náð framúrskarandi árangri í fullnýtingu hliðarafurða við kjötframleiðslu. Norski matvælaiðnaðurinn er mun stærri en sá íslenski og þar má ná stærðarhagkvæmni í fullvinnslu hliðarafurða ýmissa landbúnaðarvara. Norilia tekur við hráefni frá norskum sláturhúsum sem fellur til úr tæplega 300 þúsund tonnum af kjöti og eggjum og vinnur allt frá himnu eggjaskurnar í nautasinar sem sumum þykir herramannsmatur. Fyrirtækið selur árlega um 150 þúsund tonn af hliðarafurðum og um 65% þessara afurða eru flutt út. Sem dæmi seldi Norilia bein fyrir 15 milljónir norskra króna til Asíu í fyrra. Matvara sem búin er til úr hráefni Norilia nemur um 15% af tekjum þess en 3% af vörumagni. Það sýnir hve verðmætt er að framleiða hliðarafurðir til manneldis. Afgangur af framleiðslu Norilia, sem er um 50 þúsund tonn á ári, er loks nýttur í mjöl og þá hafa afgangsafurðir frá sláturhúsunum hvort sem það eru bein, sinar, innmatur, blóð eða fjaðrir verið nýttar að fullu meðal annars í náttúruleg pylsuhylki, snyrtivörur, lyf og næringarríkt gæludýrafóður. Eitt af því sem Norðmenn gerðu áður en lagt var af stað í þá vegferð að fjárfesta í tækni og rannsóknum á nýtingu hliðarafurða var að kortleggja tækifærin, með öðrum orðum að vigta og verðleggja ruslafötuna. Það er mikilvægt að ráðast einnig í slíka vinnu á Íslandi. Sem dæmi er pörtum svínsins sem falla til við svínakjötsframleiðslu hér á landi hent meðan nágrannalönd okkar nýta þá og selja fyrir gott verð. Dæmi eru um að smærri sláturhús en á Íslandi hagnist á slíkri framleiðslu. Tækifærin í íslenskum landbúnaði Tveir möguleikar eru hér í stöðunni. Annars vegar má hugsa sér að vinna hliðarafurðir í landbúnaði á eins konar frumstigi. Þannig væri mögulegt að ná vatni úr afurðunum og létta þannig á kostnaði og mengun við flutninga. Í kjölfarið væri hráefnið flutt út til frekari vinnslu, líkt og einhverjir íslenskir framleiðendur þegar gera. Hins vegar mætti skoða nánar fullvinnslu sem hefði það að markmiði að þróa verðmætari afurðir. Reynslan í sjávarútvegi hefur verið góð í þessum efnum og hafa fjölmörg fyrirtæki orðið til sem vinna verðmæt efni úr hliðarafurðum fisks. Getur landbúnaðurinn gert hið sama? Dæmin benda skýrt til þess. Frumkvöðlafyrirtæki hafa þegar orðið til sem framleiða verðmæt efni úr hliðarafurðum, svo sem beinaseyði frá Bone & Marrow, fæðubótarefni Pure Natura og snakkið Ljótu kartöflurnar. Mikilvægt er að þessi fyrirtæki hafi sér við hlið þolinmótt fjármagn en nokkuð hefur skort á það. Þá hafa rannsóknasjóðir oft hafnað umsóknum frumkvöðlafyrirtækja á þeirri forsendu að svipaða starfsemi megi finna í öðrum löndum. Þetta sé því ekki „nýjung“. Mikilvægt er að frumkvöðlar eigi gott samstarf við rannsóknastofnanir á borð við Matís og Háskóla Íslands. Þá er mikilvægt að kveikja áhuga nemenda í framhalds- og háskólum á fullvinnslu. Ein leið til þess er að fjölga svokölluðum viðskiptahröðlum sem liðsinna fólki við að koma hugmynd í framkvæmd. Vonandi mun nýr Matvælasjóður stuðla að því að efla samstarf og rannsóknir á möguleikum á þessu sviði. Mikill áhugi er um þessar mundir á áðurnefndu hringrásarhagkerfi. Fullvinnsla hliðarafurða er auðvitað eitt besta dæmið um skynsamlega hringrás. Stjórnvöld gætu hvatt