„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2021 08:54 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, ræddi bóluefni og afskaplega sjaldgæfar aukaverkanir þeirra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Sigurjón „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ Þetta sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, um bóluefni Janssen frá Johnson & Johnson í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa tímabundið stöðvað notkun bóluefnisins á meðan verið er að rannsaka möguleg tengsl blóðtappa og bóluefnis Janssen, og þá hefur Johnson & Johnson sömuleiðis tilkynnt að dreifing bóluefnisins í Evrópu muni frestast. Fáránlega litlar líkur Magnús segir að aðalatriðið í þessu sé að þessi aukaverkun virðist vera afskaplega sjaldgæf. „Tíðnin sem þarna er verið að tala um hjá Johnson & Johnson er um einn á móti milljón. Það er svo rosalega fágæt aukaverkun að meira að segja þessar stóru rannsóknir þar sem lyfjaeftirlitið, bæði Bandaríkjanna og Evrópu, veitti heimild fyrir notkun. Þau gögn töldu rúmlega 40 þúsund manns. Svona hlutir koma því ekki fram í þessum hefðbundnu „fasa 3 rannsóknum“.“ Hann segir að ekki hafi tekist að skilgreina þann hóp sem hefur fengið þessa aukaverkun fyrirfram. „Við gætum ekki spáð fyrir því fyrirfram hverjir gætu fengið þessa afskaplega sjaldgæfu aukaverkun eins og þessa. Þetta verður alltaf ákveðið hagsmunamat sem þarf að vegast á. Einn á móti milljón, þetta eru náttúrulega fáránlega litlar líkur. Maður verður að segja alveg eins og er. Ef við reiknum út dauðsföllin sem hafa orðið hér á Íslandi af völdum Covid… Hér hafa 29 sjúklingar látist vegna sýkingarinnar af rúmlega sex þúsund manns [sem hafa fengið veiruna]. Það þýðir það að ef við hefðum milljón smit á Íslandi, þá værum við að tala um fimm þúsund dauðsföll. Til að setja hlutina í samhengi… Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ Að neðan má hlusta á viðtalið við Magnús í heild sinni. Ekki eins og þessir „algengu blóðtappar“ Magnús segir að þessi aukaverkun sem mikið hefur verið fjallað um í tengslum við genaferjubóluefni [eins og AstraZeneca og Janssen], snúist um ákveðna undirtegund eða afbrigði af storkuvandamáli sem sé afskaplega sjaldgæft. „Við erum ekki að tala hér um þessa algengu blóðtappa sem þeir eru að greina í mörg hundruð Íslendingum árlega, sem koma fyrir í fótum og geta síðan losnað og rekið til lungna eða annarra líffæra. Það eru þessir „algengu blóðtappar“, en málið hér snýst um afskaplega sjalfgæft afbrigði þar sem saman fer bæði blóðtappamyndun og alvarleg blóðflögufæð og veruleg storkutruflun. Það verður mikil notkun á storkuþáttum líkamans, þannig að storkukerfið fer úr böndunum, raskast, og dreifingin á blóðtöppunum er líka svolítið önnur en almennt sést þannig að fólk er að fá tappa í önnur líffæri og það er það sem veldur því að menn hafa tekið þessa ákvörðun að skoða þessi tengsl betur.“ Eru þessir blóðtappar hættulegri, en hinir, þessi algengari? „Já, það virðist vera. Þetta er náttúrulega miklu, miklu sjaldgæfara fyrirbæri. Eins og oft er þegar menn eru að átta sig á og greina svona sjúkdóma, þá eru kannski viðbrögðin einmitt þau sömu og þegar við greinum hefðbundna blóðtappa, það er að setja fólk á svokölluð Heparin-lyf, það er lyf sem eru notuð almennt séð við blóðþynningu, í fyrsta fasa blóðþynningar. Þau gera í rauninni ástandið verra hjá þeim sem eru með þetta afbrigði af storkuvandamálinu. Þannig að það skiptir