meira til fullvinnslu hliðarafurða og verðlaunað með einhverjum hætti þau fyrirtæki sem vilja skara fram úr í þessum efnum. Hliðarafurðir verða afurðir Við getum kennt nágrönnum okkar ýmislegt hagnýtt varðandi nýtingu fisksins en þegar kemur að nýtingu hliðarafurða í kjötframleiðslu getum við lært margt af þeim. Markmiðið er að framleiða og selja nýjar og verðmætar afurðir úr því hráefni sem inniheldur lífvirk efni og er sóað núna. Hliðarafurðir eða aukaafurðir verða einfaldlega afurðir. Þetta er ekki síst verðugt verkefni þegar ein helsta áskorun sem blasir við okkur er að tryggja fæðuöryggi manna til frambúðar samhliða því að viðhalda náttúruauðlindum og draga úr mengun. Tækifærin til þess að auka verðmæti og draga úr sóun í tengslum við hliðarafurðir í íslenskri matvælaframleiðslu eru fjölmörg. Til þess þurfum við meðal annars að auka samstarf og nýsköpun í greininni og vera tilbúin að hugsa ferlið upp á nýtt. Höfundar eru Valgerður Árnadóttir viðskiptafræðinemi og Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans. [1] Tölur koma frá sérhæfðum fyrirtækjum sem sjá um móttöku og meðhöndlun úrgangs, fyrirtækjum sem sjá um meðhöndlun eigin úrgangs, sveitarfélögum og sorpsamlögum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Valgerður Árnadóttir Þór Sigfússon Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hringrásarhagkerfið samanstendur af þremur meginþáttum: að útrýma úrgangi og mengun, að halda vörum og efnum í notkun með endurnýtingu, viðgerðum eða endurframleiðslu og að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og auðið er. Þrátt fyrir góðan árangur hringrásarhagkerfis á Íslandi í tengslum við veiðar og matvælaframleiðslu þá er hér enn verk að vinna. Íslendingar eru í fararbroddi í nýtingu á fiski. Þorskurinn sem veiddur er á Íslandsmiðum er talinn vera nýttur um 80% innanlands. Í flestum öðrum löndum er nýting á hvítfiski um 50-60%. Þessi árangur Íslendinga er góður enda er eftir honum tekið af öðrum fiskveiðiþjóðum. Nágrannaþjóðir okkar líta gjarnan til Íslands hvað varðar hátæknivinnslu og fullnýtingu þorsksins. Getur önnur matvælastarfsemi hérlendis lært af sjávarútveginum og getum við eflt hringrásarhagkerfi Íslands í tengslum við matvælaframleiðslu? Stutta svarið er já. Mikið er talað um sóun í samhengi við loftslagsbreytingar, losun gróðurhúsalofttegunda og umhverfisvænni lifnaðarhætti. Þegar sóun er metin er oftast horft til sóunar hjá neytendum en magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem gerist meðal EES-ríkja. En hver er staðan hjá framleiðendum? Eru tækifæri í frekari nýtingu hliðarafurða í matvælaframleiðslu hérlendis? Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn leita lausna Sjávarklasinn og Landbúnaðarklasinn hafa um árabil átt gott samstarf. Nýjasta samstarfsverkefni klasanna hefur verið að skoða hvernig megi nýta reynslu Sjávarklasans af því að fjölga verkefnum í fullvinnslu sjávarafurða til þess að efla fullvinnslu í landbúnaði. Nemendur við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur hafa unnið að þessu verkefni í vetur og hafa meðal annars kortlagt tækifæri í fullvinnslu tengdri landbúnaði. Verkefnið er styrkt af norræna samstarfsverkefninu Nordic Circular Hubs. Niðurstaða þessarar vinnu er að umtalsvert magn í kjötframleiðslu fer í súginn hérlendis. Heildar sláturúrgangur frá kjötiðnaði 2019 var tæp 16.000 tonn samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar [1]. Þar af voru rúmlega 12.000 tonn urðuð með tilheyrandi losun metans, sem er einkar mengandi gróðurhúsalofttegund, og rúm 800 tonn brennd. Um 3.000 tonn voru endurnýtt í jarðgerð. Þá er ekki talið með það hráefni sem sérhæfðir aðilar taka á móti frá framleiðendum og endurvinna svo sem Orkugerðin, sem framleiðir kjötmjöl og lífdísil. Þrátt fyrir góðan árangur í íslenskum sjávarútvegi má lengi gott bæta. Gróflega áætlað er um 40 þúsund tonnum af hliðarafurðum hvítfisks hent árlega. Tæp 3.000 tonn af fiskúrgangi voru urðuð 2019. Ekki eru til tölur um vannýttar hliðarafurðir frá land- og sjóeldi hérlendis en þar liggja mikil tækifæri til fullvinnslu sem Sjávarklasinn hefur áður fjallað um. Gróflega má því áætla að vannýttar hliðarafurðir í íslenskri matvælaframleiðslu nemi samanlagt 60 til 70 þúsund tonnum árlega.Þá eru ekki taldar með vannýttar hliðarafurðir í grænmetisframleiðslu. Urðun lífræns og brennanlegs úrgangs er ekki lengur framtíðarvalkostur líkt og stefna stjórnvalda kveður á um. Því er brýnt að finna nýjar, varanlegar leiðir til þess að ráðstafa honum. Hvað er til ráða? Ef reynsla Sjávarklasans er skoðuð má segja að helsta verkefni klasans hafi verið að vekja athygli á tækifærum í fullvinnslu hliðarafurða og skapa jarðveg fyrir frumkvöðla og fyrirtæki til samvinnu um þróun verðmætra hliðarafurða. Það sama þarf að eiga sér stað í íslenskum landbúnaði. Ein stærsta áskorun í nýtingu hliðarafurða í landbúnaði er sú staðreynd að framleiðslumagnið er töluvert minna en í samkeppnislöndum. Það þýðir að erfitt er að sjá fyrir sér að stórar verksmiðjur rísi hér sem vinni úr því hlutfallslega litla magni sem hér verður til. Frændur okkar í Noregi starfrækja fyrirtækið Norilia sem hefur náð framúrskarandi árangri í fullnýtingu hliðarafurða við kjötframleiðslu. Norski matvælaiðnaðurinn er mun stærri en sá íslenski og þar má ná stærðarhagkvæmni í fullvinnslu hliðarafurða ýmissa landbúnaðarvara. Norilia tekur við hráefni frá norskum sláturhúsum sem fellur til úr tæplega 300 þúsund tonnum af kjöti og eggjum og vinnur allt frá himnu eggjaskurnar í nautasinar sem sumum þykir herramannsmatur. Fyrirtækið selur árlega um 150 þúsund tonn af hliðarafurðum og um 65% þessara afurða eru flutt út. Sem dæmi seldi Norilia bein fyrir 15 milljónir norskra króna til Asíu í fyrra. Matvara sem búin er til úr hráefni Norilia nemur um 15% af tekjum þess en 3% af vörumagni. Það sýnir hve verðmætt er að framleiða hliðarafurðir til manneldis. Afgangur af framleiðslu Norilia, sem er um 50 þúsund tonn á ári, er loks nýttur í mjöl og þá hafa afgangsafurðir frá sláturhúsunum hvort sem það eru bein, sinar, innmatur, blóð eða fjaðrir verið nýttar að fullu meðal annars í náttúruleg pylsuhylki, snyrtivörur, lyf og næringarríkt gæludýrafóður. Eitt af því sem Norðmenn gerðu áður en lagt var af stað í þá vegferð að fjárfesta í tækni og rannsóknum á nýtingu hliðarafurða var að kortleggja tækifærin, með öðrum orðum að vigta og verðleggja ruslafötuna. Það er mikilvægt