miklu máli að greina þetta snemma og bregðast við á annan hátt heldur en almennt er gert,“ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Þetta sagði Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, um bóluefni Janssen frá Johnson & Johnson í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa tímabundið stöðvað notkun bóluefnisins á meðan verið er að rannsaka möguleg tengsl blóðtappa og bóluefnis Janssen, og þá hefur Johnson & Johnson sömuleiðis tilkynnt að dreifing bóluefnisins í Evrópu muni frestast. Fáránlega litlar líkur Magnús segir að aðalatriðið í þessu sé að þessi aukaverkun virðist vera afskaplega sjaldgæf. „Tíðnin sem þarna er verið að tala um hjá Johnson & Johnson er um einn á móti milljón. Það er svo rosalega fágæt aukaverkun að meira að segja þessar stóru rannsóknir þar sem lyfjaeftirlitið, bæði Bandaríkjanna og Evrópu, veitti heimild fyrir notkun. Þau gögn töldu rúmlega 40 þúsund manns. Svona hlutir koma því ekki fram í þessum hefðbundnu „fasa 3 rannsóknum“.“ Hann segir að ekki hafi tekist að skilgreina þann hóp sem hefur fengið þessa aukaverkun fyrirfram. „Við gætum ekki spáð fyrir því fyrirfram hverjir gætu fengið þessa afskaplega sjaldgæfu aukaverkun eins og þessa. Þetta verður alltaf ákveðið hagsmunamat sem þarf að vegast á. Einn á móti milljón, þetta eru náttúrulega fáránlega litlar líkur. Maður verður að segja alveg eins og er. Ef við reiknum út dauðsföllin sem hafa orðið hér á Íslandi af völdum Covid… Hér hafa 29 sjúklingar látist vegna sýkingarinnar af rúmlega sex þúsund manns [sem hafa fengið veiruna]. Það þýðir það að ef við hefðum milljón smit á Íslandi, þá værum við að tala um fimm þúsund dauðsföll. Til að setja hlutina í samhengi… Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ Að neðan má hlusta á viðtalið við Magnús í heild sinni. Ekki eins og þessir „algengu blóðtappar“ Magnús segir að þessi aukaverkun sem mikið hefur verið fjallað um í tengslum við genaferjubóluefni [eins og AstraZeneca og Janssen], snúist um ákveðna undirtegund eða afbrigði af storkuvandamáli sem sé afskaplega sjaldgæft. „Við erum ekki að tala hér um þessa algengu blóðtappa sem þeir eru að greina í mörg hundruð Íslendingum árlega, sem koma fyrir í fótum og geta síðan losnað og rekið til lungna eða annarra líffæra. Það eru þessir „algengu blóðtappar“, en málið hér snýst um afskaplega sjalfgæft afbrigði þar sem saman fer bæði blóðtappamyndun og alvarleg blóðflögufæð og veruleg storkutruflun. Það verður mikil notkun á storkuþáttum líkamans, þannig að storkukerfið fer úr böndunum, raskast, og dreifingin á blóðtöppunum er líka svolítið önnur en almennt sést þannig að fólk er að fá tappa í önnur líffæri og það er það sem veldur því að menn hafa tekið þessa ákvörðun að skoða þessi tengsl betur.“ Eru þessir blóðtappar hættulegri, en hinir, þessi algengari? „Já, það virðist vera. Þetta er náttúrulega miklu, miklu sjaldgæfara fyrirbæri. Eins og oft er þegar menn eru að átta sig á og greina svona sjúkdóma, þá eru kannski viðbrögðin einmitt þau sömu og þegar við greinum hefðbundna blóðtappa, það er að setja fólk á svokölluð Heparin-lyf, það er lyf sem eru notuð almennt séð við blóðþynningu, í fyrsta fasa blóðþynningar. Þau gera í rauninni ástandið verra hjá þeim sem eru með þetta afbrigði af storkuvandamálinu. Þannig að það skiptir miklu máli að greina þetta snemma og bregðast við á annan hátt heldur en almennt er gert,“ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13