að ráðast einnig í slíka vinnu á Íslandi. Sem dæmi er pörtum svínsins sem falla til við svínakjötsframleiðslu hér á landi hent meðan nágrannalönd okkar nýta þá og selja fyrir gott verð. Dæmi eru um að smærri sláturhús en á Íslandi hagnist á slíkri framleiðslu. Tækifærin í íslenskum landbúnaði Tveir möguleikar eru hér í stöðunni. Annars vegar má hugsa sér að vinna hliðarafurðir í landbúnaði á eins konar frumstigi. Þannig væri mögulegt að ná vatni úr afurðunum og létta þannig á kostnaði og mengun við flutninga. Í kjölfarið væri hráefnið flutt út til frekari vinnslu, líkt og einhverjir íslenskir framleiðendur þegar gera. Hins vegar mætti skoða nánar fullvinnslu sem hefði það að markmiði að þróa verðmætari afurðir. Reynslan í sjávarútvegi hefur verið góð í þessum efnum og hafa fjölmörg fyrirtæki orðið til sem vinna verðmæt efni úr hliðarafurðum fisks. Getur landbúnaðurinn gert hið sama? Dæmin benda skýrt til þess. Frumkvöðlafyrirtæki hafa þegar orðið til sem framleiða verðmæt efni úr hliðarafurðum, svo sem beinaseyði frá Bone & Marrow, fæðubótarefni Pure Natura og snakkið Ljótu kartöflurnar. Mikilvægt er að þessi fyrirtæki hafi sér við hlið þolinmótt fjármagn en nokkuð hefur skort á það. Þá hafa rannsóknasjóðir oft hafnað umsóknum frumkvöðlafyrirtækja á þeirri forsendu að svipaða starfsemi megi finna í öðrum löndum. Þetta sé því ekki „nýjung“. Mikilvægt er að frumkvöðlar eigi gott samstarf við rannsóknastofnanir á borð við Matís og Háskóla Íslands. Þá er mikilvægt að kveikja áhuga nemenda í framhalds- og háskólum á fullvinnslu. Ein leið til þess er að fjölga svokölluðum viðskiptahröðlum sem liðsinna fólki við að koma hugmynd í framkvæmd. Vonandi mun nýr Matvælasjóður stuðla að því að efla samstarf og rannsóknir á möguleikum á þessu sviði. Mikill áhugi er um þessar mundir á áðurnefndu hringrásarhagkerfi. Fullvinnsla hliðarafurða er auðvitað eitt besta dæmið um skynsamlega hringrás. Stjórnvöld gætu hvatt meira til fullvinnslu hliðarafurða og verðlaunað með einhverjum hætti þau fyrirtæki sem vilja skara fram úr í þessum efnum. Hliðarafurðir verða afurðir Við getum kennt nágrönnum okkar ýmislegt hagnýtt varðandi nýtingu fisksins en þegar kemur að nýtingu hliðarafurða í kjötframleiðslu getum við lært margt af þeim. Markmiðið er að framleiða og selja nýjar og verðmætar afurðir úr því hráefni sem inniheldur lífvirk efni og er sóað núna. Hliðarafurðir eða aukaafurðir verða einfaldlega afurðir. Þetta er ekki síst verðugt verkefni þegar ein helsta áskorun sem blasir við okkur er að tryggja fæðuöryggi manna til frambúðar samhliða því að viðhalda náttúruauðlindum og draga úr mengun. Tækifærin til þess að auka verðmæti og draga úr sóun í tengslum við hliðarafurðir í íslenskri matvælaframleiðslu eru fjölmörg. Til þess þurfum við meðal annars að auka samstarf og nýsköpun í greininni og vera tilbúin að hugsa ferlið upp á nýtt. Höfundar eru Valgerður Árnadóttir viðskiptafræðinemi og Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans. [1] Tölur koma frá sérhæfðum fyrirtækjum sem sjá um móttöku og meðhöndlun úrgangs, fyrirtækjum sem sjá um meðhöndlun eigin úrgangs, sveitarfélögum og sorpsamlögum þeirra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun